Fjallkonan


Fjallkonan - 28.11.1889, Síða 3

Fjallkonan - 28.11.1889, Síða 3
28. nóvember 1889. FJAL LKONAN. 139 til Kkafnarháskóla félaus 1732. Háskólarektornum (rect. magni- ficus) prófessor Gram leist vel á Skúla. Enn þá lagðist hann þegar í bólusóttinni og lá í þrjár vikur. Að hann lifði af sótt- ina, má haun næst guði þakka (Gísla) biskupi Maguússyni og sýslumanni (Guðmundi ?) Sigurðssyni. Skúli, Jón Marteinsson, Jón Benediktsson og Jón Þórðarson tóku fyrstir allra inntökupróf opinberlega, og vóru þvi lausir við salt og vín. Við það tæki- færi hélt prófessor Gram sína nafnkunnu ræðu um hina lærðu Islendinga, sem enn er ekki komin á prent, enn er til i eltirriti í vörsluin Skúla. Fyrir fátæktar sakir var Skúli alráðinn í að hætta námi og fara með skipi einu, ev átti að fara það ár frá Khöfn til Kína, enu Gram setti þar þvert nei fyrir. Skúli biðr hann þá að láta sig fá eitthvað að starfa, sem hann geti lifað af. Gram segir honum að fara til (Jóns) stúdents Olafssonar, enn koma til sín við og við, og megi hann eiga aðgang að bókasafni sínu ef hann viiji. Skúli finnr nú Jón Ólafsson, sem var lærðr vel og drengr góðr, enn hjá honum fekk hann ekki annað enn heimspekileg heilræði, og dugði það honum litt i fátækt hans, þótt það væri að öðru leyti hinn besti lærdómr er hann hefir lært. Etazráð Gram gaf Skúla þá 10 rd. og áminti hann harðlega, að vera við nám og sækja fyrirlestra lians. Það var mér oírhægt, þvi vér komum ekki i keuslusalinn nema einu sinni í mánuði. Eg var öllum stundum i bókasafni etazráðsins, og meö þvi að ég taldi mig vera guðfræðingsefni, vanrækti ég heldr ekki guð- fræðisfyrirlestra próf. Wöldikes og bibliuskýringarnar hebresku. Ég get ekki sagt að mig brysti nokkuð, enn ég vildi lifa góðu iifi. Etazráð Gram tók eftir þessu og fær mér i hendr að eftirrita nokkuð fyrir sig og átti eg um leið að gera útdrátt af þvi á latinu, svo sem til að sýna kennaranum hve ritfær ég væri. Með þessu móti vann ég mér inn 12 sk. á dag um eitt ár, og vann þó aldrei lengr enn einn tíma á dag. Ég hefi aldrei átt skemmtilegri ævi enn hjá prófessor Gram, því þótt eg heimskr væri, gat ekki hjá því larið að fyndni hans hefði áhrif á mig. Um þessar mundir bað hans excellence Plessen, er þá var forstjóri kammer-kollegisins, um mann, er gæti snúið ís- lensku á dönsku. Etazráð Gram skipar mér að fara þangað og kammer koliegiið fær mætur á Skúla f'yrir ómakið. Nú hugsaði Skúli um að hann þyrfti að litast víðara um i heiminum og þótti mikils vert um kammer-kollegíið; hinn gamli búðarsveinn og sýslumannssveinn vildi nú komast í kammer-kollegíið. Þetta líkar Gram vel og nú var látið i veðri vaka, að Skúli fengi Norðrsýslu i stað húsbónda hans, sem þá var dáinn, enn svo íór, að Skúli fær aðra sýslu, nefnil. Austr-Skaftafellssýslu. Þetta vildi Skúli ekki sætta sig við, fýrr enn kammer-kollegíið beitir honum, að hann skuli fá hina bestu sýslu er þar næst losni á íslandi. Hann kvartar um þetta við prófessor Gram, þvi að hans góða vitnisburði var það að þakka eða kenna, að hann hafði íengið þessa fátæku sýslu, bláfátækr. Gram segir við hann: „Sá sem er trúr yfir litlu, verðr síðar settr yfir meira, og geíðu gaum að heityrði kammer-koliegísins, að þú f'áir betri sýslu þeg- ar tækifæri býð3t“. Bentuskriíari Holst, siðar kaminerráð, er þá var i kammer-kolleginu, fullvissaði Skúla um hið sama. Þá vóru þeir etazráð Berner og justizráð Plessen á hinni islensku skrif- stof'u. Skúii fer þá til prófessors Wöldike og segir honum hversu komið var, og fær houurn 15 rd. i bögli sem þakklætis- merki fyrir fyrirlestra hans. Prófessor Wöldike segir: „Ég tek ekki móti neinu hjá þér eða þinum líkum, fátækum, ef'nilegum mönnum. Guð blessi þig, þú hefir verið mér og oss öllum til mikillar ánægju. Eigðu sjálfr peninga þína“. S’kúli segir: „Nei, ég á að borga, eins og áskilið er“. Wöldike: „Það er rétt, þetta er skyldan, enn gerðu nú sem eg þið þig; þú ert nú orðinn verslegrar stéttar, enn gleymdu ekki guði, sem þú þekk- ir svo vel; þú hetír svarað spurningum minum i ebresku og guðfræði og allra best i sögunni. Farðu með þessa peninga á bókhlöðuna og kauptu þér góða lögfræðisbók ogfarðu nú vel, og reyndu að sjá um, að fieiri íslendingar komi í þinn stað. Etaz- ráð Gram sagði þetta seinast orða við Skúla: „Guð hefir gefið þér góða