Fjallkonan


Fjallkonan - 22.04.1890, Page 4

Fjallkonan - 22.04.1890, Page 4
48 FJALLKONAN VII, 12. arar hafi lagt til við stiftsyfirvöldin einhverjar ákvarðanir um drykkjuskap skðlapilta á kðngshátíðinni; rektor og kennarar neita þessu, og enginn stafr er bókaðr um það. ísaf. bregðr piltum um megna drykkjuskaparóreglu á skólakátíð í fyrra. Þetta ern líka ósannindi, og ekki sést það á bókum skólans. ísaf. segir að Fjallk. telji það ámælisvert, að kennarar vilji af- stýra drykkjuskaparóreglu pilta, enn þetta eru, eins og nærri má geta, ósannindi. Nýjungar frá ýmsum löndum. FræMubók. Fjórða útgáfa hins heimsfræga Konversationslexikons Meyers (í Leipzig), sem talið er best allra slikra ritverka, er nri fullprentuð í 16 bindum (verð 160 ríkism.). Af því eru þegar seld 140,000 eintök; gróði bóksalans á þeirri sölu talin um 121/, milj. ríkism. Vinfengi Vilhjálms Þyskálandskeisara við Danáhirð. Um nýárið gaf hann konungshjónunum dönsku dýrindisgjöf, tvö afarstór postulíns skrautker, mesta listaverk. Eru dregnar líkur til, að Kristján, elsti sonr krónprinsins danska, muni eiga að fá Margrétu systur keisarans til eiginorðs, og muni keisarinn í sumar ef til vill dvelja nokkra daga á Friðarins- borg í þeim stórmennafagnaði, sem þar er, og nota um ieið tækifærið til vináttumála við Rússakeisara, sem er stöðugr sumargestr Danahirðar. — Eftir seinni fregnum lék orð á því, að Nikulás krónprins Rússa mundi fá Margrétar, og er óvist hvort sannara er. Ný rússnesk herskipahöjn. Kússar ætla að efna sér herflotalægi með virkjum nálægt Libau í Kúr- landi, bæði af því að flotahöfnin við Krónstadt er oft íslögð langt fram á vor, og ennfremr af þvi, að Þjóðverjar efla sinn herflota í gríð, og tryggja strönd sína með hafnvirkjum, svo E-ússum tjáir ekki að verða of langt aftr úr. Kostnaðr við flotalægisgerð- ina hjá Libau áætlaðr 13 milj. rúfla (rúfla 2 kr. 70 a.), Heitingabréf til Rússákeisara. Rússnesk merkis- kona, frú Zebrikova, sem er höfundr að ýmsum bókum og hefir hið besta orð, hefir fyrir skömmu ritað bréf til Rússakeisara og ráðherra hans. Hún sendi það frá París og skorar hún á keisara í bréfi þessu, að taka þar til sem faðir hans hætti með réttarbætrnar og innleiða málfrelsi, fundafrelsi o. s. frv. „Þór getið með einu orði komið á friðsam- legri stjórnbyltingu“, segir hún; „ef þór ekki ger- ið það. þá eftirlátið þér börnum yðar skelfingar- arf: bölvun þjóðarinnar“. — Eftir að hún hafði sent bréfið, fór hún heim til Pótrsborgar til að sjá árangrinn. Hún var óðara sett í fangelsi, og er síðast fréttist, hafði hún verið flutt burtu úr Pótrs- borg, enn enginn vissi hvert. Grimdarsógur frá Síberíu. Þaðan berast nú í seinni tíð hryllilegar sögur af meðferð á föngum, sem gerðar eru að umvöndunarefni í blöðum siðaðra þjóða, enn Bússastjórn breytir engu til batnaðar. Ein sagan er á þessa leið: I bæ þeim, er Kara heitir, er fangelsi fyrir menn og konur, sem dæmd hafa verið til hegningarvinnu, fyrir „politiskar“ sakir. Kvenfangarnir höfðu kært fangavörðinn fyr- ir yfirvaldi þvi, er hlut átti að máli, og beiðst