Fjallkonan - 28.05.1889, Qupperneq 3
28. maí 1889.
FJALLKONAN.
59
neíndin kvaðst hafa látið þá í skjóðu og sent endrskoðunar-
mönnum; endrskoðunarmenn kváðust liafa sent skjóðnna frá sér,
víst til skólastjórnar. Það er síðan haft að orðtaki eystra, þeg-
ar eitthvað týnist. og finst ei, að það sé komið í skjóðuna til
Eyðaskólareikninganna".
Prestkosning. Söfnuðrinn í Miklabæjarprestakalli hefir kos-
ið sér til prests síra Björn Jónssou á Bergstöðum, og er lion-
um veitt brauðið 27. þ. m.
Veðrblíðan er hin sama um alt land; vætusamt nokkuð á
Austrlandi. Muna menn varla jafngott vor. Besta útlit á gras-
vexti allstaðar, tún og hagar farnir að grænka í 2. viku sum-
ars. — Nú eru tún orðin sláandi snmstaðar.
Útlendar fréttir (frá fréttaritara).
A/V-^/V^/V-W
FRAKKLAND. 5. þ. m. var þjóðhátíð haldin i Versailles í
minningu þess, að þann sama dag fyrir 100 árum var sett
stéttaþingið, sem var eiuskonar undanfari stjórnbyltiugarinnar
miklu. Carnot forseti mintist með hjart.næmum orðum forfeðr-
anna, sem hófu nýtt aldarfar, stofnsettu félagsreglu hins nýja
tíma og sköpuðu lýðveldislegt Prakkland. Þetta verk kvað hann
nú vera kórónað með frakkneska þjóðveldinu. Frakkland hefði
kastað einvaldsdrotnuninui fyrir bak aftr að fullu og öllu, og
viðrkendi engan einvald nema þau lög, er þjóðin setti sjálf. Nú
væri fyrir öllu, að sýna eindrægni, sáttgirni og umburðarlyndi.
Þessi þjóðhátíð var haldin um alt Frakkland og margvíða aun-
arstaðar. — 6. þ. m. setti Carnot sýninguna með ræðu og bauð
allar þjóðir vel komnar; mannmergðin svo fjarskaleg, að vagn-
ar komust varla um stræti. Múgrinn heiðraði Carnot með fagn-
aðarópi. Sendiherrar útlendra ríkja vóru flestir við, nema frá
Rússlandi, Austrriki og Svíþjóð. Þegar Carnot gekk um hinar
útlendu sýningardeildir og byrjaði á Rússlandi, var kallað á eft-
ir honum: „Lifi Rússland, lifi Carnot“. Frá Ameríku koma
svo margir til sýningarinnar, að hundr. þúsunda skiftir. —
Boulanger er i London og ber ekki til muna á honum. Nýlega
hefir liann verið kosinn i einu kjördæmi á Frakklandi við auka-
kosningu.
RÚSSLAND. Tolstoj innanrikisráðlierra dáinn. „Nihilismus11
annars efst á blaði þar, sem stendr, og rannsóknir út af sam-
særinu gegn keisaranum. Berast þaðan margar sögur, sumar
ekki sem áreiðanlegastar. Enn það er fullsannað, að áform
níhilista var að myrða keisarann á páskunum með spfeugiskot-
um, eitruðum með blásýru, og margir að líkindum riðnir við
samtök þessi, er miða til að gera stjórubyltingu, ef takast kynni
að ráða keisara af dögum.
ÞYSKALAND. För keisara til Englands er nú ákveðin seinni
hlut júlimánaðar. Ætlar iiaun þangað með herflotadeild og fjöl-
mennu föruneyti og dvelr þar vikutíma. í virðingarskyni við
keisarann verðr stórkostleg heröotasýniug áhöfninni við Spithead
(109 herskip).
