Fjallkonan


Fjallkonan - 25.11.1890, Qupperneq 1

Fjallkonan - 25.11.1890, Qupperneq 1
FJALLKONAN. AUKA-ÚTGÁFA TIL FRÓÐLEIKS OG SKEMTUNAR. M 12—13. REYKJAVÍK, 25. NÓVEMBEB. 1890 Spá (saga frá frönsku stjómarbyltingunni). — Flestir stórkostlegir viðburðir í heiminum eiga sér aðdraganda, og því er það, að glöggskygna menn órar oft fyrir þeim löngu áðr enn þeir koma fram. Þannig var því háttað með stjórnarbyltinguna miklu á Frakklandi fyrir 100 árum. Árið 1760, eða 19 árum fyrir stjórnarbyltinguna frönsku, komst Rous- seau þannig að orði í „Emile“ : „Miklir menn munu verða smáir, og ríkir menn munu verða fátækir, konungrinn mun verða þegn, .... byltingaröldin kemr bráðum“. Árið 1764 segir Voltaire í bréfi til Chauve- lin: „Hvarsem ég iít, sé ég rætr stjórnarbyltingar, sem er óhjákvæmileg, enn ekki nýt ég þeirrar ánægju að sjá hana“. Þetta er nú reyndar ekki annað enn framsýni stjórn- málamanna, og alt annað er spádómr. Enn kynlegra er það, sem skáldið Cazotte spáði um stjórnarbylting- una miklu. Það var rétt eftir nýárið 1788, er hanu sat að miðdegisverði hjá hertoganum af Choiseul. Spádom Cazottes ritaði síðan einn af þeim, er þar vóru viðstaddir, rithöfundrinn La Harpe, sem dó 1803; var hann prentaðr í ritum hans þrem árum eftir að hann dó. Louis Blanc heíir tilfært spádóm þennan í stjórnarbyltingarsögu sinni, enda er hann orðinn mjög viðfrægr. Cazotte skáld var hálshöggvinn í Paris 25. sept. 1792, 72 ára gamall, með aftökuöxi byltingar- manna. Frásögn La Harpes um spádóminn er á þessa leið: Ég man eftir þessu eins og það hefði verið í gær, það var rétt eftir nýárið 1788. Við sátum að mið- degisverði hjá einum af samvinnöndum vorum við há- skólann, sem var tíginn maðr og vel að sér. Þar vóru margir samankomnir, menn af öllum stéttum, hirðmenn, dómarar, háskólakennarar og aðrir lærðir menn vóru þar. Við höf'ðum snætt ríflega og með ábætinum (dessert) kom Malvasía-vín og Ieysti af okkr tunguhöftin, svo að margt. bar á góma og ekki alt sem siðlegast, því ekki var um annað hugsað, enn að menn skemtu sér sem best. Camfort sagði okkr ýms- ar óguðlegar sögur, samræðan var krydduð með svæsn- ustu orðum úr ritum Voltaires og Diderots. Enn síð- an hneigðist samræðan að alvarlegu efni, og allir urðu á eitt sáttir um það, að stjórnarbyltingin væri óhjákvæmileg, og að hjátrúin og trúarofsinn yrði að lúta í lægra haldi fyrir heimspekinni. Það var að eins einn af þeim, sem við vóru staddir, sem ekki tók þátt í samræðunum. Það var Cazotte. ; Hann var annars ágætismaðr og mjög sjálfstæðr í skoðunum. Loks tók hann til orða og mælti með mikilli alvöru: „G-óðir herrar, eitt get ég fullvissað : ykkr um, og það er það, að þið munuð lifa þessa 1 stjórnarbylting, sem þið þráið svo mjög. Þið vitið, að ég er dálítið brot af spámanni. Sannið þið til“. „Já, það þarf enga spádóms andagift til að sjá slíkt fyrir“, sögðu borðgestirnir. „Það er satt“, sagði Cazotte, „enn til þess að geta sagt það, sem ég nú ætla að segja ykkr, þarf maðr að vera forspár. Hafið þið annars nokkra hugmynd um, hvað þessi stjórnarbylting muni flytja ykkr, sem hér eruð saman komnir, og hver endirinn muni verða“. „Látið okkr heyra“ sagði Condorcet stærðfræðingr; „ég er slíkr lærdómsmaðr, að ég hefi ekki oft færi á að tala við spámenn“. „Þér munuð. deyja í fangelsi og sjálfr ráða yðr bana með eitri, til að forðast böðulinn. Á þessum skelfingartíma munuð þér ætíð bera eitr á yðr“. Allir urðu forviða við þessi orð, enn gerðu siðan gaman úr því og sögðu það vera tóma draumóra. Hvað ætti að gera með varðhöld, eitr og böðla, þegar vísindin og skynsemin sætu að stjórn? Þá mælti Cazotte: „Það verðr þó einmitt sem ég segi ykkr: í nafni vísindanna og undir yfirdrottn- un skynseminnar verðr þetta ykkar hlutskifti. í Frakklandi verðr þá ekki trúað á annað enn. skyn- semina. — „Þá verðið þér varla prestr um þær mund- ir“, sagði Camfort. — „Nei, það vona ég að ekki verði“, segir Cazotte „enn þér, hr. Camfort, verðið einn þeirra, og er það maklegt. Þér munuð veita yðr sjálfum tuttugu og tvö sár með skegghníf og deyja þó ekki fyr enn eftir tvo mánuði“. Nú þótti flestum, sem við vóru staddir, nóg komið, enn létu þó ekki á sér festa. „Þér, hr. Vicq d’Azir, munuð reyndar ekki vökva yðr blóð sjálfr, enn þér látið blóðtökumann taka yðr blóð sex sinnum sama daginn, og deyið svo nóttina eftir. Þér hr. Nicolai, munuð deyja á aftökustaðnum, og sömuleiðis þið Bailly, Mallesherbes og Roucher". — „Nú skiljum við hvernig í þessu muni liggja“, sögðu hinir; hann hefir veðjað við einhvern um, að hann skyldi gera okkr allasmeyka. — Nei, alls ekki“. „Þá verðum við kúgaðir af Tyrkjanum? Er það mein- ingin? — „Alls ekki, það verðr eins og ég sagði yðr, vísindin og skynsemin, sem ráða. Þessir menn, sem fara með yðr eins og mér segir hugr um, eru tómir heimspekingar og hafa jafnan á vörunum þær kenningar, sem þið haldið mest fram ; þeir munu vitna til Voltaires og Diderots. Áðr enn sex ár eru liðin, verðr alt þetta komið fram“. — „Hér rekr hvert undr- ið annað“, segir La Harpe, „enn hafið þér ekkert að segja um mig?“ — „Þér verðið sjálfr að undri, því um þær mundir munuð þér verða kirkjutrúarmaðr. — Þá héldu hinir, að þeir mættu vera öruggir, því ef þeir ættu að lifa það, að La Harpe yrði kirkjumaðr, mundu þeir verða ódauðlegir. -— Þá sagði hertogafrú- in af Gramont: „Við konurnar eigum þó gott að því leyti, að við erum til engra mála kvaddar; við getum reyndar gert talsvert fyrir því. Það er heldr ekki líklegt, að þessi ókjör gangi yfir okkr“. „Það dugar ykkr ekki“, sagði Cazotte, „að þið er-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.