Fjallkonan - 25.11.1890, Side 3
47
hagskýrslnm frá fylkinu Bombay vóru 362 glæpamenn teknir
þar fastir síðustu tólf mánuði. Af þeim vóru 56 heiðingjar, enn
hinir allir vóru kristnir menn af ýmsum trúarrtokkum.
SœmJca skáldkonan Flygare Carlén, sem um síðustu ár hefir
verið nálega alblind, lét fyrir skömmu lækni einn „óperera11 sig
og fékk við það allgóða sjón. Þykir það því merkilegra sem hún
er háöldruð, 84 ára.
Hressingar Bismarcks á ríkisþingi. Fyrir skömmu kom sendi-
nefnd frá hermannafélagi einu til Bismarcks. Bismarck lét bjóða
nefndinni vindla, enn reykti sjálfr pípuogveitti drjúgum kampa-
vín gestunum og bað þá eigi sparast til drykkjarins, því einhverjir
þeirra mundu enn þurfa að halda tölu. „Svo hefir mér sjálfum
reynst“, sagði Bismarck, „að í hvert sinn sem ég hefi sett i mig
eina flösku af móselvini og hálfa af kampavíni, þá hefir mér
jafnan orðið hálfu liðugra um mál á ríkisþinginu“.
TJngr prófessor í Pétursborg, Koneharski að nafni, tók eitr
fyrir skömmu, er hann var að halda fyrii'lestr um áhrif af eitr-:
legi nokkrum. Hann helti nokkrum dropum í glas og mælti
„Nú skuluð þið sjá mann deyja fyrir augunum á ykkr og það á
tveim mínútum. Yerið sælir, herrar rnínir". Hann horfði ró-
legr á úrið sitt og var á tilteknum tíma örendr. Allar lífgun-
artilraunir nrðu til einkis.
Eignir Þjóðverja í Afríku eru taldar 934000 ferhyrnings
kílómetrar, enn þýska rikið sjálft er að eins 540600 ferh. km.
Ríkasta skáld í heimi. Rússneska skáldið Plaschtschejeff erfði
eftir frænda sinn í f. m. 2 millj. rúfla, 4000 dessatínur í ein-
hverju frjósamasta fylkinu (dessatína = 2772 Q álnir) og skraut-
lega höll í Pétrsborg. Hann hefir 3 um fertugt og hefir alt
til þessa verið bláfátækr. Hann var eitt sinn riðinn við sam-
særi og dæmdr til fangelsisvistar i Síberiu. Þar var hann í
11 ár, uns hann var náðaðr. Hann er talinn með bestu skáld-
um Rússa.
Sjálfsmorð í prússneskum skólum. Frá 1883—88 vóru í prúss
neskum skólum æðri og lægri framin 288 sjálfsmorð af 240
piltum og 49 stúlkum og er það voðalega há tala. Um hvatir
og orsakir sjálfsmorða svo ungs fólks var erfitt að ákveða; upp-
kvæði hagskýrslanna er á þá leið, að um 86 af þessum sjálfs-
morðum sé ókunnugt um tildrögin, 80 muni hafa drepið sig af
ótta fyrir refsingu (nálega allir þeirra í hinum lægri skólum),
26 af geðveiki og þunglyndi, 19 af ofmetnaðar-brjálsemi (11
þeirra i æðri skólum), 16 af prófhræðslu („gatskrekk"), 7 til að
gera öðrum gremju, 5 af ástabrigðum.
Veisla & hafsbotni. í einni borg í Frakklandi er fyrir skömmu
lokið hafnargerð. Að verklokum lét verkstjórinn halda þeim
veislu á hafsbotni, sem að verkinu höfðu unnið. Öllum
helstu mönnum bæjarins var líka boðið til veislunnar. Neðansjáv-
ar vóru eigi alllitil híbýli gerð af mannahöndnm; þar höfðu yfir-
smiðir hafnarbyggingarinnar haft verkstöð sína. Nú var verk-
stöð þeirra gerð að skrautlegri höll; hún var prýdd með fánum
og krönsum og lýst upp með rafmagnsljósi. í hverju horni
þessarar Ægishallar var hljóðfæra-samsöngr (Orchester) og sung-
in hin inndælustu tónaljóð. Jafnframt því heyrðu menn annað
hljóð; það var þytrinn í loftdælunum. Hann gaf gestunum fulla
vissu um það, að þá mundi eigi bresta gott og hreint andrúms-
loft þarna niðri. Þar var veitt af mesta kappi, og þótt veislan
væri haldin á þessum stað (langt fyrir neðan sjávarflöt), var þar
hin mesta gleði.
Hungr, þorsti og þreyta hverfr úr heiminum!
Hafið þér heyrt getið um kola-hnotina eða frakk-
nesku skipstvíbökurnar einkennilegu? Menn hafa
lengi haft mestu ótrú á öllum sögum um þær og á-
hrif þeirra,því þær sögur eru jarðteikna sögum líkastar.
