Fjallkonan - 04.02.1890, Blaðsíða 3
4. febrúar 1890.
FJAL LKONAN.
15
ara enn við var búist í fyrstu. Verðið varð þar á
árinuminst 8V2 pence og alt að 10 pence liæst,
enskt pd. — í Khöfn var verð á hvítri íslenskri vor-
ull í sumar frá 64 au. og upp í 721/,,; í sept. og
okt. seldist hið mesta af henni og var verðið þá á
bestu ull norðlenskri 76—78 au., lakari 72—75 og
vestrlensk og sunnl. ull 70—73 au. í okt. og nóv.
hækkaði verðið, og komst þá vestrl. og sunnl. ull í
' 76—81 au. pd. — Misl. ull heíir verið seld 60—62
au — Svört u11 65—70 au. Haustull óþvegin var í
haust seld á 60—68 au. — Af ísl. ull fluttist til
Khafnar árið sem leið um 933,000 pd. Til Englands
um 200,000. Öll er þessi ull seld, nema ef vera
skyldi lítið eitt af haustull. — SaltfisJcr var að lækka
í verði. Stór óhnakkakýldr saltfiskr var seldr á 49
—50 kr. skpd. í nóv. og des. Smáfiskr var boðinn
um sama leyti á 38—43 kr., og ýsa 28—32 kr. Von
var á farmi af vestrlenskum fiski til Khafnar, er
bjóða átti á 60 kr., stóran hnakkakýldan, smáfisk á
40 kr. og ýsu á 30 kr., og var helst búist við að
hann gengi ekki út með því verði. — ísl. saltfiskr
reyndist miðr vel í sumar, að því leyti að hann hélt
sér illa; einkum átti þetta sér stað um smáfiskþann
er sendr var til Ítalíu, og af því leiddi að verð á
smáfiski hrapaði jafnvel niðr í 35 kr. skpd., enn
hafði komist hæst í 55A/2 kr. — Saltfiskr sá frá ís-
landi, er fluttr var til Khafnar, var árið sem leið um
5,690,000 pd.; þar af óselt í árslok um 700,000 pd
Spánarfiskr frá íslandi f. á. er talinn tæpar 8 milj
pd. Til Ítalíu íór beint frá íslandi um 1,200,000 pd.
af smáfiski. — Harðfiskr er enginn til á markaðin-
um; það litla sem kom (um 45,000 pd.) seldist óðara;
verð 87^2 kr.—löú1/^ kr. skpd., eftir því sem eftir-
sóknin varð meiri. — Lysi. í nóv. og des. var ljóst
hákarlalýsi gufubrætt selt á 34J/2 kr. og pottbrætt
33^/a—34 kr.; dökt lýsi hafði selst á 30—33 algeng-
ast; var nú útselt. Til Khafnar komu frá íslandi um
9400 tnnr. f. á.; þar af óseldar 3000 tnnr. og verð.
inu haldið í 35 kr. — Saltkjöt fluttist lítið til Khafn-
ar f. á. frá íslandi (um 1540 tnnr.), enda seldist það
skjótt og hljóp verðið úr 47 kr. upp í 58 kr. á tunn.
unni (224 pd.) eftir því sem eftirsóknin jókst. —
Tblg. Það litla sem flust hefir árið sem leið til
Khafnar af tólg (um 25000 pd.) hefir selst á 30—
32'/2 au. pd. — Saltadar sauðargœrur. Vegna þess
að svo lítið kom af þessari vöru (4900 vöndiar) varð
verðið 10 kr. á vöndlinum (2 gærum). — Æðardúnn
er alt af í lágu verði; var í haust seldr á 11—13
kr.; enn gengr ekki út, norðl. dúnn boðinn á 10—
ll1/^ kr., sunnl. á 10—ÍO1/^ kr.
Matvöruverð í Khöfn 15. jan. B.-bygg 8—9 kr. 110 pd.
eftir tegundum; rúgr 5,60—5,70 100 pd., rúgmjöl 6,00—6,10
100 pd. (matvara því heldrí hærra verði); rísgrjón 78/4 kr.—8Y2
eftir tegundum, 100 pd.; baunir 18'/2 kr. (viktoríubaunir 23 kr.)
224 pd., kandís 19Y2 au., hvítsikr 18 au., kaffi 72—78 au.
Póstskipið Laura kom til Rvíkr aðfaranótt 30.
jan. og var fátt farþega með því.
Ný lög. Þessi lög frá síðasta alþingi eru stað-
fest af konungi:
10. L. um breyting á lögum 16. okt. 1875 um
laun íslenskra embættismanna, staðf. 9. des.
