Fjallkonan - 10.06.1890, Síða 3
10. júní 1890.
FJAL LKONAN.
71
Poe, Harte, einn auðfræðing sem Henry George, o.
s. frv., þegar litið er til þess, að mannfjöldinn er
þar eins mikill og á Englandi og Þýskalandi að
samanlögðu.
Strandferðaskipið Thyra kom í gærkveldi norð-
an og vestan um land, með allmarga farþega.
Frá útlöndum komu engar fréttir með þessari
ferð er tíðindum sæti. Hið helsta kemr í næsta bl.
Verðlag á íslenekum vörum erlendis er mjög
óálitlegt. Vegna þess að aíiinn í Noregi lieíir verið
með mesta móti (50 milj., 36 milj. í fyrra) er verð
á snltúski heldr að lækka. Nýiega var seldr á Spáni
skipsfarmr af íslenskum, sunnlenskum saltfiski á 39
kr. skpd. í Englandi var smáfiskr sá, er kom með
„Thyru“, seldr 14 pd. sterl. tonnið, ísa 101/, pd.
Verð á lýsi sömuleiðis lágt; 30—32 kr. gufubrætt,
dökt 27x/a. TJll heldr að lækka.
Bogi Melsteð hefir tekið próf í sögu við háskólann.
Jón Ólafsson er tekinn við ritstjórn Lögbergs á-
samt Einari Hjörleifssyni 23. apríl.
Alþingiskosning í Suðrmúlasýslu á að fara fram
14. júní. Kost hafa gefið á sér þeir prófastr Jón
Jónsson í Bjarnanesi og Björn Bjarnarson búfræðingr
í Reykjakoti í Mosfellssveit. Talað er um, að þrír
aðrir muni ef til vill bjóðast: Ari Brynjólfsson,
bóndi á Heyklifi, Guttormr Vigfússon búfræðingr og
síra Páll Pálsson í Þingmúla. Þessir allir eru tald-
ir fylgismenn meiri hlutans í stjórnarskrármálinu,
nema síra Páll, enn „síst þykja líkur til að hann
verði kosinn“, segja bréf að austan. Þingmenn
Norðrmúlasýslu höfðu boðað til almenns fundar um
landsmál 10. júní í Þórnesi við Lagarfljót, og getr
sá fundr ef til vill haft nokkur áhrif á kosninguna.
Báðir þingmenn Norðrmúiasýslu eru ótrauðir meiri-
hlutamenn í stjórnarskrármálinu, og eru þannig allar
líkur til, að Sunnmýlingar kjósi meirihlutamann. —
Öðru máli er að gegna um Eyfirðinga. Þar á kosn-
ing að fara fram 19. júní, rétt á undan þúsundára-
afmælinu. Skúli sýslumaðr hefir að sögn fylgi all-
margra Eyfirðinga, svo að jafnvel þykir efasamt, að
þeirra gamli þingmaðr, Einar Ásmundsson, nái kosn-
ingu, er allir aðrir landsmenn mundu þó telja sjálf-
kjörinn.
Kvefsóttin er farin að breiðast út í Árnessýslu,
einkum á Eyrarbakka, og hafa margir lagst þar eða
eru að leggjast. Má búast við, að hún byrji nú á
hverri stundu í Reykjavík. Ekki hefir hún orðið
svo væg í Vestmannaeyjum, sem áðr haíði frétst.
Þar hafa nú á stuttum tíma dáið 15 manns, og þeir
flestir úr „influénza“ eða afleiðingum hennar, einkum
lungnabólgu. í Landeyjum og Fljótshlíð hefir veik-
in nú gengið í þrjár vikur og eru þar margir veikir
enn; 2 menn vóru dánir úr henni í Landeyjum er
síðast fréttist og fleiri í Fljótshlíð.
Húsbruni. 30. maí brann bærinn á Grímsslöðum
á Mýrum. Húsbóndinn, Hallgrímr Níelsson, var ekki
heima og enginn karlmanna. Haldið var að eldrinn
hefði kviknað út frá eldavélar pípu. Bærinn var uý-
bygðr, að mestu af timbri, og brann á mjög stuttri
stund og að kalla alt sem inni var, húsbúnaðr, sængr-
föt og ull af geldfé. Skaðinn nemr víst nokkrum
þúsundum króna. Sveitungarnir hafa þegar skotið
saman nokkrum hundruðum króna til að bæta skað-
ann (meðal anuara gaf Thor Jensen 100 kr.).
Drukknanir. 5 júní fórst bátr með fjórum mönn-
um á leið frá Rauðanesi á Mýrum til Akraness.
Formaðr hét Ingimagn Eiríksson frá Lykkju á Skaga;
Iætr eftir ekkju og 4 börn ung. Hinir vóru Ingim.
