Fjallkonan


Fjallkonan - 25.11.1890, Qupperneq 4

Fjallkonan - 25.11.1890, Qupperneq 4
48 sate, hinum virðulega Alexandri frá Georgio, er hann lá fyrir í dauðanum. Hfm birti honum að þetta væri húsið sitt, sem engl- arnir hefðu borið burtu úr Gyðingalandi, og til sannindamerkis j gerði hún hann aftr heilan heilsu með fyrirbæn sinni. Þótt eng- ! inn efaði það framar, að þetta væri hið blessaða hús úr Nazaret, j vóru sendir fjórir guðhræddir og samviskusamir menn til Gyð- ingalands til að rannsaka þetta nákvæmlega, til að geta sann- fært alla, er efuðust eða kynnu framvegis að draga þetta í efa. Þegar mennirnir komu aftr, sögðu þeir að hús Maríu meyjar væri algerleg horíið úr Nazaret, nema að eins undirstaðan, enn þetta hús væri að efnivið, byggingarlagi og stærð að öllu leyti eins og hitt hefði verið. Þá þusti fólkið að þúsundum saman og urðu þar margir bænheyrðir á furðulegan hátt. Allir lofuðu guð og þökkuðu honum, og var þegar tekið að byggja stóra og skraut- lega kirkju yflr hið helga hús. Enn enginn þekkir ákvarðanir forsjónarinnar; þegar húsið hafði staðið í Dalmatsíu 3 ár og 7 mánuði, þá var það aftr borið í loftinu af engla höndum; þá settu þeir það niðr tvær mílur frá Loretó í þéttum skógi. Skamma stund stóð húsið á þessum stað; fólkið tók að streyraa þangað til að biðjast fyrir; enn þá leyndust ræningjar í skóginum og réðust á þessa guðhræddu pílagríma og rændu þá. I þriðja sinni fluttu englarnir húsið á hæð eina rétt hjá Loretó, sem tveir bræðr áttu. Enn fólkið gaf stórgjafir til hússins helga; þessar gjafir komu bræðrunum til að sitja á svikráðum hver við annan, því hvor um sig vildi sitja að öllu einn. Englarnir tóku þá aftr frá þeim bráðina og fluttu húsið til Lóretó árið 1295. Eigi leið langt áðr enn Loretó var orðin markmið allra guðhræddra sálna, vegleg kirkja var byggð á skömmum tíma og borgarinn- ar löglegu drottnar, páfarnir, prýddu hana á allan hátt“. Stelsýki (kleptomani) ætla margir að sé engin sýki, heldr hafi menn kallað þessu nafni þjófnaðarástríð- una hjá „fínu“ fólki, af þvi það lætr betr í eyrum. Enn sé sögur þær, sem hér koma og standa í ensku blaði sannar, þá benda þær á, að til sé menn í raun og veru, sem hljöti að stela. í Lundúnum er stúlka ein, sem er sólgin í lykla; hún grefr þá í aldingarði sínum. í engri hurð né skáp í híbýlum hennar er nokkur lykill framar; hún hefir grafið þá alla saman. Þegar hún gengr út úr búðardyrum, gætir hún þess vel, að taka lykilinn með sér, ef hann hann er nokkur. Ættingjar hennar keyptu eigi alllítið af gömlum lyklum og létu þá liggja fyrir henni. Þeir hugðu að hún myndi með þessu móti geta fullnægt þessari safngirni sinni. Enn það fór á aðra leið. Þótt slíkir lyklar lægju mánuðum saman á borðinu í dagstofunni, þá gaf hún þeim ekki minsta gaum. Eun, ef fyrir henni varð lykill, sem daglega þurfti á að halda, þá dró hún ekki að grafa hann í jörð niðr. Hún kærði sig ekki um lykla aðra enn þá, sem menn þurftu á að halda. — Nafnkunnr læknir í Lundúnum er fjarskalega hneigðr fyrir að stela haudklæðum. Það er vandi hans þegar hann vitjar sjúkra, að biðja um handklæði,og hann gleymir jafnframt aldrei þeirri reglu að stinga þeim í frakkavasa sinn, þegar tækifæri gefst. — Enn kynlegt er það, að einmitt þessi sami lækn- ir fæst við að rannsaka stelsýkina og hefir haldið vísindalega fyrirlestra um það efni. — Eitt einkenni- legasta dæmi þessarar stelsýki er þó, ef til vill, maðr nokkur, sem ekki vildi éta annan mat enn þann, sem hann hafði stolið. Enn af þessum kynlega hætti hans leiddi eðlilega, að hann