Fjallkonan - 04.02.1890, Síða 4
16
FJALLKONAN
VH, 4.
salt 5 br. 75 au. tnn., ofnkol 5 kr. skpd., kaffi
pd. 1 kr.—1 kr. 10 a., export 45 a., „kandis“ 38
—40 a., „melis“ 38 a., skæðasbinn pd. 1 kr. 20 a.,
steinolía pt. 15 a., rulla pd. 2 kr. 10 a.—2 kr. 20 a.,
rjól 1 kr. 50 a. og skonrok 22 a.
Ný rit (send til ritstjórnarinnar). Fyrirlestrar
haldnir á fimta ársþingi hins ev. lút. kirkjufélags
íslendinga í Vestrheimi. Winnipeg, 1889. — Þessir
„fyrirlestrar“ eru fjórir, og er framan við þá for-
máli eftir síra Friðrik Bergmann. Umtalsefnið í
þremr af fyrirlestrum þessum er að mestu leyti hið
sama og hugsunin hin sama sem kom fram í fyrir-
lestri síra Jóns Bjarnasonar í fyrra um uppblástr
íslands. — Fyrsti fyrirlestrinn er hinn sami sem
síra Jón flutti hér í Rvík í haust um „íslenskan
nihilismus“, nema hvað hann mun hafa aukið nokkru
við er hann flutti hann hér. Hann hefr fyrirlestr-
inn með þeim orðum, að aðalmein Islendinga só
það, að þeir hugsi um ekki neitt og trúi á ekki
neitt, og jafnar þeim að því leyti saman við rúss-
nesku nihilistana, enn bæði er það, að sá samjöfn-
uðr nær engri átt, og svo er hugmynd ræðumanns
um rússneska nihilista alveg röng. Hefði hann
t. d. lesið bók Gí-eorg Brandes’ „Indtryk fra Rus-
land“, mundu honum ekki hafa farist þannig orð.
Síra Jón þekkir auðsjáanlega ebki nihilista nema
að nafninu einu, enn hitt er meiri furða, hve skökk-
um augum hann lítr á sína eigin landsmenn. Hann
virðist skoða alt hér á landi með biksvörtum
ameríksbum gleraugum, er gera alt íslenskt þjóð-
líf svart og hræðilegt fyrir sjónum hans, enn varna
honum að sjá þar nokkurn ljósdepil. — Eftir fyrir-
lestrinum að dæma, er þjóðin orðin það úrþvætti,
að engin nýtileg taug er framar til í henni. Um
trú og siðgæði, sem á svo sem að vera óaðgrein-
anlegt, er ekki að tala í þessu landi, og meira að
segja, landsmenn eru orðnir tómir heimskingjar og
dónar. Sem dæmi þess segir síra Jón, að eitt sinn
er póstskipið kom á Seyðisfjörð hafi verið á því
„fjöldi af íslenskum farþegum úr flokki bestu manna
landsins: alþingismenn, kaupmenn, prestar, heldri
bændr, eitthvað af stúdentum og enn fleiri ’leiðandi'
mönnum“. „Eg brá mér“, segir síra Jón, „ásamt
síra Lárusi Halldórsyni út í skipið að kvöldi dags
til að heilsa upp á þá sem óg þekti. Og við feng-
um ágætt tækifæri til að kynna okkr þennan vorn
heldri manna hóp. Við heyrðum á samræður þeirra
eftir að þeir allir eða nærri allir höfðu dregið sig
saman í káetunni eins og bræðr. Enn þær sam-
ræður, það tal! Sá andlegi heimr, sem þar stóð
opinn fyrir manni! Ekki eitt einasta alvarlegt orð,
ekkert orð með eiginlega nokkru viti eða hugsan
í, heyrðist frá neinum munni alt kveldið, og þó
vóru þessir menn alt af að tala hver við annan.
Flestir vóru þó að reyna að koma með einhverja
fyndni. Enn fyndnin var ekkert annað enn rudda-
skapr og heimska, lóttúðarfull sjóðandi vitleysa.
