Fjallkonan - 11.02.1890, Síða 2
6
ins fæði til að vaxa og haldast við og til að geta
unnið verk. Með meltingunni verðr fæðan líkaman-
um að notum, og því er áríðandi, að meltingin sé í
lagi; enn til þess þarf fæðið að vera hæíilega bland-
að og að þess sé neytt á réttan hátt og á réttum
tímum. Fæðan fær nauðsynlegan undirbúning til að
geta melst, með því að hún er tuggin og blandast
munnvatninu; það er því áríðandi að tyggja vel, og
munnvatnið hefir mikla þýðingu fyrir meltinguna. í
maganum blandast fæðan við magavökvann, sem leys-
ir hana upp og breytir henni þannig, að hún verðr
hæf til að ganga ofan í þarmana eða garnirnar.
Meðar maginn er að starfi þessu, er hollast að hafa
ekki mikla hreyfingu, því það seinkar meltingunni
eða skemmir hana, og ætti einkum að gæta þessa á
eftir aðalmáltíðum. Maginn þarf hvíldar við öðru
hverju; því á að haga máltíðum þannig, að maginn
þurfi ekki alt af að vera að melta. Nægir að éta
þrisvar á dag, eða í mesta lagi fjórum sinnum, enn
hitt er óholt, að vera alt af að fá sér smábita. Llr
maganum fer fæðan um hinn langa þarmagang og
blandast þá magavökvinn og gallvökvinn saman við
hana, enn gallvökvinn styðr einkum að meltingu fltu-
efna. í þörmunum verðr aðskilnaðr á þeim hlutum
fæðunnar, er hæfir eru fyrir líkamann og sogast út
í hann, og hinu, sem ekki getr orðið að notum. Drykk-
ir þeir, sem maðrinn neytir, sogast á sama hátt út í
líkamann, og eiga þátt í efnaskiftingunni, enn þeir
fara oft að miklu leyti bæði með þvaginu og með
útöndun húðarinnar og lungnanna. Með þvaginu fara
einnig ónýt föst efni úr líkamanum, sem leyst eru
upp; ef þau geta ekki skilist við líkamann, vegna
þess að nýrun eru í ólagi, verða þau eftir í blóðinu
og valda sjúkdómi eða dauða. Meltingarfærin eru
löguð til að taka á móti hæfilegum fæðuefnum, sem
geti melst. Því meira sem er í fæðinu af meltan-
legum hlutum, því betra er það. Fæðu sína tekr
maðrinn bæði úr dýraríkinu og jurtaríkinu; af ann-
ari tegund eru engin fæðuefni sem teljandi séu, nema
vatn og salt. Um vatnið verðr síðar talað. Saltið
er líkamanum ómissandi, því það er eitt af þeim
pörtum, er mynda líkamann; verðr því að láta það í
matinn, ef hann er ekki nógu saltr í sjálfu sér. Holl-
ast er að matrinn sé hæfllega blandaðr með efnum
úr dýraríkinu og jurtaríkinu, ognálega ómissandi, ef
til lengdar leikr. Úr jurtaríkinu er brauðið einhver
helsta fæðan, og er það ágætt ef það er vel til búið.
Búgbrauð er algengast, og getr það verið gott og
næringarmikið. Enn venjulega er það gert úr ósáld-
uðu mjöli, og með því móti er í því mikið afómelti-
legum pörtum og jafnvel skaðlegum. Svo er brauð-
ið venjulega of súrt; maginn þolir ekki slíkan súr
og af því koma ýmsir magasjúkdómar, sem eru al-
gengir. Rúgmjölið á því að sálda og brauðið má
ekki vera sýrt nema sem minst, ef það á að vera
góð og holl fæða. Það er enginn sparnaðr að brúka
ósáldað mjöl í brauðið, því hinir ónýtu partar eru
sannarlega einkis virði; geta miklu fremr verið skað-
legir. Það er siðr margra bakara, að sálda mjölið
sem haft er í rúgbrauðið, ekki til að bæta rúgbrauðið,
heldr til að ná úr besta mjölinu, er þeir hafa í annað
dýrara brauð. Rúgbrauðið er þá gert úr því sem eftir
verðr, og er slíkt rúgbrauð næringarlítið, eða nálega
næringarlaust, og þess vegna óhæfilegt til matar og
skaðlegt fyrir heilsuna. Hinar ýmsu korntegundir
aðrar eru góðar og nærandi, ef vel er með farið.
