Fjallkonan - 16.12.1890, Page 2
142
FJALLKONAN.
VII, 36.
Vonandi er. að sá tími komi, að menn sjái, hvað
skelfilegan órétt þessar saklausu barnasálir verða að
þola af mönnum, sem nefnast feðr þeirra, enn sem
síst eiga skilið þetta veglega nafn.
Vonandi er, að hin „kristna“ Evrópa læri af hin-
um „heiðnu“ Kínverjum og Japansmönnum, að láta
hörn þessi ná rétti sínum. Pjóðir þessar veita slík-
um börnum jafnrétti við önnur börn.
Hér er ei staðr né tími til að tala meira um þetta
efni. Það þarf að gera það betr og nákvæmar.
6. Enn til þess að sérhverr geti fengið nokkra
hugmynd um skyldur við börn, ættu allir að lesa og
helst að eiga „ Uppeldis Tímarit“ vort. í öllum þrem
árgöngum þess eru ágætar ritgerðir um uppeldi og
kenslu. Þött sumar reglur þeirra eigi eingöngu við
fyrir foreldra og kennara, þá eru þar samt margar,
sem eiga við fyrir alla. Uppeldisfræðin gerir að vísu
engan að góðum föður né kennara, ef hann skortir
eðlishæíi til þess. Enn hún fremr hæfið og gerir
góðan kennara enn þá betri og lakan kennara
skárri.
Ölfusárhrúin. Nú er verið að flytja brúarefnið
upp að brúarstæðiuu; 26 menn þurfti til að draga
hvern hinna gildustu strengja.
Fiskisaniþyktir þær, er samþyktar vóru á Hafn-
arfjarðarfundinum 26. nóv., staðfesti amtmaðr 8. des.
Enn ekki var það orðið kunnugt hér í bænum dag-
inn eftir, er síðasta blað Fjallk. kom út með grein
um það málefni.
Bráðapest í sauðfé er víða með mesta móti í haust,
hæði í Árness- ^og Rangárvallasýslu og í Kjósar-
sýslu.
Tíðarfarið er mjög rigningasamt, enn snjólítið
er hér nærlendis.
Kolaskipið, er von var á til Brydes-verslunar, kom
loks 10. þ. m., hafði laskast í hafi og snúið aftr og
legið í Suðreyjum hálfan mánuð.
Sauðaþjófnaðr mikill er uppvís orðinn undir Eyja-
fjöllum og 8—12 manns að sögn bendlaðir við hann,
enn rannsóknum var ekki lokið er síðast fréttist.
Vestmannaeyjum 18. nðv. Verslun var hér með besta móti í
sumar og engar útlendar vörur er farið að setja hér upp enn
(ems og oft heflr átt sér stað að undanfórnu seinni part sumars).
Verð á helstu útlendu vörum er þetta: bankabygg 28—29 kr.
tunnan (vigt á kornvöru tiðkast hér fítið) rúg 16 kr., rúgmél
18 kr., hálfgrjón 28 kr. (100 pd.), ofnkol 5 kr. skip.pd., saft 4
kr. 75 a. og£5 kr. tn., kaffi 1 kr. 20 a. pd., exportskaffi 45—50
a.|pd. steinsykr 40 a. pd., hvítt sykur 35 a. pd., púðrsykur 30
a. pd., skæðaskinn 1 kr. 5 a. pd., — 1 kr. 20 a., sjóskóleðr 2 kr.
25 a. — 2 kr. 50 a. pd., steinolía 15 a. pundið; ensk færi 4 pd.
4 kr. 50 a., stangajárn 22 a. pd., þakjárn galvaníserað 22 a. pd. ,
gjarðajárn galvaníserað 32 a., kaðalf 55 a. pd., fernisolía 50 a.
pd., koltjara 1 kr. 60 a. kút. Innlendar vörur: harðr fiskr
130 kr. skip.pd., saltfiskr stór óhnakkakýidr nr. 1. 50 kr. skpd.;
langaj 47 kr. skpd., smáfiskr 35 kr., hvít ull 65 a. pd.,
svört ull 55 a. pd., mislit ull 50 a. pd., smjör. 55—65 a.
pd., tólg 35—40 a. pd. sundmagar, 20 a. pd., lundafiður 65 a. pd.
(Á smáfiski hafa kaupmenn lofað Reykjavíkr verði).
Feröir milli lands og eyja hafa verið með langminsta móti
síðan i sláttu lok, þvi leiði hafa verið bæði stutt og sjaldgæf.