SVIÞJÓÐ & NOREGR. Stjórn Svía hefir lagt fyrir ríkisþing-
ið frv. til sósiaiista laga, líkt og á sér stað í Þýskaiandi, til að
halda sósíalistum í skefjum og gera þeim erfiðleika. Þykir það
fremr ófrjálslegt, enn tilefnið var sósíalista og lýðveldismanna
fundr, er nýlega var haldinu í Stokkhólmi. Það mæltist illa
fyrir að Svía kgr. bannaði sænsk-norska ráðherranum að vera I
við setningarhátíð frönsku sýningarinnar. A norska stórþiug- j
inu hafa hægri menn leitast viðaðfresta gildi kviðdómslaganna,
enn Sverdrup tók á þvi sem hann hafði til fyrrum og rétti það
mál. Hefir hann með því bætt fyrir sér meðal vinstri manna. j
— Á stórþinginu urðu miklar ræður um freklegar takmarkanir
grisku og latínu náms i skólum, og skaut þingið tii stjórnar-
innar að hlutast til um endrskoðun á skipun námsgreina við j
hina æðri skóla, bæði fornmálin og annað.
DANMÖRK. Enska skipið Missouri varð til að bjarga skips-
höfninui af Danmark, gufuskipi Þingvalla-félagsins, þvi er f'yr
var getið að fórst i Atlantshafi. Mælt er að skipið hafi ekki
verið vandlega skoðað áðr enn það lagði á stað; brotnaði í því !
skrúfuásinn og mölvaðist gat á skipið. Bæði þetta slys og önn- j
ur undanfarin hafa linekt mjög áliti og tiltrú félagsins, og er
enda liaft við orð, að láta það renna inn í sameinaða gufusk.-
félagið. Enn i báðum þessum félögum er stórfyrirtækja-maðr-
inn Tietgen lífið og sálin. Fjárhagsráðgjafi Dana hefir látið gera
áætlun og uppdrátt til fríhafnar við Khöfn, líkt og nýlega var !
gert við Hamborg. Stórt hafnsvæði og landsvæði verðr undir-
lagt til þessa fyrirtækis og er talið vist það gangi fram.
ASÍA. Shahinn (sjainn) í Persíu hefir áformað Evrópuferð
til Pétrsborgar, Yarsjá, Berlín, London, París og Vín, og ætlar
að vera fimm mánuði að heimau. — 4. mars þ. á. tók ungr
keisari Kwang-Sii að nafni, tæpra 17 á;a við ríkisstjórn Kína,
sama daginu sem Harrison tók við forsetadæmi Bandarikjanna.
Keisari þessi hélt brúðkaup sitt í febrúarm. þ. á., og hefir að
nafninu verið keisari síðan hanu var 3 ára, og hefir ekkja keis-
ara þess, er á undan var, haft veg ogvanda af stjórninni þang-
að til nú, er hinn nýi keisari komst á lögaldr. Hann er sagðr
tápmikill og vel mentr, enn hvort houurn er mikið gefið um
siðmenning Evrópuþjóða og útbreiðslu hennar í landi sinu er
vafasamt mjög. Hungrsneyð mikil er í Kína, sem leiðir af stór-
kostlegum vatnsflóðuin, og svo mikil brögð að því, að inæðr selja
sumstaðar börn sín þeim er best býðr fyrir mat eða ópíum.
íslenskr sögubálkr.
Smásögur um Jón biskup Vídalín.
(Eftir handr. í landsb.safni, 276 4to, með hendi Páls stádents Pálssonar).
—C 0->
Jón Yídalín oa' Björn að Bustarfelli. (Að mestu eftir sögn
Jóns Sigurðssonar í Njarðvik). Þegar Jón biskup Vidalin vísi-
téraði nm Austfjörðu, kom haun að Bustarfelli i Vopnafirði til
Bjarnar sýslumanns. Tók sýslumaðr honum vel og banð í stofu.
