Fjallkonan


Fjallkonan - 19.09.1889, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 19.09.1889, Blaðsíða 3
19. septbr. 1889. FJALLKONAN. 111 Árangrinn sýndi sig. Árlegu alþingi var slept í frv. nefndarinnar. Ákvæði um bráðabirgðalög ekki nefnd. Tvöfaldar kosningar innleiddar til efri deildar í stað hlutfallskosninga, sem Bened. og flestir þingrnenn skildu ekkert í og nentu ekki að setja sig inn í. Og loks var sett inn ið makalausa ákvæði: „Konungr eða landsstjóri". Af 8 breytingartillögum, sem ég kom fram með við aðal-frumvarp nefndarinnar, náðu 4 fram að ganga, en 4 inar áriðamestu féllu. Nokkrar breyt- ingartillögur, sem komu fram sem brtill. frá nefnd- inni sjálfri, stöfuðu írá mér; ég fór til nokkurra nefndarmanna, heimtaði að nefndin tæki upp breyt- ingartillögurnar, og gat knúið þá til þess með því, að ég sýndi þeim svart á hvítu, að ég gæti telt fyrir þeim heila kafla, svo frumv. yrði limlest, ef þeir létu ekki undan. (Framh. næst). [Jón ölajsson alþm.]. Reykjavík, 19. september. Prestakall veitt. Hvammr í Laxárdal 9. þ. m. prestaskóla- kandídat Sigfúsi Jónssyni samkvæmt yfirlýstum vilja safnaðar- ins. Ouf'uskipið „Princess Alexandra11 kom til Bvíkr 9. sept. frá John Gibbons & Sons í Liverpool til kaupmanns G. Thordals, umboðsmanns þeirra. Á þvi komu ýmsar vörur, einkum til Geirs kaupm. Zoega og Þorsteins kaupmanns Bgilssonar í Hafnar- flrði. Skipið fór úr Bvík á sunnudagskveldið norðr til Akreyrar og Thordal með því til fjárkaupa nyrðra. Aðra ferð á skipið að fara til Borðeyrar, og þriðju ferðina til að taka fé af Suðr- landi. — Bitt af skipum Geirs kaupm. Zoéga fór 13. þ m. héðan með saltfisk til Englands og ef til vill tii Spánar. Á skipi þessu vóru aUir skipverjar íslenskir, skipstjóri Guðmundr Krist- jánsson. Ef skipið fer til Spánar, verðr það eflaust í fyrsta sinni að alislenzk skipshöfn kemr þangað. Túnagræðsla kringum Reykjavík í holtum og mýrum er smámsaman að aukast. Þeir Helgi Helgason kaupmaðr og Björn Guðmundsson múrari hafa báðir nýlega grætt og umgirt all- stóra túnbletti, og nú siðast hafa 2 eða 3 menn fengið mælt út hér um bil 20 dagsláttna svæði í nánd við bæinn til tún- ræktunar (þar af tók kand. Guðlaugr Guðmundsson um Hi dag- sláttur). Hvalaveiðarnar vestra. Norðmenn þeir er stunda hvala- veiðarnar við vestrlandið höfðu er síðast fréttist fengið alls 128 hvali; þeir hafa aðsetr á tveim stöðum, Langeyri og Flateyri, og höfðu fengið álíka mikinn afla á báðum stöðunum. Þvesti af hvölunum gefa þeir að sögn Isiendingum, og þykir nágrönn- unum það góðr búbætir. Enn gætu íslendingar sjálfir stundað hvalaveiðar og það mætti ef samtök ekki vantaði, — það væri heldr gróðavon. Dáinn 3. ágúst sira Bjarni Sveinsson í Volaseli í Lóni, síð- ast prestr að Stafafelli, fæddr 9. des. 1813 á Búðum í Fáskrúðs- firði, sonr Sveins bónda Eyjólfssonar, er lengi bjó á Sævarenda í FáskTÚðsfirði, og Bagnhildar Stefánsdóttur. Hann var snemma hneigðr til bóknáms, enn vegna fátæktar foreldra sinna varð hann að stunda mestmegnis bústörf heima. Þegar hann var á 21. ári komst hann til sira Ólafs Indriðasonar sóknarprests síns er kendi honum undir skóla um 2 vetr og kom honum síðan i Bessastaðaskóla 1836. Þaðan var hann útskrifaðr 1841. Eftir það var hann eihn vetr barnakennari hjá Jóni stúdent Thoraren- sen i Viðidalstungu, ogkendi næsta vetr sonum síra Jóns Bergs- sonar á Hofi í Álftafirði, Bergi og Brynjólfi, er síðar urðu prestar. Næsta vetr dvaldi hann hjá bróður sínum í Fáskrúðsfirði, enn fór svo aftr til ekkju sira Jóns, Bósu Brynjólfsdóttur, prófasts frá Heydölum, og kvæntist henni ári síðar. Fekk Kálfafell í Síðu 1847, Þingmúla 1851 og Stafafell i Lóni 1862 og þjónaði því þar til hann fekk lausn frá embætti 1877. Kona hans dó 2. júní 1856. Af 3 börnum þeirra lifðu 2: síra Jón, prestr i Winnipeg íAmeriku, og Sveinn bóndi í Volaseli. — Sira Bjarni mun hafa verið merkismaðr i raörgu og gáfumaðr. Sicðrmúlasýslu, 21. ágúst. „Heyskapr er i bezta lagi bæði i land- og sjávarsveitum, þó í fjarðsveituin hafi verið óþurkasamt að jafnaði. — Hokafii hefir verið hér í fjörðum eystra við og við, og gnægtir