Fjallkonan


Fjallkonan - 04.02.1890, Qupperneq 2

Fjallkonan - 04.02.1890, Qupperneq 2
14 FJALLKONAN. VII, 4. lendiugar haft til taks 200000 hermanna, eða nær því ferfalt meira lið enn her Dana. L>ó er her- kostnaðr Svisslands langt um minni enn herkostn- aðr Danmerkr. Enn það sem mestu varðar er það, að aldrei þarf að halda á þessu herliði. Svisslendingar hafa kom- ið svo ár sinni fyrir borð, að flest önnur ríki í Evrópu hafa viðrkent það sem friðhelgt ríki, svo að ekkert land gerir neitt á hluta þess. Með því móti hafa Svisslendingar trygt sér, að hafa jafnan frið við aðrar þjóðir, og ekki þurfa þeir heldr að óttast innanlands óeirðir. — Belgía er einnig frið- ríki, enn hvorki lýðríki nó bandalagsríki, og þvi er henni meiri hætta búin. Sviss hefir smámsaman áunnið sér hylli og virð- ingu annara ríkja, ekki síðr stórveldanna enn hinna smærri rikja. Þegar við sjálft lá, að England og Bandaríkin i Ameríku færi í ófrið saman fyrir nokkrum árum, kusu þessi stórveldi Sviss í gerðar- dóm til að dæma málið, og dómrinn var háðr í Svisslandi. Útlendar fréttir. Sóttarfaraldr. Ulkynjuð kvefsótt (infiuenza, la grippe) hefir komið upp í Rússlandi og breiðst út þaðan, og hefir nú gengið um fiest öll Evrópulönd, og er síðast komin til Ameríku (New-York). Hún hefir víða lagst þungt á, og enda orðið all-mannskæð í sumum borgum, einkanlega í suðrlöndum. í París varð hún mjög skæð og flutti þangað hrygð og dauða eftir allan fögnuð og algleyming sýningarinnar. í Madrid dóu 200 —300 á dag og líkt í Barcelona. í Lisbón var sóttin einnig mjög skæð; dóu þar 2400 milli jóla og nýárs. Á Spáni og Portúgal lieíir verið kuldi mikill í vetr; fyrstu vikuna eftir nýárið 7—8° frost; bæði af kuldanum og landfarsóttinni er þar hallæri og hungr í landi, og verkmenn atvinnu- lausir. Enn verri fréttir berast um sóttina og hungr- ið frá Sikiley og enda frá Grikklandi, einkum Aþenu. Sóttin var í engri rónun í Suðrevrópu og snérist hún í lungnabólgu hjá þriðjungnuin af þeim er sýktust. í norðrhluta Evrópu hefir sóttin ekki orðið mjög skæð, uema þar sem hún byrjaði (á Rússlandi); í Kaupmannahöfn var hún heldr væg, enn þó nokkuð mannskæð um jólin. — Úr sóttinni hefir dáið margt merkisfólk; Ágústa drotning, ekkja Friðriks keisara, dó úr henni 7. jan., áttræð. Spánarkonungr, sem nú er 4 ára, lá í sóttinni og var nærri dauðr. — í mestum hluta Evrópu og í N.-Ameríku hefir vetrinn verið óvenjumildr með regn og þoku, snjór ekki sést sumstaðar, og er ætlað að þetta veðrlag hafi magn- að sóttina enn meir. í Rússlandi hefir verið tekið eftir því, að kólera er vön að fara á eftir sótt þess- ari, og kvíða margir fyrir að svo muni enn fara á þessu ári, enda geysar hún nú í Persíu. Til Dan- merkr hefir þessi kvefsótt ekki komið síðan 1837. Danmörk. Par er uppi fótr og fit út af kosn- ingunum til þingsins; fundir á degi hverjum og æs- ingar sem mest má verða. Kosningarnar áttu að fara fram 21. jan., og þótti mjög ósýnt, hvernig fara mundu, helst þó líkur til að hvorugum flokknum (hægri eða vinstri) mundi vinnast stórt á. — Sein- ustu mánuði hefir komið upp slæmr kvittr um ýmsa hægri menn í Khöfn í líking við hið alræmda