Fjallkonan - 07.01.1890, Síða 3
7. janúar 1890.
FJAL LKONAN.
3
Nýjungar frá ýmsum löndum. ■
Stanley. Missögn er það, sem staðið hefir í
sumum íslenskum blöðum, að dr. Peters, er ásamt
föruneyti var sendr til móts við Stanley, hafi verið
drepinn. Hann og félagar hans vóru, er síðast
fréttist, heilir á liúfi (í Kenía-fjöllum). — Von á þeim
Stanley og Emin pasja á hverri stundu.
Bismarck var sjúkr, er síðast fréttist, af tauga-
sjukdómi.
Hallæri í Transvaal (í Afríku). Þurkar urðu
í sumar og iiaust svo miklir þar í landi, að jarðar-
gróði skrænlaði, og varð af því bjargarskortr og
öll matvæli óvenjulega dýr. Tunnau af kartöflum
kostaði t. d. 90 krónur.
Einvígi milli gufuskipa. í sumar lögðu 2
gufuskip af stað sama dagiuu frá Kiew á Rússlandi.
Hafði skipstjórunum eitthvað borið á milli. Oðara
enn skipin vóru komin út á rúmsjó, rendu þau hvort
á mót öðru og börðust eins og hrútar. Skipverjar
réðu ekki við neitt, og gáfu skipstjórar engan gaum
að orðum þeirra. Bæði skipin löskuðust, og margir
af skipverjum biðu bana. Skipstjórarnir liöfðu kom-
ið sér saman um, að heyja einvígi á þennan hátt.
Þeir vóru báðir dæmdir í fangelsi.
Al'brigðileg’ blöð. Stærsta dagblað í heimi að brotinu til
kemr út í New-York og heitir Courrier and Enquirer. Þó er
annað blað margíalt stærra, er einnig kemr út i New-York,
enn pað kemr að eins út einu sinni á öld (1. númer 4. júlí
1859, 2. nr. 4. júli 1959 o. s. l'rv). — Minsta blað i heimi
kemr einnig út í Ameriku (Colorado), það er 5 pml. á lengd, 4
á breidd. — Blað kemr út í Vín á öllum tungum, að minsta
kosti þeim, sem eiga nokkrar bókmentir, og ber það saman og
rannsakar bókmentir allra þjóða; samskonar blað eða sama blað
heiir komið út i Ongaralaadi. Það hefir flutt ýmislegt á is-
lensku, helzt gömul kvæði. — I stóru mentalöndunum gefa
flestar stéttir út blöð eiugöngu fyrir sig; betlarar í París gefa
jafnvel út blað, sem heitir Betlarinn. — Blindir menn í París
gefa út blað með upphleyptu letri. — í Nurnberg kemr út blað
til hughreystingar sálum dauðra manna, er kveljast í hreins-
unareldinum, enn furðulegast af öilum blöðum er blað spiritista,
er út kemr í New-York. I ritstjórninni eru einkanlega dauðir
menn, svo sem Goethe, Schiller, Shakspere o. s. frv. — Hið
æstasta byltingablað er franskt stjórnleysingja blað, er nefnist
„Enginn herra og enginn guð“, sem kennir með berum orðum,
að það sé ekki einungis saklaust, heldr sannarlegt góðverk, að
drepa rikismenu.
Landnám Euglendinga í Al'ríku. Fyrir rúmum mánuði
stóð það til að Englands drotning ritaði undir konunglega heim-
ildarskrá (royal chartre), er veitir nýstofnuðu félagi, hinu breska
Suðr-Afriku-félagi, umráð yfir hér um bil 18000 ferhyrningsmílna
landsvæði milli Zambese-fljóts og lýðveldis Suðr-Afriku, svo að
þetta lýðveldi og Oransjefljóts-lýðveldið verða eins og hólrnar í
landttæmi því er liggr undir Englendinga í Suðr-Afríku. Mun
öll sú landeign til satnans ekki minni enn svo sem svarar 35000
ferhyrningsmílutn, og þó heldr lítið í lagt, því félagið er ekki
bundið við tnjög ákveðin takmörk. Meðal stjórnenda félagsins
eru hertoginn af Fife, hertoginn af Abercorn og fleiri tignir
menn, enn aðaltoringi fyrirtækisins er auðmaðr einn er Rhodes
heitir, er lengi hefir verið í Afríku. Má af þessu ráða, að Eng-
lendiugar ætla sér ekki að láta standa sér á sporði í Afríku.
Fyrir tám árum var stofnað Niger-félagið og í fyrra hið breska
Austr-Afríku-félag, svo líklega rekr að því, að öll þessi íelög
taki höudum saman í miðri Afríku. Sumt af löndum þessa nýja
nýja féiags má telja með hinum bestu og frjósömustu í Afríku,
t. d. Matabililand, sem kallað er Kanaan Suðr-Afriku; finst þar
gnægð gulls1, kopar, járn o. fl. málma. Mikið er þó ókannað í
1) Rhodes leigði námurnar þar í landi af Lobengula blá-
mannakonungi fyrir 100 pd. sterl. á ári og 1000 bissur með
skotföngum og græddi á því svo miljónum skifti.