Skip undan Eyjafjöllum hafa enn ekki komið hingað síðan sláttr
endaði, og eiga landsmenn hér ýmsar nauðsynjavörur, og hlýtr
slíkt að vera þeim mjög bagalegt. 3 menn sem fóru héðan
„undir Fjöllin“ í kaupavinnu fyrir sláttinn, hafa enn ekki kom-
jst út hingað, og einn sem fór til landsins í haust er líka teftr
par. — Að morgni hins 3. þ. m. kom „Thyra“ hingað frá
Reykjavík, og lá hér allan daginn við akkeri norðan við Eiðið,
meðan flutt var út í hana allmikið af vörum (fiski, ull, fiðri
og fl.). Skipstjóri lét vel yfir að liggja þar, og var þó austan-
vindr; einnig likaði erfiðisfóki miklu betr við hann heldr enn
skipstjóra á „Lauru" hvað viðmót við fólk og varúð með vör-
ur og báta snertir. TLúsabyggmgar hér hafa einungis verið aðgerð-
ir á gömlum húsum, nema Good-Templarar hafa bygt fundahús
af timbri. Það er 12 álna langt, 9 álna vítt og 4*/a al. undir
bita. Húsið er með járnþaki og kjallara undir gólfi. Vegna
peningaleysis verðr húsið ekki þiljað innan vetrarlangt. Skipa-
smíðar hafa heldr ekki verið nema aðgerðir við vetrarvertíðar-
skip. Smábátar hafa ekki verið reistir í haust, enn undanfarin
seinustu ár hafa menn fjölgað þeim talsvert. Skipasmiðir munu
vera hér átta að nafninu ; enn mest af þeim stunda skipasmið-
ar Lárus Jónsson á Búastöðum og Ólafr Magnússon. Það er
enginn efi á því, að fallegust að handbragði og vönduðust, að
frágangi eru skip eftir Lárus; enn yfir höfuð mistekst hér öll-
um skipasmiðum nokkuð að laga skip í fyrstu, er það eðlileg
afleiðing þess, að enginn kanu að smiða skip eftir reglum og
máli, enda má segja að sinn bátr sé með hverju lagi, og þó
margir reynist vel, eru sumir ómynd. Á stórskipunum er jafn-
ara og betra lag enn á smábátunum.
Auk barnaskðlans er hér kvöldskóli fyrir 15 fullorðna; er þar
kend skrift, réttritun, reikningr og fleira; kennari er Árni
Filippusson. Hér er lestrarfélag með yfir 40 meðlimum, með
kr. 1,50 tillagi um árið. Félagið hefir allmikið safn af íslensk-
um og dönskum bókum, rúm 700 bindi, og eykst það árlega,
enda er það mikið notað. — Siðastliðinn sunnudag hélt bjarg-
ráðanefndin almennan fund í þinghúsinu; var þar einungis rætt
um stofnuu, eflinguog fyrirkomulag „styrktarsjóðs fyrir ekkjur
drukknaðra sjómanna og hrapaðra manna á Vestmannaeyjum".
Kosin var nefnd til að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn. —
Niðrjöfnun á aukaútsvari fór hér fram snemma í þ. m. Áuka-
útsvar allra gjaldenda, sem eru 113 að tölu (með vinnurn.) er
aUs fyrir þetta missiri 564 kr. Áð fráteknum verslunarstöðun-
um hefir læknirinn Þ. Jónsson hæst útsvar 38 kr. Ómagar eru
20 að tölu, enn þeir eru sumir tví- og þrígildir. — Frá því með
vetri hefir hér verið veikindasamt; síðastliðiun háffanmánuð hefir
mest kveðið að tökum og lungnabólgu sem nokkrir liggja í;
einnig gengr hér alment kvef. Síðan í sláttarlok hafa dáið hér
7, og alls síðan á þorra í fyrra vetr (er maðr dó fyrst á árinu)
29 manns. 1. nóvember fór hér fram manntal og vóru þá alls
á eyjunum 561.
Bosmhvalanesi, 25. nóv. „Um tíðarfarið get ég verið fáorðr,
því ég veit að á því mun ekki ærinn munr verið hafa hér og
i Reykjavík. Sifeld skakviðri og rigningar í alt haust, og gæft-
ir þar af leiðandi verið mjög stirðar, hefir það komið sér illa,
þvi nógr mun fiskr verið hafa í Garðsjó nú siðastliðinn mánuð.
1 dag var róið og fiskaðist alment frá 20—30 i hlut af væn-
um fiski. Ált var það samt á lóð. — Áf verslun er hér fátt að
segja; hún er sjaldan vön að vera fjörug um þessar mundir.
— Keflavik hefir og lengi verið skoðuð hola gamallar einokunar,
enn ég ætla að of mjög sé þar um talað; verð á flestum vörum
þar mun ekki miklu hærra enn í verslunum þeim er dýrast
selja i Reykjavík. — Pöntunarfélag það er stofnað var hér fyrir
2 árum síðan lifir góðu lífi; hefir það á þessu ári borgað upp
skuld þá er það komst í við Zöllner í fyrra, og á nú til góða
ekki svo litið, sem félagsmenn fá borgað i peningum, kemr það
sér vel, af því að sú vara er afar dýr hjá faktorum hér; það
má segja hún fáist ekki. — Hvort munaðarvöru-kaup eykst hér
eða minkar, er erfitt að ákveða, sökum þess að einn kallar það
nauðsynjavöru, sem hinn skoðar nauðsynjar, eru því þar um
deildar meiningar. Ég fyrir mitt leyti skoða t. d. brennivín og
aðra áfengisdrykki munaðarvörur, enn veit þó það, að sú vara
hefir gengið fultj eins vel út hjá kaupmönnum í ár og áðr.
Hvort það er fremr sprottið af því, að pöntunarfélagið flytr
ekki þá vöru, eða þá dugnaði félags jeins í Keflavik, er sumir
hafa kallað „flöskufélagið“, er mér óljóst. — Lítið er hér um
mannfundi og félagsskap og í sumum hreppum ekkert. Telja
má þó þrjár Good-Templarastúkur; eina í Garði aðra í Leiru og
hina þriðju í Keflavik. í Höfnunum engin þess háttar hreyfing
né heldr á Miðnesi. Meðlimatala stúkna þessara aUra mun ekki
yfir 200 með börnum og konum meðtöldum; má það ekki mikið
heita af 1600 manns, sem eru i prestakallinu; drykkjuskapr er
því talsverðr hér syðra, mest ber þó á honum í Keflavík; enda