þess af honum, að honum væri vikið frá. Hann hafði látið flytja eina af konunum í annað fangelsi. Hún var veik og var brotist inn til hennar um nótt; síðan var hún dregin allsnakin um alt fangelsið, færð í sakamannaföt og svívirt af hermönnunum með dónalegustu orðum. Kærunni var alls ekbi gegnt, þótt hún væri margítrekuð. Þá réðu allir kvenfangar af, að hafna allri fæðu og svelta. Fyrsta hungrtíðin stóð 6 daga, önnur 8 daga, þriðja 23 daga. Tóku þá yfirmennirnir til þeirra ráða, að næra fangana með valdi. Þá réð ein, er Sigida hét, það af, að fórna sér fyrir stallsystr sinar, og rak fangaverðinum utanundir í von um, að verða hengd. Enn það brást. Fangavörðr skýrir fylkis- stjóranum Korff frá málavöxtum, og dæmir hann Sigidu til 100 knúthöggva hýðingar. Allir kven- fangar sendu fylkisstjóranum málþráðarskeyti, og kröfðust þess, að hann tæki aftr þennan dóm. Fangelsislæknirinn færðist jafnvel undan að vera við hegningu þessa, því Sigida hafði hjartamein- semd. Alt kom í einn stað niðr. Sigida fekk 100 knúthögg 26. nóv. og dó 3 dögum síðar. Eft- ir það réðu allir kvenfangar það af, að fyrirfara sér, og mótmæla með dauða sínum þessari ómann- úðlegu grimd. Þær tóku allar eitr, dóu 3, hinar vóru lífgaðar. Helmingr karlmanna í fangelsinu t.ók einnig það ráð, að enda hörmungarnar með sjálfsmorði. Tóku 12 eitr og dóu 2. Líf margra, karla og kvenna, enn í hættu. Karlmennirnir, segir sagan, hafa enn annað voðalegra fyrir stafni; hvað skyldi það vera? Mælirinn virðist fullr. Rússastjórn þegir og mótmælir ekki einu sinni þessum sögum, og ekki bólar á, að hún geri neina breyting á meðferð fanganna. Bæði á Englandi og í Ameriku hafa myndast félög til að halda þessum ó- dæmum á loft og reyna að hafa áhrif á ítússa- keisara og stjórn hans. Stjórn Bandaríkjanna tekr ekki i mál, að ganga að samningum við Rússland meðan slíku fer fram. j>Xaðr, sem vanr er að ferðast hér á landi, býðst til að taka að sér fylgdir og ferðalög hvert á land sem er, fyrir væga borgun.* Stór hagr fyrir kaupmenn væri að fá ung- an, reglusaman mann, sem nú býðst, hefir ágæt meðmæli, er þaulvanr skrifstofustörfum og versl- unarstörfum, og vel mentaðr.* Leiðarvlsir til lífsitbyrg'ðar fæst ókeypis hjá ritstjórun- um og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeini, sem vilja tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Munntóbak, ágætt, 1 kr. CO aura pundið, og enn ódýr- ara ef mikið er keypt í einu. Rjól af hestu tegund nýkomið, mjög ódýrt, fæst i verslun Sturlu Jónssonar. * ?KTA ANILINSLITIT3 fást í verslun Sturlu Jónssonar. 1 n-cækr þessar fást enn hjá SIGIIRÐI KRISTJÁNSSYNI: Þýsk lestrarbók eftir Stgr. Tliorsteinsson, bund. kr. 3,75. Róbínson Krúsóe, barnabókin ágæta, bund. kr. 1,00; ób. 0,75. Söngvar og kvæði (útg. Jónas Helgason) 5.—6. h., hv. á kr. 1,00 Svanhvít, 0,75 Lear konnngr, Sakúntala og Savitri (í einn lagi) 0,50. Skrifstot'a fyrir almenniiig 10 Kirkjustræti 10. __________Opin hvern rúmhelgan dag kl. 4—5 e. h._______ Prentsmiðja Sigf. Eymundssonar.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.