þessum landageim. Eitt hið fyrsta er félagið ætlar að gera, er
að leggja járnbrautir og málþræði frá Kaplandi til Zambese-
fljóts. Félagið hefir lögregluráð, umboðsstjórn, dómsvald o. s.
frv. undir umsjón ensku stjórnarinnar; öll verslunareinokun er
bönnuð og ríkt á lagt að ganga ekki á hlut innlendra manna og er
stranglega bannað að selja þeim áfenga drykki. — Fyrir fram-
tíð Suðr-Afríku hefir fyrirtæki þetta eflaust mikla þýðingu.
ÍSLENSKR SÖGUBÁLKR.
-•W-'UV-W-V-
Þorsteinn Hjaltalín.
[Hér kemr litið sögu-ágrip um íslending einn, sem orðið hefir
frægr erlendis, enn er svo ókunnr hér á landi, að fæstir munu
hafa heyrt hans getið. Það er Þorsteinn Hjaltalín málari. Árið
1884 varð próf'. Fiske var við málverk eftir þenna Þorstein Hjalta-
lín i konunglegu safni í Dresden, og las æviágrip hans í ævi-
sagnasafni þýsku, er heitir „Allgemeine Deutsche Biographie“,
og er hann varð þess vís, að maðr þessi hafði verið íslendingr,
vildi hann fá að vita glöggari deili á ætt hans og uppruna, og um
það ritaði hann dr. Birni Olsen. Dr. Björn Ólsen leitaði síðan
upplýsinga hjá fróðustu mönnum, enn enginn vissi neitt um Þor-
stein Hjaltalín. í sumar sagði dr. B. Ólsen mér frá þessu, enn
ég mintist aftr á það við Hannes Þorsteinsson kandídat, sem
nú mun vera mannsagnafróðastr maðr á landinu annar enn Jón
Pétrsson, og gat þess, að þessi Þorsteinn hefði verið einn af 16 ?
systkinum; sagði þá Hannes undir eins, að hann hlyti að hafa
verið sonr sira Illuga Jónssonar á Kirkjubóli á Langadalsströnd
(d. 1782), og hefir það reynst rétt vera. — Þetta söguágrip er
hér tekið eftir „Allgemeine Deutsche Biographie11 XII, bls. 383
—4, og dönsku blaði, „Fortid og Nutid", frá 1808. Frásögnin
um síra Illuga eftir Daða fróða o. fl. Útg.].
Síra Illugi Jónsson, sem síðast var prestr áKirkju-
bóli á LangadaJsströnd, var sonr Jóns bónda Þor-
steinssonar á Blikalóni á Melrakkasléttu og konu
bans Þorgerðar Illugadóttur (systur síra Grimólís í
Grlaumbæ). Síra Illugi var fæddr í Ási í Keldu-
hverfi 1728 (?); útskrifáðist úr Hólaskola 1750, varð
prestr að Árnesi 1754, kvæntist 1760 Sigríði dóttur
Magnúsar próf. Teitssonar i Yatnsfirði og varð s.
á. aðstoðarprestr hjá tengdaföður sínum, og fór hann
nauðugr frá Árnesi; i Yatnsfirði var hann 20 ár
og fékk þá Kirkjubólsþing (1780). Yar heldr kalt
milli þeirra síra Gruðlaugs Sveinssonar, er þá hafði
fengið Vatnsfjörð. Síra Illugi bjó á lénsjörðinni
Bakka á LangadalsstrÖnd. Hann var vel að sér,
vitr og forspár, góðr kennimaðr, og jafnan virtr og
elskaðr af sóknarfólki sínu, því hann var mesta Ijúf-
! menni. Hann sagði fyrir dauða sinn og með hverj-
um atvikum verða mundi; einnig sagði hann fyrir,
hvað koma muudi fram við börn sín, og rættist það,
enn um Jón son sinn sagði hann einungis, að sér
væri það hulið, hvað fyrir honum lægi. Á nýárs-
dag 1782 sagði hann um tvo heldri bændr í sókn
sinni, að það væri sveitinni mikill skaði, að þeir
yrðu báðir látnir fyrir næstu sumarmái, „enn þó
lifa þeir mig“, sagði hann. Skömmu síðar fór hann
sjóveg i kaupstað vestr á Skutulsfjörð. Vir á skipi
með honum Jón sonr hans og Jón stúdent son Jóns
[ prófasts Sveinssonar á Stað í Steingrímsfirði og 3
menn aðrir. Að kveldi 14. jart. komu þeir að Eeykja-
nesi til Jóns sýslumanns Arnórssonar og ætlaði
prestr að gista þar um nóttina, enn fbrmaðrinn, sem
Hinrik hét, vildi það fyrir engan mun, og kallaði
þá alla til ferðar. Kvað prestr ekki mundu duga
að fresta því sem fram ætti að koma. Skipið fórst
um nóttina á skeri fyrir framan lendinguna á Arn-
gerðareyri; fundust skipverjar allir látnir á skerinu,
nema Hinrik, og með þeim ummerkjum sem þeir