Fjallkonan


Fjallkonan - 07.01.1890, Qupperneq 2

Fjallkonan - 07.01.1890, Qupperneq 2
2 FJALLKONAN. VII, l. stj órnhætti Svisslendinga, sem eru sú þjóðervér ís- lendingar ættum helst að taka oss til fyrirmyndar í j þeim efnurn, og vonum vér að lesendum vorum 1 þyki þetta ágrip ekki ófróðlegt. I engu landi heíir sjálfstjórn fest dýpri rætrenn j í Sviss, og er óhætt að segja, að Svisslendingar hafa komist næst þeirri hugsjón, er fremstu stjórn- j vitringar hafa um frjálsa alþýðustjórn. Stjúrnar- ; skrá Svisslands felr yfirvöldunum öll róttindi og völd í umboði þjóðarinnar. Stjórnarskipunin er þar bygð á lýðnum sem undirstöðu. Kosningar- j rétt til sambandsþingsins hefir hver Svisslendingr, j sem er tvitugr að aldri. Sambandsþingið velr sam- bandsráðið, og eru í því sjö menn: sex af þeim eru kosnir til þriggja ára, enn einn þeirra, sá er kjör- inn er forseti ríkisins, er kosinn til eins árs í senn, og má ekki endrkjósa hann næsta ár, ekki einu ; sinnisem varaforseta. Laun hinnar æðstu stjórnar * eru ekki geipilega há í Svisslandi. Forsetinn hefir 9720 kr. í árslaun og hinir sex í sambandsráðinu 8640 kr. hver. Þegar þessi laun eru borin saman i við laun æðstu embættismanua á voru fátæka og ! fámenna landi, þá má öllum ofbjóða. — Lands- ! höfðinginn á Islandi hefir nærri þriðjungi hærri laun enn forsetinn í Sviss. — Danakonungr, sem er konungr jyfir miklu fámennara ríki enn Sviss, hefir rúma 1 miljón króna í árslaun. Sviss er elsta þjóðríki í Evrópu, sem staðið hefir til þessara tíma, stofnsett á öndverðri 13. öld. Síðan hefir það smámsaman aukist og eflst. í hinu svissneska sambandsríki eru 22 ríki, er öll hafa stjórn sina út af fyrir sig og eru hvort öðru óháð með öllu, að öðru leyti enn því, er snertir sameiginleg mál sambandsins. Ríkin eru í raun- inni 25, því þrjú af þeim skiftast í tvö ríki er hafa sjálfstjórn fyrir sig. Sambandsþingið svissneska er í tveimr deildum, þjóðþing og rikjaþing. Til þjóðþingsins kýs öll þjóðin fulltrúa, enn til ríkjaþingsins eru tveir fulltrúar kosnir úr hverju ríki eða 1 úr hverju hálfu ríki, alls 44. Á þjóðþinginu er 1 fulltrúi fyrir hverja 20000 landsmauna, eða alls nær 150. Kosnmgarréttrinn er, eins og áðr er sagt, bund- inn við 20 ára aldr; þó hafa menn í tveimr ríkjum kosningarrétt er þeir eru fullra 19 ára, í einu ríkinu 18 ára og í einu 17 ára. Til þjóð- þingsins er kosið með beinum kosningum. Til ríkjaþingsins er að nokkru kosið með óbeinum kosn- ingum: í flestum ríkjunum kjósa löggjafarþing- in fulltrúana, enn með því að þingmenn hinna einstöku rikja eru kosnir með beinum kosningum, hvílir alt í rauninni á sama grundvelli. í Sviss er því engin efri málstofa. Kjörgengr til þjóðþingsins er hver tvítugr maðr, sem ekki er í prestlegri stétt. Svisslendingar vilja ekki gera þjóðþing sitt að prestastefnu; þetta kemr þó einkanlega meinlega fram við kaþóisku prest- ana, þvi prótestantiskir prestar varpa af sér hemp- unni, ef þá langar til að komast á þingið. — Þjóð- þingið er kosið til þriggja ára. — Daglaun þjóð- þingismanna eru hér um bil 14 