Fjallkonan - 22.04.1890, Page 1
Kemr út á þriðjudögum.
Árg. 2 kr. (3 kr. erlendis)
36 bl. -f- aukaútgáfu 1 kr.
—1,50 (1,50—2 kr. erl.).
Gjalddagi í júlí.
FJALLKONHN.
Uppsögn ógild nema
skrifl. komi til útgef.
fyr. 1. okt. Skrifstofa í
Veltusundi 3. Útgef.:
Vald. Ásmundarson.
VII, 12.
REYK.TAVÍK, 22. APRÍL
1890.
Hið „opna bréf‘ Jóns Ólafssonar.
Þótt alþm. Jón Olafsson sé ekki sem kurteisastr
við mig og suma aðra samþingismenn sína í „opna
bréfinu“ í Fjallkonunni, þá bregðr mér ekki stór-
lega við það, einkum þar sem svo tókst til, að við
gátum ekki ávalt verið sammála seinast, og þó eitt-
hvað megi finna mishermt í „opna bréfinu11 1, þá
verðr að álíta það eins og hverja aðra „guðsbarna-
bresti“, sem ekki má taka hart á. Hr. J. Ól. segir
t. d.: að Benedikt Sveinsson hafi „legið ofan á at-
kvæði mínu eins og æðr á eggi“; þetta er rang-
hermt, og verð ég því að leiðrétta það. Benedikt
Sveinsson kom til mín rétt áðr enn stjórnarskrár-
frumv. kom til atkv. við 3. umr. í e. d. og studdi
að því við mig, að ég gæfi frv. atkvæði mitt til
þess, að málið gæti komist aftr til n. d., og sömu-
leiðis fór Páll Briem í öðru lagi hins sama á leit
við mig, og sagði ég þeim báðum, hvorum í sínu
lagi, að mér væri það nauðugt, að gefa frv. sam-
þykkisatkv. eins og það væri lagað, svo það var
hvorki B. Sveinssyni né öðrum að kenna, að ég
gaf frv. ekki atkv. mittá síðasta stigi þess í deild-
inni; hafi það verið yfirsjón, þá var hún sjálfum
mér að benna enn engum öðrum. Hversu gott og
gagnlegt sem sumum kann að finnast þetta stj,-
skrárfrv. hinna svo kölluðu „miðlunarmanna11, þá
bauð sannfæring mín mér að gefa því ekki atkv.
við 3. umr., enda var þingtíminn á förum, og eng-
in líkindi til að n. d. gæti tekið málið til meðferð-
ar á ný, eins og raun gaf vitni, að málið dagaði
þar uppi.
Eg álít réttara að una lengr við þá stjórnarskrá
sem vér höfúm, heldr enn að baka sér dýra land-
stjórn, jarl með ráðgjöfum o. s. f'rv. — sjálfsagt
með ekki minni launum enn Jón Ólafsson hélt fram
á aukaþinginu 1886, nfl. að landstjórinn (—jarlinn)
hefði alt að 20 þús. kr. um árið — enn hefði þó
ekki meira að þýða þegar til framkvæmdanna kæmi
enn landshöfðingi hefir nú1. Það nægir ekki að
segja það blátt áfram og brýna það fyrir lands-
mönnum, að með frumvarpinu fáist innlend stjórn
með ábyrgð fyrir alþingi, og þá sé alt fengið sem
landsmenn óska, þrátt fyrir það þó yfirstjórnarat-
höfnin og löggjafarvaldið (eftir ákvæðum frumv.
í 6. og 7. gr.) yrði eftir sem áðr suðr í Danmörku
og j afn- ábyrgðarlitið fyrir alþingi eftir sem áðr,
því sú innlenda stjórn, sem frumv. gerir ráð fyrir,
mundi sem von væri, taka litla ábyrgð á því, sem
1) Þetta atriði (lann landstjórnarinnar) kemr stjórnarskrár-
málinu ekkert við, og stendr ekki fremr i samhandi við hið
síðasta stjórnarskrárfrumvarp enn hin fyrri. Þetta atriði er
l>ar að auki svö lítt rætt, að þýðingarlaust er að bera þaðfyrir
sig, og virðist það gert til að kasta ryki í augu alþýðu. Bitstj.
hún ekki framkvæmdi sjálf viðvíkjandi lögum eða
landsstjórn1.
