Fjallkonan - 03.06.1890, Blaðsíða 2
66
FJALLKONAN.
VII, 17.
það eru lífsþarfirnar, sem knýja inenn þannig áfram,
því það er dýrt að lifa í Ameríku. Heimili, sem
kemst af með tvær krónur um daginn í Noregi, veit-
ir ekki af hálfum öðrum dollar (=5 kr. 60 au.) í
Ameríku og þarf reyndar talsverða snúninga til að
fá þennan lA/a dollar í lófann.
Engin þjóð lætr jafnmikið yfir sér sem Ameríku-
menn. Hvergi á að vera slíkt frelsi, slíkar framfar-
ir, slíkir vitsmunir sem í Ameríku; engin þjóð á að
komast í hálfkvisti við Ameríkumenn. Þetta þjóð-
dramb kemr fram við aðkomendr. Þeir eru hafðir á
hakanum, hæddir og fyrirlitnir, og eru þannig neydd-
ir til að taka sem fyrst upp alla háttu Ameríku-
manna og ekki síst tunguna. Þetta er lífsskilyrði
fyrir aðkomendr, því að öðrum kosti mega þeir bú-
ast við, að fá ekki atvinnu eða laun til jafns við
innlenda menn.
Bandaríkjamenn iáta nú í veðri vaka, að þeir vilji
stöðva innflutningana í landið, af því að það sé al-
numið. Enn þetta er ekki nema viðbára, undir niðri
risin af því, að þeim þykir svo lítið koma til allra
annara þjóða í samanburði við sjálfa sig. Það er
kynlegt, að Ameríkumenn vilja loka dyrum fyrir
vinnufólkinu, sem þeir geta ekki án verið. Því ekki
vinna þeir mikið sjálfir. Hagskýrslur sýna, að það
er að eins v6« af Bandaríkjamönnum sem vinnr lík-
amlega vinnu; það eru útlendingarnir, aðkomendr,
sem rækta jörðina.
í Bandaríkjunum eru 60 miljónir manua á 2 milj.
970 þús. ferh.mílum (Alaska frádregin); þar af l1/^
milj. □ mílna hæf til ræktunar, og af þessari lx/a
milj. er að eins einn níundi hluti ræktaðr enn sem
komið er.
Fyrir tíu árum fiuttu Bandaríkin út 283 milj.
búsjela (búsjel rúmar 2 skeppur) af kornvöru, eftir
að þær 50 milj., er þá vóru í landinu, höfðu étið sig
saddar. 0g þeir taka ósleitulega til matar síns í
Ameríku. Ameríkumaðr torgar tvöfalt og þrefalt
meiru enn Evrópumaðr og þrefalt og fjórfalt meiru
enn Norðrlandabúi. Þar sem Norðrlönd hafa 12 bús.
af korni og 51 pd. af kjöti á mann um árið, hefir
Ameríka 40 bús. af kornmat og 120 pd. af kjöti.
Væri alt yrkilegt land í Bandaríkjunum tekið til
ræktunar, gæti þau alið 600 milj. manna, með jafnri
rækt og nú gerist, enn akrfræðingar fullyrða, að
ræktunin mætti vera tvöfalt betri enn nú, og að
Bandaríkin gæti þannig fætt 1200 milj. manna, eða
hér um bil alt mannkynið. Hér eru þó ekki verk-
smiðjur og námur taldar með. Úr Bandaríkjunum
kemr helmingr alls gulls og silfrs, sem gengr um all-
an heiminn. Járnnámur eru í 23 rikjum. Þar eru
stórfljót af steinolíu og stórar sýslur af samfeldum
steinkolum. í Englandi er örðugt að ná kolum upp
úr hinum djúpu námum, enn í Ameríku eru kol í
yfirborði jarðar, nóg handa öllum heimi öldum sam-
an. Auk þess eru ár og vötn full af fiski og laxi
og hvitfiskr að kalla í hverjum læk.
