Fjallkonan - 09.09.1889, Blaðsíða 2
106
FJALLKONAN.
VI, 27.
Utlendar fréttir.
Við það er sagt heíir verið áðr blaði í þessu er
fáu að bæta.
í DANMÖRK bafa verið fundahöld allmikil til
undirbúnings kosninganna,enn alt er í óvissu enn
bvenær þær verða. — Sjálfsmorðafarald befir verið
mikið í Danmörk á þessu sumri. — Yeðrátta var
þar i fyrra mánuði fremr óstöðug og nærri því
liaustleg. Rússakeisari var væntanlegr og mun
eftir vanda eiga dvöl í Fredensborg með birð Dana-
konungs, og þarf þá vandlega til að gæta, enn
lögreglan í Kböfn befir sagt að bún treystist ekki
að þessu sinni að leggja til uppgötvunar-lið svo til
hlítar sé.
FK.AKKLAND. í París befir verið að undan-
förnu mikið um dýrðir, veislur, dansleikar og bá-
tíðaböld; aðsóknin að sýningunni stórkostl., einn
daginn, 15. júlí, náði tala sýningargesta 300,000; má
af því marka, hvílíkan gróða borgin muni bafa af
sýningunni, auk þess sem þjóðveldisstjórnin og
landið í heild sinni befir af benni binn mesta sóma.
Engir af konungmennum Evrópu bafa komið til
sýningarinnar nema Georg Grikkjakonungr, og var
honum fagnað með miklum virktum. Sjainn pers-
neski (Persakonungr) var þar einnig um tíma. —
Sósíalistar béldu allsberjarfund i París, eða réttara
tvo fundi, því flokkar þeirra eru tveir, og fylgja þó
mjög svo líkri stefnu. Fór alt spaklega fram bjá
þeim og vinst þeim nú drjúgum, þó bægt fari,
bæði álit og félagafjölgun; byggja þeir nú ekki
framar á róstur og byltingar, heldr á friðsamlega
baráttu innan vebanda landslaga og réttar fyrir
velferðarmálum sínum. Máli Boulangers lauk þann-
ig, að bann var dæmdr til varðhaldsvistar æfilangt,
og er vonandi að bann sé úr sögunni, þó dómnum
vitanlega ekki verði verklega fullnægt, þar sem
Boulanger er í öðru landi og mun ekki verða fram-
seldr.
FRÁ NOREGI er það að segja, að illr kur er i
vinstri mönnum, og befir Björnstjerne Björnson
verið allbarðorðr gegn stjórninni. Aðalskörungr
vinstri manna í Noregi er rektor Steen, og vænta
menn mikils af honum (eins og Sverdrup fyrrum)
ef bann kæmist í ráðaneytið, enn Svíakonungr befir
sagt, að það tæki engu tali að skipa þann mann í
ráðherrasæti og befir ekki mælst vel fyrir því.
í SVÍÞJÓÐ (Stokkbólmi) var baldinn fræðimanna-
fundr í austrlandamálum og bókfræðum.
Á ÍTALÍU var dáinn Cairoli fyrverandi forsætis
ráðberra. Hann var frelsismaðr mikill og barðist
fyrrum í liði með Garibaldi.
Á ÞÝSKALANDI bar ekki til nýlundu. Mála-
rekstrinn við Svissland segja menn sé pólitiskr
bnykkr af Bismarck til að þóknast Rússakeisara
og leiða skap bans frá ófriðarráðum gegn Þýska-
landi. Rússakeisari befir sem sé illan bifr á Sviss-
landi, því þar bafa níbilistar lengi baft byggistöðu.
Friðrinn þykir jafn ótryggr sem áðr, og er talað
um samdrátt Rússlands og Frakklands mót þri-
velda sambandinu, og berbúnaði bvarvetna bald-
ið áfram af binu mesta kappi, svo sem líkur væru
til að ófriði mundi yfir ljósta þá og þegar.
Reylcjavík, 9. september.
L(ig staðfest af konungi frá alþingi í sumar: 1.
lög um aðflutningsgjald á kaffi og sykri; 2. lög
um breyting á lögum 11. febr. 1876 um aðflutn-
ingsgjald á tóbaki; 3. lög um viðauka við 1. 9. jan.
1880 um breyting á tilskipun um sveitarstjórn á
íslandi 4. mars. 1872; 4. iög um bann gegn eftir-
stæling peninga og peningaseðla; 5. lög um bann
gegn botnvörpuveiðum.