Vóru þeir þar lengi dags, uns menn biskups tók að gruua
að eitthvað tefði iiann. Gengu þeir að stofudyrnnum og
heyrðu þrusk mikið og hark iuni. Einu biskupsmanna, sem Jón
hét, gat brotið hurðina, og þegar hann kom inn, var Björn bú-
inn að koma biskupi upp fyrir kistu eina og var þar ofan á
honnm. Jón gat náð biskupi. Fóru þeir síðan til tjalds síns
og vóru þar um nóttiua. L'm morguninn eft.ir kom Björn og
féll t.il fóta biskups. Þá varð biskupi þetta að orði: „Og skriddu,
skriddu böivaðr11. Enn á orði var, að Björn hefði keypt sér
frið með fégjaldi miklu, þvi þeir skildu sáttir að kalla.
Jón Yídalín og síra Eirlkr á Vogsósum. Jón biskup kom
eitt sinu til fundar við síra Eirik og ætlaði að vera við embætti
hjá honum. Þeir fóru nú til kirkjunnar; enn er þeir vóru lítt
á leið komuir, fór Eirikr til þarfinda sinna, enn biskup beið
har.s á meðan. Þetta gekk aftr og aftr, þar til biskupi leidd-
ist og fór á undau presti. Enn er hann kom að kirkjudyrum,
þá kom síra Eiríkr ofan úr stólnum. Þá segir biskup: „Bölv-
að óhræsi ertu, síra Eiríkr“.
Oft og mörgum sinnum beiddi Jón biskup Vídalín síra Eirík
að sýiia sér kölska, því hann heyrði sagt hann gæti þnð; sagði
sér væri fýsn á að sjá iiann, því hann sagðist hafa sagt svo
mikið af houum sjálfr. Síra Eiríkr færðist undan. Enn fyrir
þrábeiðni biskups lofar hann því. Þeir sátu í stofu og sat
biskup öðrum megin við borðið, enn prestr öðrum megin. Að stundu
liðinni rifnar gólfið og sýnist biskupi þar koma upp þvílíktfer-
líki, að hann fellr í öngvit fram á borðið, enn prestr sló salt-
aranum í hausinu á því. Sagði biskup svo síðan, að Ijótr væri
djöfullinn og ekki hefði hann ofmikið af honum sagt.
Jóu Vídíiliu og Oddr Sigurðssou. Litlir vóru þeir vinir
Oddr lögmaðr Sigurðsson og biskup, sem sjá má af því, að eitt
sinn er Jón biskup hélt ræðu, að sagt er á alþingi, vildi Oddr
ekki brjóta svo mikinn odd af oflæti sínu, að liaun hlýddi á
biskup, heldr sendi þjón sinn, og bað hann segja sér úr ræð-
unni. Sú ræða er orðlögð er hann þá hélt. Enn er sumum
þótti nóg sagt, ætluðu þeir að ganga út. Hafði biskup þá tekið
dæmi af Dathan og þeim félögum og skipað jörðunni að svelgja
þá óguðlegu, er ekki eirðu því að heyra hans orð. Fannst þeim þá
jörðin skjálfa og settust niðr. Enn er ræðunni var lokið, fór þjónn
Odds til hans, fell á kné fyrir framan hann og las honum ræð-
una upp úr sér. Þá hafði Oddi orðið þetta að orði: „Mikill
kjaftr er á honum Jóni11.1
Frú Sigríðr. Kona Jóns biskups Vídalíus var Sigríðr frá
Leirá Jónsdóttir biskups Vigfússonar. Hún þótti sínk. Einu
sinni rak hval á reka biskupsins og seldi hann allan hvalinn.
Þá var mjög hart í ári. Þetta frétti Margrét móðir hans; gerði
1) Þetta er hin sama ræða, sem sira Jón Straumtjörð, nú
prestr í Meðallandsþingum, hefir gefið út (Rvík 1878). Þar seg-
ir útgefandinn nokkuð öðruvísi frá þessum atvikum í formálan-
nm og eignar Páli Vidalin þessi ummæli um ræðuna, hvort sem
réttara er.