Guðmundsson frá Ölvaldsstöðum, Bergr Árnason frá
Einarsnesi, báðir ungir menn, ógiftir, og Páll Guð-
mundsson, roskinn maðr frá Einarsnesi.
3. júní druknaði unglingsmaðr frá Kalmanstungu,
Jón Jónsson að nafni. Hann var, ásamt manni frá
Húsafelli, við siiungsveiði norðr í Arnarvatni; veðr
var hvast og fylti því bátinu; tók þannig annan
manninn út, enn hinn maðrinn gat haldið sér við
bátinn og rak hann svo til lands.
19. maí fórst bátr í lendingu undir Byjafjöllum. Segir svo í
bréfi að austan: „Sjór var dauðr enn ofrlitið hornriðabrim (af
austri). Skipið hrepti ólag i leudingunni og hvolfdi Jiví í brim-
garðinum. Bandamennirnir og þeir, sem utan undir áttu að fara,
sáu hvað verða vildi og fleygðu sér í sjóinn, og skolaði upp öll-
um, enn hinir, sem undir árum vóru og í skutnum, urðu innan
í skipinu. Neglunni varð undir eins náð flr, enn engin ráð vóru
að lyfta skipinu upp, og höfðu 40 manna, sem utan um það
vóru, engin ráð til þess, og ekki gátu þeir heldr komið gati á
það, þvi byrðing er öll úr eik á skipum hér um slóðir. Svo
var sent til bæjar eftir sleggju til að brjóta skipið og fór tii
þess meir eun klukkutími. Þá náðust tveir menn lifandi úr
skutnum. Þeir höfðu ekki getað brotið skipið, sem inni vóru,
enn töluðust lengi við. Þeir sem af komust vóru tiu, og var
einn þeirra formaðrinn, Vigfús Einarsson frá Hlíð. Niu drukkn-
uðu: Skæringr Árnason frá Skarðshlíð, gamall bóndi og lengi
hreppstjóri, Sigurðr Snjólfsson, vinnumaðr hans, Kjartan Jónsson
frá Drangshlíð1 (var um tíma í latinuskólanum), Bárðr Pálsson
frá Kaufarfelli og Ólafr sonr hans, Gísli Guðmundsson frá Selja-
völlum, ungr bóndi, Jón Eyjólfsson vinnumaðr frá HLíð, Jón
Jónsson bóndi frá Klömbru og Einar Einarsson, ungr maðr, frá
Felli i Mýrdal".
Rangárvallasýslu, 26. maí. „Hlutir í Vestmannaeyjum vel
bjarglegir, 2—2V2 hundrað stórt til sumarmála, meðan stórskip
gengu; á þeim eru 16—20 manna, og svo eru áttróin skip með
12 mönnum. Eftir sumarmálin var góðr reytingr af löngu á
smábáta (4—6 manna). í Vestmannaeyjum er ekki talið neitt
á vertið nema þorskr og langa“.
Vedr vikuna S.—9. júní, eftir athug. Bjarnar Jenssonar.
Skýjamegn
og útlit.
3—5 hg.
3— 9 bh.
4— 9 hg.
5— 9 b.hg.
4—9 h.b.
Loftþyngd Hiti c. Úrkoma Vindr:
kl 8. 2. 9. 8. 2. 9. min. átt afl
3. 756,„ 57,. 57,. 1,7 3,5 1,3 1,8 a.nna. 1-3
4. 54,. 53,. 50,. 1,6 3,8 0,9 nna. 1—3
5. 43,. 41„ 38,„ 0,1 n n. 3-4
6. 40,. 45„ 49,3 9,6 5,3 2,3 n nv.vnv. 1—2
7. 57,. 62„ 65,, 9,6 7,. 3,8 n n. 1-2
8. 54,7 63,. 63,, 6,. 10,7 10,4 1,2 nna.ua. 1-2
9. 62,, 61,» 63,. 7,, 10„ 6,6 2,5 n na.nna. 2-3
'
Ath.s.: Loftþyngdin og hitinn er hér tekið þrisvar á dag, kl. 8, kl. 2
og kl. 9; min. er minstr hiti. Hvað hvast er, er tálinað með 0—6; 0 =
logn, 6 = ofviðri. Skýjamegn er táknað með 0—10; 0 = heiðrikt, 10 = al-
þykt, b=:bjart, h = hvítleitt, g = grátt.
Reykjavíls..
Nú er verið að gera við Skólavörðuna og safnað fé til þess
með samskotum; gengst hr. Coghill fyrir því. Mun vera ætlast
til, að góðr kikir verði settr efst á hana, ef næg samskot fást.
Verið er að reyna að veita læknum upp í rennurnar í Austr-
stræti, enn það hefir enn ekki tekist. Rennur vantar annars
víða, einnig við aðalgötur, og þær rennur sem eru, eru litiu
1) 1 „ísafold“ er það ranghermt, að hann hafi komist af.