kr. 50 au. Báðar deildir sambandsþingis verða að samþykkja iög þau, er varða sambandið í heild sinni. Enn öll þau lög, er varða alla þjóðina og ekki þarf að hraða sem mest, skulu á eftir lögð fyrir þjóðina til samþykkis eða synjunar ef 30000 atkvæðisbærra manna eða 8 ríki óska þess. Það má því svo að orði kveða, að landið alt sé eitt þjóðþing og hver Svisslendingr fulltrúi þess. „ísafold“. Fjallkonan þarf í rauninni ekki að svara orðum þeim er „ísafold“ beinir til hennar út af greinum Edílons Grimssonar um „nýja skipalagið“. Fjailkonan vill eiga sem minstan orðastað við blað, sem ekki virðir meira velsæmi enn svo, að það beit- ir jafnaðarlega tómum persónulegum skömmum í stað þess að halda sér við það málefni sem um er að ræða. Það mun vera þýðingarlítið að ætla sér að sannfæra ísaf. um það, að hinn upphaflegi bátr Sig- urðar Eiríkssonar hafi algerlega mistekizt, þó allir skynberandi menn játi það og þar á meðal smiðrinn sjálfr. En það mun einnig héðan af vera árangrs- laust fyrir „ísafold“,þó hún reyni til að fá menn til að smiða eftir þeirri fyrirmynd, svo á sama má standa hvað hún segir. Hinn síðari bátr Sigurðar hefir ekki verið gerðr að umtalsefni í blöðunum og kemr þvi ekki málinu við að sinni. Það er engin minkun fýrir Sigurð Eiríksson, þó fyrsta tilraun hans hafi misheppnazt. Enn það er rainkun fyrir fsaf., að geta ekki séð hið rétta í þessu máli, og enn meiri minkun að þjóta upp með hrokalegum illyrðum, þó skoðanamunr verði í öðru eins máli og þessu. Það er ekki nýtt, að ísaf. er með ástæðulausar dylgjur um það, að greinir nafngreindra manna, sem koma í Fjallk., sé ekki samdar af þeim sjálfum, heldr líklega af ritstjóranum. ísaf. vill telja almenn- ingi trú um, að enginn maðr í landinu þori að mæla í móti einu einasta orði sem hún segir, nema ritstj. Fjalikonunnar! Tíðarfar. Síðan á nýári hefir verið stilt og gott veðr. Afiabrögð. Allgóðr arti var rétt fýrir jólin í G-arðsjó. Annars hefir liaustvertíðin orðið lieldr rýr við Faxaflóa sem annars staðar, einkum vegna stöð- ugra ógæfta. Prestaköll. Nú um nýársleytið eru þessu presta- köll laus (tvö af þeim undir veitirigu); Hof og Miklibær í Óslandshlíð (920 kr.; augl. 1883), Ey- vindarhólar (1018 kr.), Kvíabekkr (979 kr.), Hey- dalir (1711 kr.), Staðastaðr (2034 kr.) og Bægisá (1165 kr,). Láts Guðmundar Ólafssonar á Fitjum í Skora- dal hefir gleymst að geta í þessu blaði. Hann dó seint í nóvbr. í vetr, 65 ára. Hann var elztr þeirra manna hér á landi, er numið liafa jarðyrkjustörf er- lendis og áðr vóru kallaðir jarðyrkjumenn, enn nú búfræðingar. Hann var skynsamr maðr og með hin- um mentuðustu bændum. Hann hefir ritað ýmislegt, 1 svo sem: „Ætlunarverk bóndans“, Khöfn 1853, og ýmsar ritgerðir í „Nýjum Félagsritum“ og í blöðuuum. ! Hann gerði miklar jarðabætr, bæði á Fitjum og í i Gröf í Skilmannahrepp, meðan hann bjó þar, enn átti alla ævi við fátækt að búa og örðuga heimilis- hagi. Hann var þingmaðr Borgíirðinga 1875— 79. Síðustu árin var hann mjög þrotinn að heilsu.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.