varð að fasta margan daginn. Hann olii námönnum sínum mikils kvíða, því að stundum varð eigi annað fyrirsjáanlegt, enn að hann mundi svelta í hel. — Að lokum fundu þeir ráð til að koma í veg fyrir, að hann sylti heiiu hungri. Þeir geymdu ýmsar matvörur hér og hvar og gengu svo frá þeim, að maðrinn hlaut að leita þær uppi og stela þeim. Eftir það lifði hann góðu lífi. Eitr í útönduðu lofti. Það vita nú allir, að þar sem margir menn búa saman í herbergi, verðr loftið skaðvænt, ef eigi er hleypt inn nægilega miklu af hreinu lofti. — Áðr héldu menn, að þetta kæmi af | kolsýru þeirri, sem fylgir loftinu, sem menn anda ! frá sér, og sögðu hana skaðlega, enda þótt lítið væri af henni — Eftir margar nýjar og áreiðanlegar til- > raunir hafa menn þóttst finna, að þessi ætlun sé röng. Það hefir reynst svo, að mönnum hefir veitt létt að anda að sér lofti, þótt í því sé mikið af hreinni kol- sýru. Enn þegar andrúmsloftið spillist af því, að of margir menn eru saman, þá kemr það af því, að í því eru, auk kolsýruunar, eitt eða fleiri mjög citruð efni. — Duboix Reymond kallar þan manneitr (anto- prodixin) — og það eru þessi efni, sem gera loftið svo óheilnæmt í herbergjum, þar sem lítið eða ekkert lífs- loft kemst að. — Að því er frakkneskir læknar segja, þá koma þessi eitrefni úr lungunum með loftinu, sem menn anda frá sér. Óræk sönnun fyrir því hefir fengist með því að hreinsa andgufuna með brenni- steinssýru, er dregr í sig þessi eitrefni, enn skilr kolsýruna algerlega óbreytta eftir. — Menn komust að raun um, þegar loftið hafði verið hreinsað á þennan hátt, að það var vel fallið til að anda því að sér, enn óhreinsað drap það öll þau dýr, sem vóru látin anda því að sér. Jiáð til að fita sig. í Plainfield í New-Jersey gerði kona nokkur sér að reglu, að drekka nærfelt 19 potta af nýmjólk á hverjum degi. Þetta gerði hún til að fita sig. Þetta tókst henni vel, enn þá kom það fyr- ir, að hún gat ekki hætt við það aftr, og smátt og smátt safnaðist svo mikill fita kringum hjartað, að það hætti að slá. Skrítlur. Prestr nokkur spurðipiltað því, bvernig sjötta boðorðið hljóð- aði: „Þér skuluð ekki hórdóm drýgja", segir hann. Prestr sagði: „Það stendr ekki þér skwlud, heldr þú skalt“ o. s. frv. Piltrinn svaraði: „Ég vildi ekki segja þú við yðr“. Vestrfara einum var sagt, að Ameríka væri svo mikiö sældar- land, að meðalmaðr slægi þar 12 hesta af rúsínum á dag. „Þá þykir mér hart“, sagði vestríarinn, „ef ég get ekki slegið tvo“. Prestr spurði einu sinni almúgadreng: „Hvað ættirðu nú að fá fyrir syndir þínar?“ „Ég fyrir mitt leyti heimta ekkert fyrir þær“, svaraði hinn i hjartans einfeldni. Bónda nokkrum á suðrlandi, sem var sagt, að Kristján kon- ungr 9. væri væntanlegr til þjóðhátiðarinnar sumarið 1874, varð þetta að orði: „Nú, hann hefir þá ekki mikið að gera, blessaðr, ef hann er að faraþetta um hásláttinn". Prestr spyr barn: „Hver var faðir Jobs?“ Barnið þegir. Þá segir prestr: „Það er ekki von, þú vitir það, barnið mitt; englar guðs vita það ekki, guð veit það ekki, og ég veit það varla sjálfr“. Bóndi nokkur, sem mál þurfti að höfða, fór til málflutnings- manns, enn lagði til enga peninga. Málfærslumaðr ók sér og kvað málið svo myrkt og flókið, að hann sæi hvorki upp né niðr í því. Bóndinn skildi kvað hann fór, fékk honum tvo gullpen- inga og mælti: „Hérna, herra minn, eru tvö gler i ein gler- augu“. Prestr nokkur sat við spil alt þangað til hringt var tíl fræða- lesturs. Til þess nú að enginn tæki frá honum spilin, er búið

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.