Fjallkonan


Fjallkonan - 19.09.1889, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 19.09.1889, Blaðsíða 2
110 FJALLKONAN. VI, 28. þoka því máli nokkuð á veg í sumar, þá tjáði eigi að treysta á aílið, heldr yrði að beita öllu því lagi og þíðleik sem framast væri auðið í efri deild, og hins vegar þyrfti að treysta samheldi þeirra, sem styðja vildu framgang málsins, svo sem mest mætti verða. Hér verð ég nú að víkja nokkuð að eldri sögu stjórnarskrárbaráttu ins löggefanda alþingis. Það var 1885 á alþingi, að vér þrír þingmenn komum fram með frumvarp til nýrra stjórnarskip- unarlaga. Það vórum við Bened. Sveinson, Jón heitinn Sigurðsson og ég, sem sömdum það frum- varp og bárum fram. A undan þingi um vorið hafði verið haldinn Þingvallafundr, og þar verið skorað sterklega á Alþing að taka fyrir endrskoðun stjórnarskrárinn- ar. Þar vóru mjög skiftar skoðanir um, hversu í rnálið skyldi taka. Aðrir vildu fara sem skemst í breytingarnar í fyrstu, en kváðust vilja herða kröf- urnar, ef stjórnin samþykti eigi það er þeir færu fram á. Fremst í flokki þessara var Bened. Sveins- son. Hinir vildu byrja á því, að fara fram á sem mest, taka eingöngu tillit til óska og þarfa þjóð- arinnar, en eigi til hins, hvað aðgengilegast væri gagnvart stjórninni eða líklegast til að ná sam- þykki hennar, fyrri en þeir heyrðu undirtektir hennar. Þeir vildu takmarka neitunarvald kon- ungs og neita stjúrninni um vald til að gefa út bráðabirgða-fjárlög. En þeir kváðu þá fyrst tíma til að slaka til í kröfunum, er undirtektir stjórn- arinnar heyrðust. Fyrir þessari skoðun mælti ég einna helzt á Þingvallafundinum. Alþingismenn þeir, er til máls tóku um þetta efni á fundinum, hölluðust allir að skoðun Benedikts. Eg stóð einn uppi þingmanna með mína skoðun. Umræður urðu langar og harðar; en við atkvæðagreiðsluna veitti minni skoðun betr; „frestandi neitunarvaldið“ var samþykt af Þingvallafundi 1885 — að yisu með eins atkvæðis mun. Eg verð að játa það: ég skildi ekki þá og skil ekki enn, að það sé hyggileg aðferð, þá er maðr leggr út í stjórnarbaráttu, eða hverja baráttu sem er, sem aldrei getr orðið útkljáð nema með sam- komulagi, af því að mótpartrinn er of sterkr til þess að maðr geti kúgað hann, — að byrja þá á að fara fram á það allra-minsta, sem maðr ætlar sér að fá framgengt, enda þótt það sé nógu stórt til þess, að maðr viti, að einu sinni það fæst ekki án langrar baráttu; byrja á svo smáu, að maðr er sjálfr óánægðr með það, en ætla sér að herða kröf- urnar, þegar ekki næst samkomulag — rétt eins og það sé vegrinn til samkomulags, aðjsegja: fyrst þú vilt ekki láta mig hafa 10, þá vil ég hafa 20 hjá þér; og úr því þú gengr heldr ekki að 20, þá vil ég hafa 30, o. s. frv. Slíkt er ágætr vegr, ef maðr hefir þann aðaltil- gang, að viðhalda deilu að eins til að hafa rifrildi, en sporna við að nokkur endi geti orðið á deilunnv, jyrirbyggja öll málalok, allan árangr. — Ef hitt er og á að vera tilgangrinn með baráttu vorri, að fá stjórnarkjörum fóstrjarðar vorrar breytt til batn- aðar, þá virðist mér auðsætt, að rétta aðferðin hefði verið, að byrja á að setja fram í