Fjallkonan - 31.12.1889, Side 1
Kemr út
7.—10. hvern dag.
Verö 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi í júlí.
FJALLKONAN.
Útgefandi:
Vald. Ásmundarson.
Skiifstofa og afgreiösla:
Veltusund, nr. 3.
VI, 38. REYKJAVIK 31. DESEMBER 1889.
Stjórnarskrármálið og þegnfrelsið.
ii.
Kröfurnar um innlenda stjórn og frjálsari hér-
aðastjórn sýna að mikill hluti hinna mentaðri manna
hér á landi er vaknaðr til meðvitundar og fram.
kvæmdar um sjálfstjórnarrétt sinn, enn að þessi
meðvitund sé ekki svo almenn sem skyldi, eða á-
huginn sé ekki svo glaðvakandi sem æskilegt væri>
sést á því, hve illa almenningr notar ýms ný rétt'
indi, er inikið hefir verið eftir sótt. t. d. kosning.
arréttinn bæði í hóraðamálum og tilalþingis. Mik-
ill þorri alþýðunnar er enn hugsunarlítill um þjóð-
mál og héraðsmál eða félagsmál. Þeir sem hafa
vakið menn til að hugsa um þess konar mál og
hafa áhuga á þeim eru mestmegnis mentuðu menn-
irnir, embættismenn og bestu bændr, enda eru það
þeir sem ráðin fá mest í hendr með innlendari
stjórn og auknu hóraðafrelsi. Enn um þegnmál
eða málefni einstaklinganna er minst hugsað; því
allr þorri þeirra er hugsunarlaus og afskiftalaus
um persónuleg réttindi sín. Menn kvarta og kveina
í afkymum, að hér sé ekki lifandi fyrir kágun,
enn hvaða kúgun það er, það er þeim ekki full-
ljóst, og þá er þess ekki að vænta, að þeir finni
ráð til að hrinda henni af sór.
Um þegnréttindi eða almenn mannróttindi er
hór lítið ritað eða rætt; öll pólitíkin veltr á stjórn-
arskránni. Þingið gerir lítið til að auka róttindi
einstaklinganna, og i mörgum hinum nýrri lögum
þess eru ákvarðanir, sem koma í bága við almenn
mannréttindi. Þó eru hin eldri lög að jafnaði ó-
frjálsari og ganga nær róttindum einstaklingsins,
enda virðist stjórnin sjálf fyrir löngu hafa viðr-
kent að svo sé, þar sem hún veitir undanþágur
eða afbrigði frá mörgum lögum með sórstökum
leyfisbrófum.
Eitt hið Ijósasta dæmi þess, hversu löggjafar-
valdið skamtar einstaklingnum róttinn úr hnefa, er
það, að sumum stóttum manna eru lagðar ýmsar
skyldur á herðar, enn engin samsvarandi réttindi.
Þannig eru lausamenn gjaldskyldir til prests og
kirkju, enn hafa þó ekki atkvæðisrótt í safnaðar-
málum. Bæði lausameun og vinnumenn verða að
greiða auka-útsvar til fátækra, enn hafa þó engan
atkvæðisrétt i sveitamálum; þeir fá engu að ráða
um það, hvernig gjöldum þeirra er varið. Sama
er að segja um versiunarmenn, skrifara, hand-
iðnamenn og aðra þess konar menn, sem eru í
annara þjónustu og ekki í borgara eða búenda tölu,
húsmanna eða þurrabúðarmanna.
Yinnuhjú og lausamenn standa einna neðst í
mannfólaginu að réttindum. Þannig er vinnuhjú-
unum gert að skyldu að vera fult ár hjá hverjum
húsbónda, hversu illa sem þeim fellr, og vistarráð-
in bundin við vissan dag. Þetta er jafnóholt fyr-
ir húsbændrna sem hjúin sjálf, og hefir hr. Her-
mann Jónasson fært næg rök að því í ‘2. ári
Búnaðarrits sins, hve óbeppileg vistarskyldan er,
enda munu ffestir kannast við að svo sé. Engu
að síðr vildi alþingi í sumar ekki losa þetta atvinnu-
band.
G-iftar konur eru þó enu þá réttlausari enn vinnu-
hjúin. Þær hafa ekki einu sinui fjárráð, og þau
litlu réttindi, er þær annars geta haft, missa þær
með giftingunni. Sjálfstæð kona, sem hefir fjárráð
og kosningarrétt i sveitar- og safnaðarmálum, miss-
ir öll þau réttindi er hún giftist. —• Réttindi þau
er konum hafa verið veitt á síðustu árum til að
taka lærdómspróf eru að mestu þýðingarlaus, með
því að þeim er varnað að komasr, í nokkra sam-
svarandi stöðu á eftir. Margt hefir verið rætt og
ritað um það, að kvenfólkið þurfi að fá meiri rétt-
indi, og Þi'.igvallafundr samþykti síðast áskorun
til alþingis í þá átt-, enn þingið hefir alveg leitt
málið hjá sór.
Þurfameun og sveitarómagar hafa réttindin af
skornum skamti, enda getr verið full ástæða til
þeir oft ómannúðlegri meðferð, svo sem hrakningi
sveit úr sveit, og jafnvel landshornauna á rnilli,
i og er það eitt nóg til að gera þá að ósjálfbjarga
| aumingjum.
Sum ófrelsisböndin eru svo almenn, að þau eru
í lögð á allar stóttir mannfélagsins, og er það að vísu
þolanlegra, þvi sætt er sameiginlegt skipbrot. Þann-
i ig er t. d. um bönd þau, erkirkjan leggr á menn,
; t. d. heityrðin eða eiðarnir, sem engiun getr játast
undir. Yaldstjórnar eiðrinn er samkynja, enn þótt
hann sé bæði bannaðr í ritningunni og formálinn
gangi í sjálfu sór þvert á móti kenningu kristinn-
ar trúar, eru menn. kúgaðir til að vinna haun.
Alt það er telja má upp um skerðan rétt ein-
staklinga er annars svo margt og mikið, að það er
nóg efni í heila bók. Réttindastiginn er þannig
lagaðr, að efstir eru embættismenn, þá kaupmenn,
þá bændr, húsmenn, þurrabúðarmenn, handiðna-
menn, búandi konur ógiftar, lausamenn, vinnuhjú
og loks giftar konur og þurfamenn.
Um þetta mál alt þyrftu blöðin smásaman að
flytja stuttar, vekjandi greinir, og vill Fjallk. ekki
láta sitt eftir liggja i því efni.
Nýjungar frá ýmsum löndum.
Ný skipagerð. Ameríkskr hugvitsmaðr (ingenieur), Walter
Jackson, hefir fundið nýja skipagerð, er telja má með stórkost-
legum nýmælum. Nýlega var reynt skip er hann hefir smíðað
og „Primavista“ heitir, og var forseti Bandarikjanna þar við
staddr. Það reyndist að skipið var afarörskreytt og fór 35
knúta (= 83/4 milu) á kiukkustund. Torpedóbátar, sem hingað