Öll þessi lög eru staðfest 9. ágúst.
Prestsýsla veitt. Vestmannaeyjar 29. ág. síra
Oddgeiri Guðmundsen i Kálfbolti, af landshöfð-
ingja, eftir kosningu safnaðarins.
Landritari er settr frá 1. sept. kand. Hannes
Hafstein.
— Þetta embætti er nú laust. Launin eru 1600
kr. á ári, enn bækka um 200 kr. annaðhvort ár,
[ þangað til þau eru orðin 2400 kr.
Prestskosning-in í Reykjavík. Nú þykjast Rvíkingar illa
| gabbaðir og báglega staddir i sínum sáluhjálparefnnm, er sira
Sigurðr Stefánsson, eftir alt saman, vill ekki þiggja kökuna.
Yar þvi haldinn fundr 5. þ. m. tilað ráðgast um, hvað gera
skyldi. Yar þar samþykt áskorun til landsstjðrnarinnar um, að
söfnuðrinn fengi aftr að njóta kosningarréttar sins, ef síra Sig-
urðr fengist ekki. Reyndar mun kosningin sjálfsögð, ef svo fer.
Valtýr (iuðinundsson. Privatboligen pd Islandi sagatiden,
samt delvis i det övrige norden. Khavn, 1889. 270 bls. 8vo.
(Andr. Pred. Host & Sön).
Bók þessi, er hr. Valtýr Guðmundsson gerðist doktor fyrir,
hefir fengið lofsorð i ýmsum dönskum blöðum, og hefir það verið
tekið fram, að höf. hafi að miklu leyti sýnt og sannað alveg
nýjar skoðanir um húsaskipunina i fornöld. Höf. byggir að
kalla eingöngu á íslensku fornritunum og sýnir, að húsaskipun
hér á landi i fornöld hefir verið mjög lik þvi sem tíðkast hefir
fram á þennan dag, og að af þessari gömlu islensku húsaskip-
} un megi einnig læra hvernig húsaskipun var á öðrum norðrlönd-
| um i fornöld. Hann rannsakar því jafnframt húsaskipun i Nor-
egi, Danmörk, Svíþjóð, Færeyjum, Grænlandi, Orkneyjum og
víðar. — Áðr héldu margir, að minsta kosti útlendir fræðimenn,
að húsaskipun hér á landi og viðar á söguöldunni hafi verið
svo háttað, að eitt hús hafi verið á hverju heimili, skáli, þar
sem heimilismenn hafi setið að vinnu, sofið og étið, og haft einn-
ig eldhús og búr í sama húsinu. Þeir sem kunnugir eru sög-
unum vita, að þessi skoðun getr ekki verið rétt, heldr að mörg
(að minsta kosti 3—4) hús hafa verið á hverjum bæ, bygð hvert
við annað, eins og enn tíðkast. íslendingar hafa haldið fornri
venju i þeirri grein sem öðru. Reyndar hefir þegar í landnáms-
tið verið nokkur munr á húsaskipun i Noregi og á Islandi, þvi
að i Noregi vóru hús að mestu gerð af timbri, enn á því var
hörgull á íslandi. í Noregi vóru bæjarhús oft sundrskilin, enn
stóðu ekki öll saman í bendu eins og á íslandi. Ofna tóku
Norðmenn upp á dögum Ólafs kyrra (1066—1093), enn þeir
fóru ekki að tiðkast á íslandi fyrr enn 200 árum siðar.
Höfundrinn tekr það fram, sem vist mun rétt vera, að skál-
inn var ekki helsta herbergið í fornöld, heldr stofan; í stofunni
var setið og snætt, og þar var gesturn boðið inn, enn skálinn
var einkanlega svefnhús. Höt. telr þessi hús verið hafa á mörg-
um hinum stærri bæjum i fornöld: stofa, eldhús, skáli, búr, bað-
stofa, dyngja, kamar, skemma, smiðja, jarðhús, hjallr, naust,
torfhús (eldiviðarhús), auk fénaðarhúsanna.
Tvent tekr höfundrinn sérstaklega fram, er sýni meiri
menningu i fornöld hér á landi enn nú, þó skömm sé frá að
segja, það eru baðhúsin (baðstofurnar) sem vóru á öllum heim-
ilum þar sem sæmilega var hýst, og salernin, er vóru á hverj-
um bæ.
Bókin er skemtilega rituð og eru i henni uppdrættir til skýr-
} ingar. Má vera, að einhverjir gallar finnist á henni, enn að sam-