Landið er því engan veginn alnumið; Ameríka
getr lengi tekið við fólki enn. Enn landið er að því
leyti „tekið“, að auðmannafélög hafa keypt og dregið
undir sig stórkostleg landsvæði, sem ekki eru yrkt,
enn geymd þangað til meira sneyðist um og land
hækkar í verði. Eitt félag á þannig 75 þús. ekrur,
annað 120 þús. ekr., sem enginn notar. Auk þess á
stjórnin mikið af yrkilegu laudi í 19 af ríkjunum.
II.
Höf. gerir lítið úr visindalífinu í Ameríku, ekki að
tala um skáldskap og listir. Hann vill jafnvel ekki
viðrkenna, að alþýðuskólarnir í Ameríku séu nein
fyrirmynd.
Það eru ekki víðtæk fræði, sem kend eru í al-
þýðuskólunum. Öll kenslan veltr á Ameríku: landa-
fræði Ameríku, saga Ameríku,—um öll önnur heims-
ins lönd eru kendar fáeinar blaðsíður, svo sem við-
bætir. Þessum skólum hefir verið talið það til gild-
is sem einsdæmi, að trúarbrögð eru þar ekki höfð
sem kenslugrein. Það er satt, og það er nú víðar
komið á enn í Ameríku; enn það er engu að síðr
verið að troða guðsorði í unglingana allan námstím-
ann. Eg var eitt sinn við staddr, er piltr í skóla
kastaði samanbrotnum bréfsnepli meðan á kenslu-
tíma stóð. Hann varð að gera svo vel að biðja Jes-
ús að fyrirgefa sér. Kenslan hefst ætíð í alþýðu-
skólunum með sálmasöng og biblíulestri. — Sjálfir
eru kennararnir oft mjög fáfróðir, og það jafnvel á
hinum æðri skólum. Ég átti eitt sinn tal við pró-
fessor við háskóla i Wisconsin, sem varð alveg hissa
er liann heyrði að fréttaþræðir og póstsamgöngur
væri í Noregi. Einhver mesti galli á skólunum í
Ameríku er, að þar er svo fátt kent um önnur lönd
og þjóðir, svo að nemendrnir vita að kalla ekkert,
nema það sem lýtr að Ameríku. Hin eina náms-
grein, sem kend er daglega, er reikningr.
í bókmentum, skáldskap og listum eru Ameríku-
menn á eftir Evrópumönnum, enda hindra þeir að
mentunarstraumar frá Evrópu renni inn í landið,
með því að feikna hár tollr er lagðr á bækr og lista-
verk. Þeir þykjast standa öllum ofar, og leggja því
35°/0 innflutningstoll á nýjustu andlega ávexti liins
mentaða heims fyrir utan þá. Þetta styðr meðal
annars að því, að þeir dragast aftr úr öðrum menta-
þjóðum heimsins og fara á mis við ýmsar andlegar
hreyfingar.
Ameríkumenn eru fyrirtækjamenn. Þeir eru
fremstir í því að finna upp vélar—enda er þar um
peningagróða að gera. Þeir hafa stórkostlegar hand-
iðnir, stórkostlega verslun, góða banka, ágætar sam-
göngur. — Enn þetta, sem nú var talið, sannar
ekki að Ameríka standi öðrum löndum framar í
mentun. Það er líka þvert á móti. Henn hafa hug-
an fastan við alt annað enn hið andlega, vísindin,
listirnar, þar sem „hinn almáttugi dollaru stjórnar
hugum manna og hjörtum.
Tíðarfar hefir verið hið blíðasta nú um langan
tíma og grasvöxtr álitlegr. Enn nú um mánaðamót-
in hefir brugðið til kulda og var snjófjúk í gær.
Kvefsóttin (influenza) hefir gengið í Vestmanna-
eyjum og fengu hana víst 8/5 eyjarbúa, enn sagt er
að hún liafi verið væg og enginn dáið úr henni.
Veikin er nú farin að breiðast út um Rangárvalla-
sýslu.
l’restakall veitt. Mosfell 28. þ. m. síra Ólafi
Stephensen samkvæmt kosniugu.
Óveitt prestaköll. Hvammr í Dölum, samkv. hiu-