Fjallkonan - 11.02.1890, Blaðsíða 4
8
sagði: Ég var að sópa ganginn um það leyti er
morðið varð. Raymond vélfræðingr hafði farið burtu
fyrir hádegi; hann hefir verkstofu á aðra hönd við
verkstofu Hollis. Hann fekk mér lykilinn að sinni
verkstofu og sagði að hann mundi að líkindum
koma heim eftir tvo eða þrjá mánuði, því hann
ætlaði að bregða sér til 'Washington í erindagerð-
um er lytu að nýrri uppfundning, er hann hefði
gert, og þaðan til Evrópu. Hann bað mig að geyma
vel verkstofunnar. Eg fór þar inn og lagaði þar
til og sópaði síðan ganginn. Margir gengu
þar um á meðan og kl. kortér í eitt hljóp sakborn-
ingrinn út af verkstofunni með fasi miklu og fór út.
Fimm mínútum siðar sá ég kvenmann ganga út;
ég veit ekki hvort hún kom af verkstofunni eða
ekki. Vitnið kvaðst halda að það hefði verið frú
Morgan, sem er hér viðstödd, enn þorði þó ekki
að fullyrða það. Þriðja vitnið var frú Morgan.
Hún kvaðst hafa verið að finna saumakonu, sem
byggi þar í húsinu. Hún kvaðst hafa orðið sam-
ferða Hollis málara í uppgöngunni og hefði hann
rekið upp hljóð, er hann lauk upp verkstofunni.
Þá sáu þau hinn myrta mann, er lá í blóði sínu á
gólfinu. Hún var spurð, hvort hún hefði þekt hr.
Latreille, og kvaðst hún einstöku sinnum hafa átt
erindi að reka við hann. Hin önnur vitni báru
þessu líkt. — Það sannaðist að Hugo Latreille átti
hnífinn, er morðið hafði verið framið með, og lá
hann á gólfinu í verkstofunni. — Hugo var tekinn
fastr í þeirri svipan er hann var að fara úr borg-
inni. Hann þrætir harðlega fyrir að hafa framið
morðið. (Framh.).
Stranda kirkja1.
Krnplu®iist er tru u« tryggð
Tæpan raátt að styrkja,
Þo aö sé á saniii byggJ,
Seig er Strandakirkja.
Gissurr hvíti gjírbi heit,
Guði hús ab vanda
Hvar sem Lífs af laia reit
lands hann kenndi stranda.
Sjáið! f,uð hans greiddi leið
Gegnum sjávar voha,
Ho'f hann skipið hafs úr neyð
Hvern ylir manndráps boða.
Hóf það npp á Hafnarskeið
Himin-sendi hoðinn;
Heit unz efndi heim ei reið
Hvíti Mosfells goðinn.
Þá var tízka orð og eið
Allan vel að halda;
Þar sem lenti’ á landi skeið,
Lét hann Gissurr tjalda.
Reisti’ hann kirkju sterka’ í stað,
Storma’ og hret er þyldi,
Heitsæl beiddi’ hann einkum ab
Öllum reynast skyldi.
Grunnur þott sé gljúpr og laus,
Get ég til hún standi;
Guð sér sjálfur kirkju kaus
Kringda marar sandi.
Ötsynningar oflug reip
Um hana’ úr sandi flétta,
Engi’ er hætta’ að guðs úr greip
Gangi húsið þetta.
Henni’ að trúin heldur við,
Heitin endur-smða,
Hæstum þakkið hagleiks smið,
Hjertu’ er telgir lýða! Or. Þ.
1) Þar sem átrúnaðrinn og áheitin á Strandakirkjn virðast
heldr fara í vöxt enn hitt, þar sem ekki er einungis heitið á
hana um alt ísland, heldr eru nú íslendingar i Ameríku, hinir
sanntrúaðu lærisveinar sira J6ns Bjarnasonar, alt af að auka
áheit sin til Strandakirkju, þykir vel við eiga að flytja þetta
kvæði. Útg.
Þjóðráðaþáttr.
Að bæta þránað smjör. Óbragð af þránuðu smjöri má taka
með því, að hnoða saman við það tvíkolsúrt natron, og þvo
síðan smjörið úr hreinu vatni eftir 2—3 daga. 8 grömm natrons
(hér um bil */2 16ð) ætluð mót 1 kilógrammi (2 pd.) smjörs.
Að geyma kartöflur. Á Frakklandi hafa menn þessa að-
ferð til að geyma kartöflur. Fyrst eru þær þvegnar, siðan er
þeim (i körfum eða neti) brugðið niðr i sjóðandi vatn og ekki
haldið lengr niðri í enn svo sem 4 sekúndur. Svo eru þær
teknar upp og helt á gólfið. Eftir það eru þær strjálbreiddar
til þurks á þerrilofti eða þurrum stað. Skal síðan geyma kart-
öflurnar á dimmum stað. Með þessum hætti má halda kartöfl-
unum óspiruðum og óskemdum og bragðgóðum fram á sumar.
Nýjum lampakveykjum skal dýfa í sterkt edik [og látal þá
síðan þorna áðr enn þeir eru brúkaðir. Með því má varna því
að lampar rjúki.
Við mari er gott að bera á volgt edik, sem dálítið af brenni-
vini er sett saman við, og hafa umbúðir um marið vættar í
þessari blöndu.
Að spara steinolíu. Við ráð það, sem stóð í þessu blaði um
að spara steinoliu, gleymdist að geta þess, að kveykinn á að
smyrja öðru megin, það, sem snýr inn að pípunni, með þunnu
lagi af bræddri tólg.
G-áta.
Menn hittust á förnum vegi og spurði annar hvað fram-
orðið væri. Hinn svaraði: „Helmingrinn, þriðjungrinn og fjórði
partrinn af tölu þeirri er klukkan var að slá, er 1 fleira enn
klukkan sló.“ Hvað var þá framorðið?
HIN ALÞEKTA
skósmíöa-vinnustofa
mín í Veltusundi nr. 3 er opin frá kl. 6—7 á
morgnana til kl. 9—10 á kveldin.
Alt fljótt og vel af Iiendi leyst..
Rafn Sigurðsson.
Skrifstofa fyrir alnienning
10 Klrkjustræti 10.
Opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h.
Skósmídaverkstæði
og
leðr verslun
BJÖRNS KRISTJÁNSSONAR
er i Vestrgötu nr. 4.
Thorvardsson & Jensen:
Ból* iDandsvrorliStofa.
Bankastræti 12. (hús Jóns alþm. Ólafssonar).
Bókbandsverkstofa
er á Laugaveg 2.
(Arinbjörn Sveinbjurnarson).
r*rá síðastliðnu hausti vantar mig af fjalli ljðsbleika hryssu
vetrgamla, mark: lögg aftan bæðiý og fjöðr fr. bæði, og bið ég
hvern er kynni að hafa fundið nefnda hryssu, að koma henni
til skila til mín mót sanngjörnum hirðingarlaunum.
Jón Tómasson, á Ferjubakka i Borgarhrepp.
IBesta bamabók er Kátr piltr. Innb. 1 kr. 25 au.
Fæst i Sigf. Eymundssonar Bókverslun.
Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.