Það er því varlega gerandi fyrir J. Ól. eða aðra
að telja landsmönnum trú um, að það hafi verið ó-
happ, að frumvarpið gekk ekki fram í fyrra, eins
og það var lagað; ég er einmitt sannfærðr um hið
gagnstæða, nema ef menn hefðu viljað berja frv.
einhvernveginn fram einungis til að fá aukaþing
á næsta ári eins og flaug fyrir að J. Ól. hefði
látið sér um munn fara. Það er gott og blessað
að taka þvi, ef þessi „málamiðlun“ getr á næsta
þingi leitt til þess að málið komist á heppilegri
rekspöl enn verið hefir, án þess að aðalkröfur lands-
manna verði fyrir borð bornar.
Það nægir ekki að miða við stjórnarlög Kanada-
manna eins og J. Ól.; vér stöndum alt öðruvísi að
vígi enn þeir; það ætti hann að þekkja. Yærum
vér íslendingar eins voldug þjóð og Kanadamenn
eru, þá þyrftum vér ekki öfluga stjórnarskrá til að
geta ráðið málum vorum til lykta viðvíkjandi lög-
um og landstjórn, enn það er öðru nær; þá hefði
ég getað skrifað undir frumv. yfir höfuð, enn þo
naumast undir 48. gr., sem leggr undireins manns
atkvæði, að segja má, mál þau „er jarlinn eða neðri
deild alþingis býr til á hendr ráðgjöfunum“2 3 * *.
Yér getum ekki treyst því, og megum ekki
treysta því eftir kringumstæðunum, að vér fáum
þau umráð yfir lögum og landstjórn sem oss eru
elcki með berum orðum í hendr fengin með stjórn-
arskránni, hversu dýrkeypta stjórn sem vér ann-
ars hefðum, og volduga að nafninu til í landinu
sjálfu, jarl með ráðgjöfum o. s. frv. Bíðum heldr
um nokkur ár með stjórnmálakröfur vorar heldr
enn að fylgja því fram, sem þjóðin er handviss
að verða sáróánægð með þegar til kæmi, því breyt-
ing á þeirri stjórnarskrá sem landsmenn fá næst,
hvenær sem það verðr, mun ekki auðfengin8.
Jón Ólafsson minnist á Einar í Nesi í „opna
bréfinu“ þannig: „og var að honum hin mesta eft-
irsjá“. Þetta er nú hverju orði sannara í „opna
bréfinu, og vil ég taka undir þau orð með J. Ól.
Samheldi og félagsskapr meðal hinna þjóðkjörnu
þingmanna í e. d. fór ekki út um þúfur, þegar
Einar kom í þann hóp; hann hljóp ekki á sig fyr-
1) Eins og sýnt hefir verið fram á í ýmsum ritgerðum meiri-
blutamanna um mál þetta í vetr, veitir hið nýja frv. íslandi
sama rétt í Jiessum atriðum og hin fyrri frumv., nema fyllri sé.
Lagafrumvörp og stjórnarmálefni slmlu rædd í landinu sjálfu,
í landsráðinu, enn ekki í Khöfn. Ritstj.
2) Dómararnir í landsyfirréttinum eru fleiri enn einn, þó þeir
séu fáir, enn hins vegar má ganga að því vísu, að dómaratala
í yfirdóminum verði aukin, einkum þegar dómsvald hæstaréttar
í íslenskum málum verðr afnumið, sem að eins er tímaspursmál.
Bitstj.
3) Hvervegna? Eru ekki heldr likindi til, að sjálfstjórnar-
kröfum þjóðarinnar verði meiri gaumr gefinn er fram líða stund-
ir? Ritstj.