hæfiieika, þú ert staðfastr og ærlegr, og farðu nú vel“. Meðan Skúli var i Kaupmannahöfn við háskólann, var hann gleðimaðr mikill og það stundum svo, að nætrverðirnir drógu hann á ráðhúsið á nóttunni; var þó ekki sektaðr nema einu sinni fyrir ógætileg orð, og er sú saga þannig: Lögreglumeist- ari Thorn kærði hann fyrir það, að hann hef'ði ráðist á fjóra nætrverði og brotið þrjár morgunstjörnur1. Skúli svarar: „Þó 1) Eins konar gaddakylfur, sem nætrverðir báru fyrrum. það hefði verið fjórir lögreglumeistarar, hefði átt að brjóta þær allar. Það er heiðr fyrir íslendinga að hafa þannig farið með lögreglumennina. sem ráðast á ókunnuga menn, er sitja saman við drykkju, innan lukt.ra dyra, af þeirri einni ástæðu að kl. er hálf tólf'. Það er yfirsjón min, að eg ekki þegar í stað stakk 2 rd. í lófann á nætrverðinum". Etazráð Thorn segir: „Láttu undir eins 2 rd. og farðu svo“. Skúli lætr þegar pen- ingana og spyr, hvort hann megi koma aftr. Lögreglumeistar- inn segir: „Mér líst svo á þig, sem þú rnunir ekki koma hing- að aítr“. Hvort Skúli hafi batnað við þessa ráðningn, skal ó- sagt látið. Osiðsamleg veitingahús og þess konar kvennahús forðaðist hann, enn hann sagði að glas af góðn víni væri ó- missandi til að þýða freðinn íslending. Hann stundaði nám sitt með reglu, kom jafnan á fyrirlestrana og í „klaustrið“ á réttum tíma. Utan háskólans kom hann sér fyrir við nám hjá bók- bindara frá kl. 9—10 á kveldin og varö svo fullnumi i þeirri iðn, sem eintak það sýnir af „Norsku-lögum“, er hann hefir ínnbundið, útdrættir hans, lögfræðilegar atliuganir og registr, að hann er góðr bókbindari. Það var ekki þessi iðn ein, er hnýstist í, heldr margt annað er snerti verklega fræði. Þegar Skúli f'ór f'rá Kaupmannahöf'n, orti hann þetta: Þótt eg Hafnar fái’ ei fund framar enn gæfan léði, ljúft er hrós fyrir liðna stund: lifði’ eg í Höfn með gleði. Hann var ekki einungis fátækr, heldr í talsverðum skuldum. Þeir sem helst styrktu hann með f'é, vóru justizráð Henrichsen, faðir hins fræga konferenzráðs Hjelmstiernes, og kaupmaðr Jón- as Biis, siðan faktor i Gluckstað, sem virðist vera sá er upp- lýsingar hefir gefið borgmeistaranum i Hamborg, Andersen, eða þá Wilhelm B.osenmeyer kaupmaðr, sem þá var í förum til ís- lands. (Framh.). Nýjungar frá ýmsum löndum. —oOo— Hálvél eða hljóðriti (fónógraf) Edisons var til sýnis i Kaup- mannahöín í haust og var fyrst reyndr i viðrvist konungs og síðan í viðrvist blaðamanna i Khöfn, og var almenningi boðið að sjá og heyra; flutti bæði ræður og söng, og dáðnst menn mjög að þessu undrasmiði. — Nýjustu fregnir segja nú að fund- in sé i Ameriku ný málvél, sem skari fram úr hljóðrita Edisons, nefnist „fónortógraf11 og ritar hljóðið á pappír. Á einnig að vera margfalt ódýrari enn vél Edisons. Kona, sem var stjörnuiTæðiiigr, er nýdáini Ameríku. Hún hét María Mitcheil, og var prófessor í stjörnufræði við háskóla. 28 ára gömul (1847) fann htin nýja halastjörnu, og varð þá þegar heimsfræg, fekk t. d. gulluiedaliu frá Danakonungi. Bókasöín. Stærsta bókasafn í heimi er landsbókasafn Frakka í Paris (Bibl. nat.) yfir 2 milj. binda; þar næst „British Mu- seum“, 1 milj. binda, bókasafnið i Miinchen 800,000 b., bóka- safnið í Berlín 700,000, bókasafn i Dresden 500,000, og í Wien 300,000. Bókasafn páfa er 30000 bindi, þar af 25000 merkileg handrit. — Til samanburðar má geta þess, að landsbókasafnið í Beykjavík er 35000 bindi. Nýr turn i London. Englendingar vilja ekki verða minni enn Frakkar, og hafa nú í ráði að byggja turn i London í lík- ingu við Eiffelturninn í París. Þessi nýi turn á að verða 1250 feta hár. Aflraunir. í öllum mentuðum löndum leggja menn stund á, að venja og herða likamann með ýmislegum fimleikum og afl- raunum — nema hér á landi. Hér er allt þess konar að kalla niðr lagt, eins og glimurnar. Sem dæmi þess, hversu menn geta tamið sér að bera mikinn þunga, má geta þess, að í haust bar einn maðr i Kaupmannahöfn byrði sem vó 13 tíu fjórðunga- vættir. Hann var úr dönsku félagi, er temr sér aflraunir. IIcyK javilk. Þorl. 0. Johnsson kaupmaðr heldr enn uppi „skemtunum fyr- ir fólkið“ hér í bænum í vetr; hefir nú nokkur kvöld sýnt skriðljóss-myndir af ýmsum landshlutum erlendis, mannvirkjum og atburðum og skopmyndir. Auk þess hefir hann haft sam-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.