Pall-Mall- Gazette lausungarmál í London, og við það riðnir ýmsir af heldri mönnum hægri manna af ýmsum stéttum, sumir af mjög háum stigum. Tveir liöfðu verið settir í varðhald (telefónstjóri og stórkaupmaðr) og einn stokkið úr landi. Enn var ekki séð fyrir endann á því, hvort málið mundi verða bælt niðr eða meira yrði úr því. Hægri mönnum hefir komið mjög illa þessi uppljóstr nú um kosningatímaun, og það því fremr sem þeir hafa jafnan klifað á ósiðsemi vinstri manna, áu þess þeir hafi getað fært sönnur á. — Hörup sitr í varðhaldi þar til í þ. m. fyrir meiðyrði um bæjarfógeta einn. — Tvö af skipum lijns sameinaða gufuskipafélags hafa orðið fyrir áföllum. Annað branu, nýkomið heim, hitt strandaði við Noreg. Euglaml hefir komist í deilu við Portúgal út af Zambeselöndunum í austanverðri Afríku; höfðu þar orðið einhverjar óeirðir af hálfu Portúgalsmanna við þjóðflokk, er Englendingar telja standa undir vernd sinni. Enska stjórnin heimtaði að Portúgal skyldi skuldbinda sig til að beita engum lögráðum í þess- um löndum, að því leyti er þau standa uudir yfir- ráðum Englands. Var svo ákveðið, að ef Portúgals- menn færðust undan, mundi sendiherra Englendinga, áðr sólarhringr væri liðinn, heimta vegabréf sín og enski flotinn kvía einhverja af eignurn Portúgals- manna. Portúgalsmenn lýstu síðan yfir því, að þeir mundu lúta kröfum Englendinga með mótmælum, og beiddust um leið málamiðlunar af hinum öðrum stór- veldum. Þegar þetta ákvæði stjórnarinnar var kunn- ugt orðið, þusti fólksmúgrinn að höli breska sendi- herrans, braut gluggana og reif niðr enska merkið. Þaðan hélt múgrinn til stjórnarhallarinuar og æpti í sítellu: „niðr með stjórnina". Lögregluliðið varð að vernda sendiherrann og undirmenn hans. — Eftir þetta beiddust ráðherrarnir lausnar. — Líkur til að málið mundi jafnast á báðar hliðar. — Enska stjórn- in fer með frumvarp um ókeypis alþýðuskóla kenslu (frískóla) um alt England og Wales og er talið víst að það gangi fram, því fremr sem ríkisfjárhagr stendr ágætlega og talsvert er afgangs útgjöldum. Auðvit- að er þetta meðfram hnykkr aftrhaldsstjórnar þeirr- ar er nú sitr að völdum til að afla sér alþýðuhylli og verða fyrri til enn frjálslyndi flokkrinn að hreyfa þessari réttarbót. — 29. des. varð Gladstone áttræðr og var þá mikið um dýrðir. Hann er enn ern og ótrauðr til framgöngu í fylkingarbrjósti framfara- manna, og virðist ellin enn ekki hafa lamað krafta hans hið minsta. Stanley komst í nóv. til austrstrandar Afríku og með honum Emin pasja. Emiu hafði orðið það slys er hann kom þangað að hann hrapaði úr tröppu og hefir legið síðan. Stanley er nú kominn til Kairo og var fagnað vel af Egiptajarli. Brasilía. Hið nýja þjóðveldi kallar sig „Banda- ríki Brasilíu“. Keisari nú sviftr eftirlaunum sínum og öllu fjártilkalli, og fekk það drotningunni svo mikils. að hún varð bráðkvödd.j — Fleiri fréttir í næsta blaði, annars fréttalítið. Söluverð á íslenskum vörum erlendis (eftir skýrslum frá Khöfn 15. jan.). TJll. í vor sem leið komst ull í hátt verð á Englaudi, og náði það verð einnig til íslenskrar ullar, enn varð seinna og dræm-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.