Við síra Lárus höfðum búist við því að fá að heyra
eitthvað fróðlegt, eitthvað skynsamlegt, eitthvert
orð með hugsan, alvöru eða viti frá einhverjum í
hópnum. — Enn sú von brást algerlega. — Þetta
eru nú leiðandi menn landsins11. — Þegar bestu
menn landsins eru slíkir andlegir kramar-aumingj-
ar, að varla fæst úr þeim eitt orð af viti þegar
best lætr, má nærri geta hvernig alþýðan muni
vera. Eftir skoðun síra Jóns ætti allr þorri ís-
lendinga að vera skrælingjum verri, skynlausar
skepnur, og ekki nóg með það, heldr tómir „eitr-
ormar og nöðrukyn“. (Niðrlag næst).
Á næstl. iiausd var mér dregið hvítt gimbrarlamb með mark:
standfjöðr aftan hægra, sneiðrifað fr. biti aft. vinstra. Enn af
því mark þetta er mjög nákomið marki mínu, áskil ég að réttr
eigandi vitji til mín lamb3verðsins, semji við mig um markið
og borgi þessa auglýsingu.
Litlutungu, 31. janúar 1890.
Jón Jónsson.
Tombóla.
Samkvæmt þar til fegnu leyfl amtsins, befir Goodtemptempl-
arafélagið á Eyrarbakka ákveðið að halda tombðlu í næstkom-
andi marzmánuði, og verja væntanlegum ágðða til eflingar
bindindi.
Það eru því vinsamleg tilmæli vor til allra, innan Reglunnar
og utan, að þeir styrki þessa tombólu vora með gjöfum, annað
bvort í peningum eða munum, og verðr þakklátlega þegið bvað
lítið sem er. Gjafirnar þurfa að vera komnar til einbvers af oss
undirrituðum fyrir lok þessa mán. Þeir sem kynnu að gefa í
Reykjavík eða þar í grend eru beðnir að afhenda það herra
Hjálmari Sigurðssyni í ísafoldarprentsmiðju, sem gððfúslega
heflr lofað að veita því mðttöku.
Eyrarbakka 1. febrúar 1890.
Oruðni Jónsson. Siggeir Torfason. Astríður Guðmundsdóttir.
Þórdís Símonardóttir. Eugenia Nielsén. Guðm. Ogmuudsson.
Nú hefl ég albúin stigvél, útlend og innlend, er seljast fyrir
lægra verð enn nokkurntima hefur áður tíðkast bér. Enn fremr
flókaskó, skóleðr, skóyfirleðr, brókaskinn, sjóskóleðr,
hnakkaleðr og aðrar leðrtegundir, og áhöld fyrir söðlasmiði
og skósmiði. Fyrir sjómenn hefi ég enskar línur 4 pd. á 3 kr.
3 pd. á 2 kr. 45 au., 2 pd. á 1 kr. 65 au., ef tylft er keypt,
sem mér voru sendar til sölu.
Björn Kristjánsson, Yestrg. 4.
Þakkarávarp. Þakklœti fyrir góðgjörð gjalt o. sv. frv.
Þar ég varð fyrir því ðhappi næstliðið vor að missa aðra kúna
mína, og bina frá gððu gagni, urðu margir til að bæta úr vand-
ræðum minum með gjafa samskotum, sem í Hvammshreppi námu
40 kr. 95 au. í peningum og 3 kr. í öðru, og i Dyrhólahreppi
uppá 7 kr. 50 aur. Nöfn gefandanna eru bér ekki rituð, því þau
eru rituð með ðafmáanlegu letri hjá guði, sem ekkert góðverk
lætr ólaunað, og bið ég bann að endrgjalda öllum þeim sem
gáfu mér þegar þeim mest á liggr.
Skammárdal á Gamlaárskveld 1889.
Lafrans Jónsson.
TPýndir 3 stálstimplar frá Holti ofan í miðjan bæ. Finn-
andi skili gegn fundarlaunum á skrifst. Fjallk.
Leiðarvísir til lífsáhyrgðar fæst ókeypis bjá ritstjðrun-
um og bjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem
vilja tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.
Skrifstofa fyrir aimenning
10 Kirkjustræti 10.
Opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. b.
JSkósmí ða verkstæði
Og
leðr verslun
BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR
er í Vestrgötu nr. 4.
Thorvardsson & Jensen:
BöliÞandsvorMstola.
Bankastræti 12. (hús Jons alþm. Olafssonar).
Bókbandsverkstofa
er á Laugaveg 2.
(Arinbjörn Sveinbjarnarson).
Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.