Fjallkonan


Fjallkonan - 16.12.1890, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 16.12.1890, Blaðsíða 1
Kemr út 4 þriðjudögum. Árg. 2 kr. (3 kr. erlendis) 36 bl. -f aukaútgáfu 1 kr. -1,50 (1,50—2 kr. erl.). Gjalddagi i júlí. FJfllL NA Uppsögn ógildnema skrifl. komi til útgef. fyr. 1. okt. Skrifstofa í Veltusundi 3. Útgef.: Vald. Ásmundarson. VII, 36. REYKJAVÍK, 16. DESEMBEK. 1890. Brúkuö íslensk frímerki kaupir skrifstofa almennings fyrir hæsta verð. Nokkur orð um uppeldi eftir Guðmund Hjaltason. 1. Hvað er uppeldi? Það er eiginlega þrenskonar: iíkamlegt uppeldi, þekkingar uppeldi og siðferðislegt uppeldi. Líkamlegt uppeldi er einkum falið í því, að veita börnum fæði, föt og skýli og annast heilsu þeirra. Þekkingar uppeldi er hin eiginlega kensla í öllum bóklegum námsgreinum. Siðferðislegt uppeldi er fólgið í góðu eftirdæmi og réttri hegðun við börnin; einnig í því að kenna þeim að vinna fyrir sér og verða sjálfstæð, dygðug og guðrækin. 2. Uppéldið hefir óniælanlega þyðing fyrir mann- I félagið. Sérhver maðr hefir mikil áhrif á heimili sitt, ekki einungis sem húsbóndi, heldr einnig sem hjú. j Heimilið heíir áhrif á sveitina, sveitin á þjóðina, þjóðin á mannfélagið. f áhrifum sínum lifir því hver maðr lífi, sem, ef til vill, getr orðið endalaust. Enn alt er komið undir því að áhrifin séu góð. Duglegr, mentaðr, dygðugr og sjálfstæðr maðr lifir því öðrum til endalausrar blessunar, sem nær frá einum stað til annars, frá einni öld tii annarar. Þótt minning hans hveríi eins og ský, og þótt hann liafi engin svo nefnd frægðarverk unnið, þá gerir hann j oft meira gagn enn margr „frægr“ maðr. Þesskonar menn þurfum vér marga, og þá á gott uppeldi og þar afleiðandi betri kynslóð að gefa oss. 3. Ennhverjir eruþeir sem uppala? Foreldrar, fóstr- foreldrar, húsbændr og kennarar. Jafnvel hjú og allir, sem umgangast börnin, hafa mikil áhrif á upp- eldi þeirra, og hafa því uppeldisskyldum að gegna, ekki mikið færri enn þeir, sem beinlínis eiga yfir börnum að segja. Er því nauðsynlegt að gllir æðri sem lægri þekki uppalara skyldurnar. Ef þeir þektu þær, þá mundu þeir hika við að skifta sér heimildariaust af annara börnum til þess að setja þeim reglur og laga þau eftir sínu höfði. Þeir mundu þá líka varast að hafa ilt fyrir þeim og gera þeim rangt. 4. Enn liverjar eru uppalara skyldurnar? Að geta veitt börnum áðr nefnt þrenskonar uppeldi. Enn til þess þarf mikla hæfileika og þekking. Helstr þessara hæfileika er élska til barnanna. Vel færi ef sem flestir hefðu lært að elska börn áðr enn þeir verða feðr eða fóstrfeðr. Þá myndu þeir fá hugmynd um þá miklu ábyrgð, sem hver faðir og móðir hefir. Kjör barnanna bæði þessa heims og annars mundu þá standa afmáluð fyrir augum þeirra skelíileg eða gleðileg og ætíð mjög mikilvæg. Hvað þekking snertir, þá ætti helst hver sem hugsar um hjúskap sem búandi maðr að hafa lært almenna jarð- vinnu, svo sern túnsléttu, garðhleðslu og almennar húsabyggingar, og sjálfsagt vera vel heima í skepnu- hirðing, eða þá sjómensku. Og þá gæti hann kent og ætti líka að kenna börnum sínum þessi verk. Hann ætti líka að hafa lært að lesa, rita og reikna rétt, þekkja landið og sögu þess, einnig ágrip af al- mennri sögU og landafræði. Hann ætti einnig að vera búinn að læra nokkuð að stjórna, og til þess útheimtist meðal annars að geta haldið reikning um tekjur sínar og gjöld og talið eða notað tímann. Enn enginn getr samt vel lært að stjórna, nema sá, sem lært hefir að hlýða hús- bændum sínum og foreldrum. Enginn getr kent öðrum dygðir, nema hann hafi eitthvað af þeim sjálfr. Með fám orðum: enginn ætti að hugsa um hjú- skap, fyrr enn hann getr haft að minsta kosti ofr- litla von um, að geta haft ánægju af börnum, skilið þau, veitt þeim föt og fæði, alið önn fyrir heilsu þeirra, mentað anda þeirra, göfgað hjarta þeirra og stjórnað þeim. Sá faðir eða móðir, sem getr þetta og gerir lika, verðr besti kennari. Og þurfi hann að láta kenna börnum sínum, þá hefir liann sjálfr lagt grundvöll, sem auðvelt er að byggja ofan á. Kennarinn þarf þá ekki að skifta sér af miklu öðru enn þekkingar- uppeldinu. Hans dæmi og hegðun við börnin er þá nóg siðferðis uppeldi. Hann þarf þá ekki að vera á- minningaprestr, pólití eða þá stundum böðull barn- anna, heldr að eins fræðari og eldri vinr þeirra. Þetta flýtir mjög fyrir námi og menning þeirra. Enn þurfi kennarinn að „siðau börnin og auk þess að kenna þeim, þá verðr alt örðugra og kostnaðar meira. lUir foreldrar ónýta oft verk góðs kennara. Góðir for- eldrar eru hans önnur hönd, og af þeim hefi eg sem kennari mest að segja. Já gætum allir að skyldum vorum við blessuð börn- in. Elskum þau og önnumst og gleðjum; gerumþeim rétt og segjum þeim ætíð satt; virðurn þau eins og bestu blóm mannlífisins; verum þeim tryggir og orð- heldnir. Breytum við þau með reglusemi og stað- festu. Kennum þeim sem mest gagnlegt til lífs og sálar. Enn kennum þeim líka að virða réttlæti og sannleik, reglu og iðni. Foreldrar, fóstrforeldrar, húsbændr, kennarar, hjúogallir sem umgangist börn! Gætið þess, að hegðun ykkar við þau hefir endalaus áhrif, ill eða góð! 5. Engir hafa þó eins mikla ábyrgð, engir van- rækja skyldur sínar eins og margir feðr óskilgetinna harna. Þau eru arflaus, fátæk og fyrirlitin og fá sjaldau nokkra mentun til lífs eða sálar, nema þeg- ar einhver mannvinr tekr þau að sér.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.