Kartöflur og rófur er hollr og góðr matr, ef ekki er
neytt ofmikils af þeim, einkum ómissandi með kjöti
og fiski. Menn eiga að hafa meira af jurtafæðu enn
dýrafæðu; enn þetta fer þó nokkuð eftir lof'tslaginu.
í köldustu löndunum, t. d. Grænlandi, lifa menn eink-
um á kjötmat og borða mikið af' fitu, sem er nauð-
synleg til að halda við líkamshitanum. í heitu lönd-
unum sumum, t. d. Kína, er jurtafæða höfð nálega
eingöngu. Buddha-trúarmenn bragða ekki kjöt. Það
hefir verið sagt, að íslendingar ætu mikið af smjöri,
og kann eitthvað að vera hæft í því að svo hafi
verið, enn það er eðlilega samfara loftslaginu. Ekki
þykir líklegt að íslendingar éti ofmikið af kjöti nú
orðið, þar sem svo mikið er flutt úr landi af fénaði,
að búþröng verðr hjá mörgum. Kjötið sem hér er haft
til matar, er nálega eingöngu saltkjöt, og oft og tíð-
um skemmist það. Saltkjöt og hangikjöt er, þó það
sé vel verkað, hvergi nærri jafngóð og holl fæða sem
nýtt kjöt, og ætti menn að hafa minna af saltkjöt-
' inu, enn éta meira af nýju kjöti, og er það hægt að
minsta kosti framan af vetrinum. Saltkjöt verðr
hollara ef haft er með því kálmeti eða kartöflur. Hér
á landi éta menn fjarska mikið af skyri og súrsuð-
um mat og er sama að segja um hann sem salt-
kjötið, að hann er ekki jafnhollr sem nýr matr.
Einkum kemr þetta fram ef súr eða saltr matr er
hafðr mest matar, og það getr ekki verið holt að éta
jafnmikið af súru skyri eins og tíðkast hér á iandi
og mundi mega leggja niðr þann óvanda. — í búskapar-
legu tilliti mundi það ekki verða ódrýgra, að hætta
mjólkrsöfnuninni á sumrin og láta ærnar ganga með
dilkurn. — Um fisk er hið sama að segja sem kjöt,
að nýr fiskr er betri til matar enn saltfiskr eða
harðfiskr. — Mjólk er hollari og næringarmeiri enn
j flestar aðrar fæðutegundir; hún er hinn eini holli og
nærandi drykkr hér á landi; í kaffi og te eru engin
næringarefni, enn það eru hressandi og skaðlausir
drykkir ef hófs er gætt; kaffi dregr úr matarlystinni,
og hafa því sumir ranglega ætlað að það væri nær-
andi. Miklar kaffidrykkjur valda taugaveiklun og
hjartasjúkdómum. Sikr er mjög næringarmikið, enn
mikið sikr og önnur sætiudi skemma tennrnar, og
kemr það oft fram á börnum sem éta mikið af sæt-
indum. (Framh. síðar).
Smásögur.
— Stúdent nokkur kom heim frá háskólanum
til foreldra sinna. Faðir hans spurði, hvernig hon-
nm hefði tekist prófið. „Sórlega vel“, svaraði hann,
„já, svo prýðilega, að allir skora á mig að taka
það upp aftr“.
— Kennari: „Af öllum þessum áðrnefndu ástæð-
um hafa menn fyrir satt, að bygð sé í tunglinu
eins og á jörðunni“.
Lærisveinninn: „Enn með leyfi að spyrja, herra
kennari, hvað gerir þá aumingja fólkið af sér þeg-
ar tunglið þverrar?“
— Kandídat: „Hvernig getið þér verið svo djarfr
að ætla yðr að „dispútera11 við mig. Þér skuluð
vita, að ég hefi gengið á tvo háskóla“.
Böndamaðr: „Æ, það held ég hafi ekki stórt að