Fjallkonan


Fjallkonan - 25.11.1890, Síða 6

Fjallkonan - 25.11.1890, Síða 6
50 “Saga stjórnfræðinnar og tengdir hennar við siðfræðina", Ágrip af formála Paul Janets að bðk hans um það efni. Þýtt hefir Arrdjótr Ólafsson. „Eg vil útskýra í forra. þessum“, segir Janet, „tengd- ir stjórnfræðinnar og siðfræðinnar, og sýna hvar þær greinast, sundr og einast saman. Efni þetta er víð- áttumikið, fyrir því get eg bent eingöngu á megin- atriðin“. „Oss mæta í þessu efni tvær kenníngar andstæð- ar; önnur þeirra aðskilr stjórnfræðina gjörsamlega frá siðfræðinni, en hin drekkir stjórnfræðinni í sið- fræðinni. Er hin fyrtéða kenníng Machiavels, en hin siðarnefnda er kenníng Platóns. Eg kalla mækja- velsku1 sérhverja þá kenníng, er fórnar siðsemina á altari stjórnmálanna, og sérhverja þá kenníng plat- ónsku, er gjörir hið gagnstæða“. „Hvað ertu að segja! Svo mæla eðr hugsa aug- ljósir eðr leynilegir mækvelssinnar, hugsarðu þér að ríg- binda ríkin, konúngana, þjóðirnar, við skamsæar sið- | semisreglur í heimilislífi landsmanna? Skyldur ríkis- stjórans, eru eigi hinar sömu sem húsbóndans; ef j ríkisstjórinn ætlaði sér að fylgja samviskusamlega ölium boðum skamsæar siðsemi, mundi hann steypa sjálfum sér og þjóðinni sömuleiðis. Þjóðfélagið hefir eigi aðra skyldu en þá að varðveita sjálft sig, og þjóðfélagið á eitt um það að dæma hver meðul það nota skal til varðveizlunnar . ...“. Það sem er dygð I hjá valdalausum manni, það getr verið glæpr hjá valdamanninum14. Sannarlega væri þess óskandi að menn væri æfin- j lega góðir; en af því að menn eru það nú eigi, verðr j hverr sá dauðans matr, er góðr vill vera innan um fantana. Ef þú svíkr eigi aðra, verðrðu sjálfr svik- inn, ef þú ert eigi ofríkismaðr, muntu falla fyrir of- ríki annara. Líttu á stjórnmálamennina miklu á öll- um öldum ; Alexandr lét veita sér guðlega lotníngu; Rórnúll drap bróður sinn; Sesar fór yfir Rúbikon; j Águstr lézt vilja segja af sér keisaratigninni til þess að sitja því fastara í söðlinum. En þá Filipp fagri, | Ferdínant kaþólski, Hlöðvir ellefti, Borgíarnir, Medís- j arnir, jafnvel hinn göfugiyndi Hiurekr fjórði keypti I sér París fyrir kaþólska guðsþjónustu. Sérðu eigi, að enginn þessara manna hefir vanrækt að beita sér j til hagnaðar nokkru vopni, hvort það var heldr tál- I bragð eða glæpr? Svona breyttu nú konúngarnir; en ætli þjóðveldin verið hafi saklausari? Hefir nokkurr í konúngr nokkurntíma verið fláráðari en Rómverjar voru? Hefir nokkurr harðstjóri verið tortryggnari j grimmari, óttalegri en þjóðveldi Feneyínga? ...“. Þessum ummælum Mækvellínga svarar nú Páll Janet á þá leið, að þótt þeir geti fundið mörg dæmi í mannkynssögunni sér til stuðníngs, geti þó hvorki visindin né samvizka manna samsint þeim. Hann j lýsir yfir því að almannaskynsemin geti eigi verið i andstæðiíeg almannasamvizkunni, en stjórnarháttrinn j — 1) Þetta orð leyfi ég mér að mynda að fornum sið, sem orð- ! ið mœkir er myndað af machera. hljóti að lagast eftir hvorritveggja. Sagan votti, að því skapi sem uppfræðingin eykst, að sama skapi verði samkomulagið betra milli siðseminnar og stjórn- málafarsins. „Þótt vér fáum eigi enn fyrir séð“, segir hann, „hvenær fullkomin sátt muni komast á með siðseminni og stjórnmálafarinu, hljótum vér þó að játa, að stór framfarastig hafa stigin verið í þessa átt nú síðustu þrjár aldirnar. Stjórnmálafar 15. og 16. aldar er oss andstyggilegt nú á dögum; vér þolum nú eigi sérhvað það er þeir Rikkileifr (Riche- lieu) og Hlöðvir 14. leyfðu sér; réttsýni og áreiðan- leiki eru þau fyrstu skilyrði er vér heimtum af stjórn- inni, þá er þess er kostr ...“. „Menn korna gegn mér með það hættulega og tví- ræða máltæki: Þjóðarheillin er hið æðsta lögmál (Sa- lus populi suprema lex). En þjóðheillin er einmitt réttlætið; og þyrfti að setja máltæki gegn máltæki skyldi eg segia: Ríki réttlœtið, þótt mannheimr að for- qórðum fari (Fiat justitia, pereat mundus). Enn mann- heimr hefir hér als ekki um þessa tvo kosti að velja, fyrir því að það er eingöngu sökum réttlætisins, að hann stendr. . . . Setjum nú, að þjóðheillin sé hið æðsta lögniál og jafnskjótt verðr alt leyfilegt með því að jafnan er mögulegt að fullyrða, að þessi athöfn, að þessi úrræði sé nauðsynleg þjóðheiIlinni“ (Páll Janet tekr Barthólomeus-nóttina til dæmis, og leiðir næsta sennileg rök að því, að manndrápin um nóttina verið hafi nauðsynleg til viðrhalds ríkinu). [Framh.]. Magaveiki. Þegar ég á næstliðnum vetri þjáðist afmagaveiki, sem leiddi af slæmri meltingu, þá var mér ráðlagt af lækui að reyna Kína-lífs-elexír herra Valdemars Pet- ersens í Friðrikshöfn. Af bitter þessum, sem hr. konsúl J. V. Havsteeu á Oddeyri hefir útsölu á, brúkaði ég svo nokkrar flöskur, og við það stöðvað- ist veikin og mér fór smám saman batnandi. Ég get því af eigin reynslu mælt með bitter þess- um, sem ágætu meðali til þess að styrkja meltinguna. Oddeyri 16. júní 1890. Kr. Sigurðsson. Kína-lífs-ellxírinn, hinn eina ekta, hafa þessir kaupmenn til sölu: Hr. B. Felixson, Revkjavik. — Helgi Jónsson, Reykjavík. — Helgi Helgason,--------- — Magnús Th. S. Blöndabl, Hafnarfirði. — Jón Jasonsson, Borðeyri. aðalútsöiumaðr norðanlands. Á þeim verslunarstöðum, þar sem engin útsala er, verða útsölumenn teknir eí menn snúa sér beint til Waldemar Petersen, er býr til hinn eina ekta Kína-lífs-elixír. Frederikshavn, Danmark. Yinnukona, sem hefir verið nokkur ár í kaupstað og hefir góð meðmæli, getr fengið vist á næsta vori með góðum kjörum. * íbúðarhús á Akreyri er til sölu með góðum kjörum. Húsið er 11 álna langt, 8 álna breitt, með 4 herbergjum auk eldhúss; því fylgir litill kálgarðr. Semja má við bóksala Frb Steinsson á Akreyri.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.