aflafanga alls konar borist á l&nd. Fiskveiðar jafnvel sumstaðar talsverðar innfjarða, sem lengi hafa eigi verið. Þar sem það er, þakka menn það því, að ógæftir hafa verið framan af sumrinu úti fyrir fjörðum og á ystu ann-nesjum, þar sem verskálar eru. Fiskrinn því fengið næði til að ganga inn“. Austrskaftaf'ellssýslu (Hornafirði), 29. ágúst. „Tíðarfarið hefir verið heldr hagstætt í sumar, enn þó kom nokkur óþurkakafii um túnasláttinn og framan af engjaslættinum, svo að taða náð- ist óvíða græn í garð. 7. þ. m. kom þurkr og úr þeim degi náðu menn inn töðu og öllu heyi sem þá var úti. Síðan hefir tíðin verið hagstæð, svo menn hafa náð heyi inn jafnóöum. Það má heita að heyskaprinn hafi gengið mjög vel yfir höfuð, þvi að grasvöxtr er í besta lagi, einkum á útengi, svo menn heyja ágætlega ef góð tið verðr fram eftir“. Frá ensku hirðinni. Windsor heitir smábær við Temsá, skamt frá London, ibúar rúm 12000. Þar er ein helsta íbúðarhöll Yietoriu drotningar. Sitr hún þaroft mánuðum saman með hirðinni, og er 'þá, glatt á hjalla i þessum litla bæ. Sækir þá þangað múgr og marg- menni af heldra fólki sem er að finna drotninguna. Það þykir ekki lítil virðing að vera að heimboði hjá drotn- ingu, enn ýms vankvæði þykja þó á því. Það er t. d. eitt, að höllin er svo köld, að þar er ekki líft nema hraustu fólki, og hafa margir orðið að kenna á því. Bússadrotning dvaldi þar eitt sinn mánaðartíma og varð dauðveik af gigt. Sjálf þolir Yictoria drotning svo vel kulda, að hún getr boð- ið öllum út í þvi. Hún sefr ætíð sjálf í köldu herbergi og lætr þvi ekki leggjaí ofna í öðrum svefnherbergjum. Liggr því öllum kulvísum mönnum við að krókna, og þegar þeir fara úr höll- inni, eru þeir orðnir fullir af kvefi, „Windsor-kvefinu“, sem kallað er, og er það mjög illræmt meðal tignarfólks á Englandi, þótt svo líti út sem margir sækist eftir að fá það. Það er að eins einn maðr er hefir gerst svo djarfr, að kvarta yfir því við drotninguna, að hann treystist ekki til að sofa i svo köldu her- bergi; það var hertoginn af Bichmond. Drotningin svaraði hon- um kaldlega og stuttlega: „Aldrei finn ég til kulda", sagði hún. Hertoginn þóttist hafa farið sneypuför, enda yrti drotn- ing ekki á hann framar og bauð honum aldrei heim eftir það. Kuldinn bítr þó enn meira á kvenfólkið enn karlmennina, því það er tiska við hirðina, að þær sitji við borð í kjólum með berar axlir og brjóst, og verða þær að klæða sig þannig í köld- um svefnherbergjum. Þær verða þvi fljótt kvefaðar, og þá fer fyrst út um þúfur, þvi eftir hirðsiðunum eiga þær að hafa vasa- klúta úr smágervasta lérefti, og duga þeir lítið í því kvefi. Sagt er, að frú þýska sendiherrans hafi einu sinni í vandræðum sinum náð „servíettu11 af borði drotningar og laumað innan í vasaklútinn sinn til að hafa eitthvað sem gagn væri að til að snýta sér. Orð er á því gert hve ilt og lítið sé borið á borð hjá drotn- ingu. Enginn má yrða á drotninguna, og vill hún þó að sam- sætið sé fjörugt. Ef einhver af gestunum getr sagt góða sögu, helst smásögu um hunda eða þingmennina, verðr hann að segja sessunaut sinum söguna svo hátt og snjalt, að drotningin geti heyrt hana. Hlægi drotningin, eru allir skyldugir til að hlægja, enn ef hún þegir við, er sagan álitin tóm heimska og enginn gaumr gefinn. Ef drotningin spyr að einhverju er sög- unni kemr við, má sá sem spurðr er ekki svara henni beinlínis, heldr verðr hann að beina svarinu að sessunaut sínum enn líta ekki til drotningar, og umfram alt verðr hann að gæta þess, að spyrja þá sjálfr einskis, þvi enginn má spyrja drotninguna að neinu. Grant, hinum alkunna hershöfðingja Ameríkumanna, varð einu sinni heldr enn ekki skyssa á, þegar hann sat undir borðum hjá Yictoriu drotningu. Hann spurði drotninguna blátt áfram, hvernig á því stæði, að hún æti með glófa á höndunum, eins og öll hirðin líka gerir. Honum var náttúrlega engu svarað, enn allir sem við borðið vóru, urðu skelkaðir, og hirðmenn liristu höfuðin alveg frá sér numdir yfir þvi, að hinn frægi hershöfð- ingi frá Ameriku kynni sig ekki betr enn þetta.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.