Fjallkonan - 12.08.1890, Blaðsíða 3
31
T
Charles Stewart Parnell.
Þessi fræga frelsishetja íra er kominn af gamalli
enskri ætt, er var prótestantatrúar. Afl Parnells,
Henry Parnell, var enskr þingmaðr og tekinn í lá-
varðatölu 1841 og nQfnflist þá Lord Congleton. —
Parnell er tæddr 1846 í Avondale í greifadæminu ,
Wicklow og stundaði nám við háskólann i Cambridge. 1
Tókst hann síðan ferð
á hendr til Bandaríkj-
anna í Ameríku og fór
síðan lieim til Wicklow,
og þar varðhannl874
valdsmaðr greifadæm-
isins. 1875 var hann
kosinn á þing (í neðri
málstofunni) sem ein-
dreginn heimastjórnar-
maðr fyrir greifadæm-
ið Meath. 1877 kom
hann fram með frum-
varp um að gera leigu-
kaupa jarðir sínar.
október 1879 var und-
ir hans forustu stofu-
að hið írska þjóðvina-
félag (the Irish Natio-
nal Land League) og
þess. 1880 fóru fram
nýjar kosningar til
þingsins og var Par-
nell valinn í þremr kjör-
dæmum írskum, enn
hann tók kosningu fyr-
ir borgina Cork, og kom þegar, er þing var sett,
fram með ný leiguliðalög. Hann fékk þá engu fram
komið. TJm þessar mundir fór hann til Ameríku
og hélt þar ræður um írska málið; söfnuðust þá í
Ameríku svo miklar gjafir til íra, að stjórn Banda-
ríkjanna lét Parnell hafa skip til að flytja gjafirnar
heim til írlands. Haustið 1880, er þingi var lokið,
lét hann svo mikið til sín taka um fundahöld og
upphvatningar á írlandi, að stjórnin höfðaði mál
gegn honum fyrir óeirðir, enn engi dómr var þó upp
kveðinn yfir honum. Þó sat hann í varðhaldi frá
14. okt. 1881 til þess i maí 1882. Sem viðrkenning
fyrir aðgerðir Parnells til endrreisnar írlands var fé
skotið saman handa honum, og vóru honum afhent
40,000 pd. sterl. haust-
ið 1884. Þegar stjórn-
in (1885) vildi hækka
toll á öli og áfengum
drykkjum til að standa
straum af herkostnaði,
greiddu Parnellsmenn
atkvæði með Tory-
mönnum móti tollinum,
og leiddi að miklu leyti
af því, að ráðaneyti
G-ladstones varð að
fara frá. í frumskrá
(prógrammi), er hann
kom fram með haustið
1885, krafðist hann
fullkominnar sjálf-
stjórnar írlandi til
handa og að írar fengju
parlament (þing) fyrir
sig. Síðan hefir hann
stöðugt barist fyrir
frelsi írlands og feng-
ið æ fleiri og fleiri á
sitt mál, enn mestu
munar það, að Glad-
stone hefir einkum
síðan 1885 tekið mál-
ið í sínar hendr og miðar því alt af meir og meir
áleiðis. Um sakargiftir þær, er enska blaðið „Times“
og ýmsir stjórnarsinnar spunnu upp móti Parnell,
er kunnugt af íslensku blöðunum og hvílíkar hrak-
farir Times og enska stjórnin fór í því máli.
Um algengustu vörur,
Bem fluttar eru til íslands.
Kornteg'undir. Af korntegundum er mest flutt hingað af rúgi.
Þessi korntegund er varla ræktuð annarstaðar enn í Evrópu,
og til manneldis er hún ekki ræktuð nema á Norðrlöndum,
Rússlandi, Póllandi, Norðr-Þýskalandi og Hollandi. Frá Rúss-
landi, Póllandi og Norðr-Þýskalandi flyst mikið af rúgi. Rúss-
neski rúgrinn er bestr, enn sá rúgr sem hingað flyst, er að
mestu frá Danmörku; Jiaðan flyst þó mest af rúgi til Noregs.
Einkenni á góðum rúgi eru, að hann sé þur og laus við óhrein-
indi og kornin þung í sér og ekki blönduð öðrum korntegund-
um; skelin á að vera þunn og má best sjá það með því aðbíta
kornið i sundr, og þegar rúgrinn er malaðr á ekki að vera
myglulykt eða önnur óþægileg lykt af mjölinu. Rúgmjöi er
næringarmeira enn hveitimjöl.
Bygg vex nálega nm alla Evrópu, og er það einkum haft til
ölgerðar og fénaðarfóðrs, svo og til að búa til úr því grjón
(bygggrjón, hálfgrjón, bankabygg), þannig að skelinni er náð af
og kornin eru pressuð, stýfð eða klofin. Hingað til lands flyst
mjög litið af byggi. Bygg flytja Danir út mest af öllum korn-
tegundum og mest til Englands, enn Englendingar hafa það til
maltgerðar eða bruggunar. Bygg vex nyrst í Noregi og það
getr einnig vaxið hér á landi og heflr verið ræktað hér i forn-
öld víða um land, enn einkum þó sunnanlands.
Eafrar eru ræktaðir í allri Mið-Evrópu og Norðr-Evrópu og
að mestu hafðir til fénaðarfóðrs. Þeir eru einnig hafðir til að
brugga af þeim hvitt öl, enn síðr til brennivínsgerðar. Skotar
gera brauð af höfrum. Mest er ræktað af höfrum í Rússlandi,
Hollandi og Norðr-Þýskalandi. Hafrar eru ágætt fénaðarfóður,
enda hafa þeir mikla eggjahvítu i sér.
Bísgrjón (eða hrísgrjón) eru ávöxtr af rísplöntunni, sem upp-
haflega mun komin frá Austr-Indlandi, enn er nú ræktuð víða í
hitabeltinu, og i nokkrum löndum í tempruðu beltunum, svo
sem á Spáni, Portúgal, Ítalíu, á ströndum Austrríkis, i Ungarn
og Suðr-Rússlandi og í Ameriku. Risgrjón eru næringarmest af
öllum korntegundum. í heitu löndunum í Asíu, Indlandi, Kína
og Japan og víðar eru þau aðalfæða manna, og þar lifa menn
jafnvel eingöngu á þeim; má fullyrða að helmingr mannkynsins
lifi mestmegnis á rísgrjónum. Góð risgrjón eiga að vera hvít,
þur og heil, og laus við ryk eða hýði, lyktarlaus og bragðlaus.
— Rísmjöl er malað úr rísgrjónum, og haft i fínt brauð, súkku-
laði o. s. frv. Japansmenn gera deig úr rísmjöli og herða og