Fjallkonan - 03.06.1890, Qupperneq 1
Kemr út 4 þriSjudögum.
Árg. 2 kr. (3 kr. erlendis)
36 bl. + aukaútg&fu lkr.
—1,50 (1,50—2 kr. erl.).
öjalddagi i júli.
FJALLKONAN.
Uppsögn ógild nema
skrifl. komi til útgef.
fyr. 1. okt. Skrifstofa i
Veltusundi 3. Útgef.:
Vald. Ásmundarson.
REYKJAVÍK, 3. JÚNÍ
1890.
VII, 17.
Kvefsóttin.
Eftir síðustu fréttum, sem standa í þessu blaði, er
sóttin farin að breiðast út í Rangárvallasýslu. Hún
gengr þvi eflaust yíir alt land í sumar og gerir að
minsta kosti mikið vinnutjón, þótt hún verði ekki
mjög mannskæð.
Reykvíkingar hafa gert alt sem unt var, til að fá
yfirvöldin til að sporna við útbreiðslu sýkinnar, bæði
með áskorun þeirri, er send var landlækninum af al-
mennum borgarafundi hér í bænum, sem getið var í
síðasta blaði og með munnlegum áskorunum, enn það
hefir orðið árangrslaust, með því að það er álit land-
læknisins, að ekki sé lagaheimild til að varna út-
breiðslu slíkrar sýki með samgöngubanni.
Eftir að landlæknir hafði fengið áskorunina frá
borgarafundi Reykvíkinga, ritaði hann landshöfðingja
bréf, 26. maí, sem vér höfum séð. Segir hann þar,
að eftir því sem vísindunum sé enn komið áleiðis, sé
engin heimild til að álíta, að „influenza41 sé næm
sýki, og verði henni því ekki varnað útbreiðslu með
samgöngubanni, og með því ráðgjafi íslands hafi eigi
neytt laganna frá 17. des. 1875, til að fyrirbyggja
flutning sýkinnar hingað til lands, verði ekki öðru-
vísi álitið, enn að hann sé á sömu skoðun. Sam-
göngubannið mundi því að eins hafa þýðingu sem
vísindaleg tilraun til að komast eftir því, hvort veik-
in sé næm.
Samkvæmt lögunum um sóttvarnir 17. des. 1875
og 24. okt. 1879, verðr sóttvörnum ekki beitt nema
gegn næmum sóttum, það er sóttum, sem berast með
mönnum. Nú heldr landlæknirinn því fram, að „in-
fluenza“ sé ekki þess eðlis, og á þeirri skoðun munu
einnig vera allmargir erlendir læknar, enn þeir lækn-
ar eru einnig margir, sem telja veikina næma og á
þeirri skoðun eru einnig íslenskir Iæknar, sem vér
höfum átt tal við, enda eru þeir sjúkdómar alt af að
fækka, sem talið er að berist í loftinu. Læknar í
Berlín eru nú að safna skýrslum um „influenza“-
sýkina, einkum til að komast eftir því, á hvern hátt
hún breiðist út, og er líklegt að þetta ágreiningsat-
riði skýrist við þær rannsóknir. Óvíða mundi vera
jafnhægt að veita slíku eftirtekt sem hér á landi,
þar sem samgöngurnar eru svo ótíðar.
Þar sem landlæknir vill ekki upp á sitt eindæmi
gera tilraunir með samgöngubann, verðr að taka því
sem að höndum ber, að sýkin gangi óhindruð yfir
landið. Oss vantar heilbrigðisráð í Reykjavík, til
þess að slík málefni sem þetta væri ekki á eins
manns valdi.
Það er nú vonandi, að sýki þessi verði ekki jafn-
skæð og sumar þær kvefsóttir, er áðr hafa gengið
yfir landið, enda virðist hún liafa verið heldr væg á
Vestmannaeyjum, þó margir hafi sýkst þar af henni
(hér um bil 80°/0). Kvefsóttir haía sumar orðið hér
álíka mannskæðar og kólera annarsstaðar. í ritgerð
einni í útlendu blaði, um þessa „influenza“-sýki, þar
sem talað er um, hve misjafnlega skæð hún hafi orð-
ið í hinum ýmsu löndum, og hve misskæðar slíkar
kvefsóttir séu yfir höfuð, er sérstaklega tekið fram
eitt land, þar sem kvefsóttir séu mjög mannskæðar,
og það er—ísland. — í suðrlöndum Evrópu varð „in-
fluenza“ í vetr mjög skæð, og mun það meðfram hafa
komið af því, að vetrinn var óvenjulega kaldr þar
syðra.
Það sem einkum ætti að styðja að því, að þessi
kvefsótt yrði ekki jafnskæð hér á landi og ýmsar
hinar fyrri kvefsóttir, er, að aðbúnaðr er nú alment
betri og meira hreinlæti enn áðr, þó mikið bresti á
að vel sé. Allar slíkar sóttir magnast mjög í loftill-
um og óþrifalegum húsakynnum. Dr. Jónassen brýn-
ir nú fyrir almenningi í sínu læknishéraði, að búa
svo um glugga, að hægt sé að opna þá til að hleypa
inn lofti, þó varast verði að láta súg leggja á sjúk-
linga; sömuleiðis að gæta hins mesta breinlætis ut-
an húss og innan, þrífa allan fatnað, ekki síst sængr-
fatnað, varast að láta skinnklæði hanga í göngum
o. s. frv., fleygja járnvitrióli (sem er mjög ódýrt með-
al) í forir, fjóshauga og ræsi og dreif'a yfir þurri
mómold, og loks að svæla nú þegar brennisteini um
öll húsakynni og að því búnu hleypa hreinu lofti
inn.
Þótt veikin hafi ekki orðið skæð enn sem komið
er hér á landi, að því er til hefir spurst, er ólíklegt,
að hún verði vægari hér enn annarsstaðar; er því
öruggast, að hlýðnast ráðum og receptum læknanna,
sem hvorki spara orð né pappír til að sporna við
veikinni. Læknarnir birgja sig nú með antifebrín
og kínín frá apótekinu í Reykjavik, svo aðliklegter
að apótekarinn skaðist ekki. Reykvíkingar tala um
að koma upp auka-spítala og stækka kirkjugarð-
inn sinn.
Og þá er vonandi að landsmönnum sé vel borgið.
Sitthvað frá Ameríku,
[Þetta er dregið út úr bðk, sem út kom í Khöfn í fyrra og
heitir „Amerikas Aandsliv“, enn höf. Knut Hamsun, Norðmaðr,
er lengi hefir verið í Bandaríkjunum, og ritar nú i ýms blöð á
Norðrlöndum. Hann lofar landið og lætr mikið yfir landkostum
og auðæfum þess, enn ber landsfólkinu illa söguna, enda mun
hann ekki vera alveg óhlutdrægr dómari. — Ritstj.J.
I.
Þegar komið er á land í Ameríku, mætir manni
þegar sífeldr hávaði, hvíldarlaust arg og erill, strit
og stímabrak. Allir eru önnum kafnir. Ameríka
heflr gert letingja úr öllum heimi að iðjumönnum;
húðarletingjar, sem dröttuðu á tréskóm í Noregi,
verða ósköp tindilfættir þegar þeir eru komnir til
Ameríku. Þetta á alt að vera stjórnfrelsinu að
þakka, enn reyndar er annað uppi . á teningnum;