Einn einasti munnbiti af slíkri tvíböku, segja sög-
urnar, nægir til saðnings handa heilbrigðum manni
í nokkra daga, ef þörf gerist; liann þarf eigi að
neyta nokkurs annars. Þær auka líka starfsþrek
manna um allan helming og gera menn þolua og
þrautseiga, ef þeir lenda í einhverri raun, í stuttu
máli: stæla alla krafta manna, andlega og líkamlega.
Þetta sýnast blátt áfram ofsögur, enn ótrúlegust er
sú sagan, að þetta séu í raun og veru óræk sannindi.
Menn geta ekki efast um það lengr. Það sem því
olli að i víbökurnar frakknesku reyndust svo ágætar,
var það, að kola-lmotin var aðalefnið í þeim. Kola-
tréð vex í Austr-Afríku og er 30—60 fet á hæð;
það er dálítið svipað kastaníutré. E>egan það er hér
um bil 10 ára gamalt, þá ber það ávöxt tvisvar á
ári, og þá fást að jafnaði 80 pund af hnetum af
hverju tré. Frumheimkyuni trésins er á Afríku-
ströndum milli Senegal og Kongo, enn nú vex það
á Indlandi, Ceylon, í Ástralíu og verið er að reyna
að rækta það víðar. Blámenn í Afríku meta kola-
hnotina eins mikils og vér gull og gimsteina. Sum-
ir hafa hana fyrir gjaldeyri; aðrir hafa hana tii
merkis um frið og vináttu; þeir hafa hana líka sem
trygðaveð, eins og vér höfum trúlofunarhringa. íbúar
þeirra héraða, sem tréð vex í, hafa fyrir löngu síð-
an þekt hina ágætu eiginleika hnotanna og hafa
enda haft átrúnað á þeim, því auk þess, sem áðr er
sagt, um afl, þol og næringu sem þeir veita, þá fundu
þeir, að þær vóru besta lyf við flestum sjúkdómum.
Enn fá ár eru síðan að hvítir menn komust að þeirri
niðrstöðu. Nú segja f'rægir læknar, að kolahnotin sé
óviðjafnanlegr læknisdómr t. d. við hjartveiki, tauga-
sjúkdómum, köldu og jafnvel kóleru. — Dr. Monnet
segir meðal annars, að nú liggi ekki annað nær fyr-
ir mannkynið, enn að taka til að rækta kola-tré svo
skjótt sem unt er, hvarvetna á hnettinum, þar sem
það getr þrifist. Þá verðr hungrsneyðin útlæg ger
í öllum heitari löndum hnattarins.
Úr kaþólsku kirkjunni,
Gott dæmi þess, hvað kaþólska kirkjan enn í dag
býðr almenningi, er saga sú, sem hér fer á eftir, sem
prentuð er á þessu ári í kaþólsku kirkjutíðindun-
um, sem koma út í Kaupmannahöfn, og er þar sett
fram sem heilagr sannleiki.
Árið 71 e. kr. rændi herlið Vespasians keisara Nazaret; enn
drottinn hélt hendi sinni yfir húsi þvi, sem María mey hafði
búið í. Hermennirnir brutust ekki inn fyrir hina helgu veggi.
Þegar Helena móðir Konstantíns keisara hins mikla kom austr
til landsins helga, stóð húsið enn óhaggað innan um rústirnar
í Nazaret. Hún hreyfði engu í húsinu, enn lét byggja yfir því
skrautlega kirkju; vóru þessi orð skráð yfir aðalhliði kirkjunnar
á latínu: „Hæc est ara, in (jva prima jactum est humanæ
salutis fundamentum" þ. e. hér er fyrst lögð undirstaða að frelsi
mannkynsins. Árið 1252 vitjaði Loðvík 9. Frakkakonungr þesBa
helga húss. Enn hér um bil 1291 braut Egyptalandskonungr
undir sig Galileu alla, enn heiðingjarnir fengu að eins rifið niðr
kirkju Helenu hinnar helgu, því óðar enn þeir réttu ránshendr
að húsi Maríu meyjar, var það horfið og stóð að eins undirstað-
an eftir, til þess að færa þeim heim sanninn um það, að þetta
væri enginn draumr, heldr hefði húsið staðið þarna í raun og
veru.
í Ðalmatsíu er bæð ein lítil milli bæjanna Tersate og Fiume.
Þar hafði aldrei verið bygt hús frá ómunatíð. Má því nærri
geta, hve forviða menn hafi orðið þar í grendinni, er þeir vöknuðu
við þær fréttir nóttina 10. maí 1291, að kjarðmenn hefðu séð
ljós blika á trjánum þar uppi i hæðinni og þeir hefðu skundað
þangað og fundið þar brörlegt og gamalt hús, sem stæði þar á
ójöfnum, án þess nokkur undirstaða væri undir því. Aðrir hjarð-
menn, sem höfðu setið yfir fé um nóttina, höfðu séð Ijómandi
englahóp bera húsið í loftinu og heyrðu þaðan hljóma dýrlega
söngva. Þó vissu Dalmatsíuinenn ekki enn hvílíkr dýrgripr þeim
var á hendr falinn. Heilög guðsmóðir kom því guðhræddum
börnum sínum til aðstoðar; hún birtist sóknarprestinum í Ter-