frumvarpsformi óskir vorar um það fyrirkomulag, er vér álitum /wZItryggjandi fyrir rétt vorn og þarfir; að ganga þar svo langt, sem þörf var á, til að ná takmarki voru: fullu sjálfsforræði og frjálslegu fyrirkomulagi í vorum einstöku málum. En af því að það er nú lífsins lögmál, að allar framfarir vinnast í köflum, en ekki í einu stökki, þá mátti og má jafnan við búast, að fá aldrei öllu framgengt í einu, og því mátti við búast, að í sumu yrði að slá af til að fá öðru framgengt, Þessi var munrinn frá öndverðu: Bened. Sveins- son vildi byrja hægt, en vera harðr í horn að taka til samkomulags, þiggja ekkert, ef hann fengi ekki alt. Ég vildi byrja hart, en vera mjúkr til sam- komulags. n. Þegar við nú fórum að semja frumvarpið 1885, kom það brátt í ljós, að okkr þrjá greindi í ýmsu á. Alt það sem miðaði til að einskorða sem skýr- ast sjálfstæði innlendrar stjórnar gagnvart dönsku ' stjórninni, það var Benedikt mesta áhugamál eins og okkr Jóni. En öll þau ákvæði, sem miðuðu til að efla frelsi þjóðarinnar gagnvart embættis- valdinu, það var honum sumpart minna áhugamál, sumpart beinlínis illa við, og áléit margt ótækt, er ég fór fram á í þá átt. Alþýða er að hans áliti I góð, þegar hún er honum samdóma; annars er hún tómr skríll i hans augum. A það, sem miðaði til að efla áhuga alþýðu á málum landsins, og áhrif hennar á þau, lagði hann enga áherzlu. Með | naumleik fengum við Jón heitinn t. d. sett inn í frumvarpið ákvæði um, að alþing skyldi heyja ár- } lega. Frestandi neitunarvald var ekki um að tala; } hann hefði b’okstaftega rifnað, ef ég hefði fengið því framgengt, að koma ákvæðum um það inn i frum- varpið. Akvæði um, að tryggja Alþingi fult fjár- | fjárforræði með því að lögbanna bráðabirgða-fjár- ! lög, slík ákvæði vóru, eru og verða jafnan eitr í hans beinum. Staðfestingarvald laga og fram- kvæmd ijtjórnarinnar var í frumvarpi voru lögð í hendr landsstjóra. Svona fæddist þetta frumvarp með sótt og harm- kvælum. Yið Jón vórum í flestum greinum sam- mála, en urðum að beygja okkr fyrir Benedikt, því að hann var inn viðrkendi forvígismaðr málsins og hafði mest fylgi í neðri deild að höfðatölu í þessu máli. Reyndar var flokkr sá, er þá réði meiri hlut atkvæða í deildinni i flestum málum mótsnúinn okkr öllum þremr; en í þessu máli hrökluðust þó ýmsir með stjórnarskrárendrskoðuninni hálfnauðug- ir af ótta við kjósendrna af því að nýjar kosning- ar stóðu fyrir dyrum. Og allir þeir, sem vóru veik- ir og tvískinnaðir í málinu, höiluðust ósjálírátt að Benidikt. Eg var sérstaklega þyrnir í augum þess- ara manna, sem sýndi sig bezt i því, að þeir sam- } löguðu sig mótstöðumönnum málsins (Tryggva, Grimi, Halldóri Friðrikssyni, Th. Thorsteinsen o. fl.) um kosninguna í nefnd í málinu; með því móti tókst þeim að útiloka mig úr nefndinni, en setja í hana t. d. Halldór Friðriksson, mótstöðumann málsins. Og af þeim, sem málinu fylgdu, fanst } stjórnvitringrinn Þórðr frá Hattardal (Þorv. í Núpa- koti og séra Sveinn vóru þá enn ekki orðnir löggjafar) | hæfari til að fjalla um frv. í nefnd heldr en ég.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.