11. L. um sölu nokkurra þjóðjarða s. d.
12. L. um varúðarreglur að forðast ásiglingar s. d.
13. L. um lögreglusamþyktir fyrir kaupstaðina,
staðf. 3. jan.
14. L. um ibreytingar á tilsk. um póstmál 26.
febr. 1872 o. s. frv., s. d.
15. —19. L. (fern) um löggilding verslunarstaða)
að Arngerðareyri, við Hólmavík í Steingrimsfirði,
að Stapa í Snæfellsnessýslu, á Búðareyri við Reyð-
arfjörð, að Múlahöfn við Héraðsflóa, öll s. d.
Dómkirkjuprestakaliið er veitt 2. jan. síra Jó-
hanni Þorkelssyni á Lágafelli samkv. kosningu
safnaðarins.
Rangárvallasýsla laus. Hermanníus E. Johnsen,
sýslumaðr Rangæinga, hefir fengið lausn frá em-
bætti 2. jan. með fullum eftirlaunum frá 1. maí þ. á.
Lausn frá prestskap. Síra Jón Hallsson próf.
í Grlaumbæ fekk 30. f. m. lausn frá prestskap.
Endrskoðari við landsbankann er skipaðr land-
ritari Hannes Hafstein í stað yfirdómara Jóns |Jens-
sonar, sem var endrskoðari áðr.
Síra 0. V. Ríslason hélt fyrirlestr hér í bæn-
um 28. þ. m. um bjargráð sjómanna, sem hann skifti
j þrent: 1. andleg bjargráð, trúna og traustið águði.
2. bjargráð í lífsháska og 3. bjargráð til hagsbóta; gaf
ýmsar skýrslur um þetta, uppörvanirj og bend-
ingar í líka stefnu eins og í þeim fyrirlestrum sínum,
sem hann hefir áðr haldið um þetta efni.
Rjúpnadráp hefir verið með langmesta móti sunn-
anlands nú í jan. Hafa kaupmenn hér gefið fyrir
þær 20 a. nú síðast, enn meira (alt að 35 a.) áðr.
Það er ætlun manna, að um 100,000 rjúpur séu nú
komnar til bæjarins, sem eigi að fara með þessu
póstskipi.
Skipstrand. 29. jan. um kvöldið strandaði skip
í Keflavík „Málfríðr", er nýkomið var þangað með
vörur frá útlöndum, rak upp og brotnaði í spón.
Farmrinn allr skemdist og var það mestmegnis mat-
vara. Skipverjum varð bjargað með naumindum.
Látnir menn. Snemma í jan. lést á Torfastöð-
um i Yopnafirði Ludvig Schou, fyrrum verslunar-
stjóri á Húsavík. — 15. des. andaðist á Seljamýri
í Loðmundarfirði Ólöf Einarsdóttir, ekkja síra Finns
Þorsteinssonar á Klippstað. — Nýiega er látinn
dbrm. Daníel Jónsson á Fróðastöðum í Hvítársíðu,
1 gamall og greindr bóndi.
Jarðarför frú Sophiu Jónassem íór fram í gær með fjöl-
mennri líkfylgd.
Vestmannaeyjum, 27. jan. „Síðastliðið sumar var
hér hið æskilegasta sem annarstaðar. Grasvöxtr í
betra lagi; fuglatekja eins. Kálgarðaávöxtr með
mesta móti. Það sem af þessum vetri er, hefir ver-
ið ákjósanlegt, jafnvel þó jólafastan öll væri storma-
og hrakviðrasöm. Snjókoma því nær engin, og
frost lítil. — Algert fiskileysi hefir verið hér síð-
an í ágústm. f. á. og til þessa dags. Hér var al-
ment róið seinast 23. þ. m. og komu 3—4 fiskar á
land. 24. þ. m. fóru 8 skip héðan til hákarla; 4 af
þeim fengu 3, 4, 6 og 7 tunn. lifrar, hin því nær
ekkert; eitt lá 34 tima. Enginn hefir dáið hér á
þessum vetri. — Vöruverð var hér síðastliðið ár
þannig: Saltfiskr (stór) 45 kr. skpd., hrogn 15 kr.,
langa 42 kr., hákarlalifr, 15 kúta mál, 12 kr., hvít
ull pd. 70 a., lundafiðr 70 a., smjör 50—60 aura.
Bankabygg 28 kr. tunn., rúgr 14— 16 kr. tunnan,