Fjallkonan


Fjallkonan - 23.12.1890, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 23.12.1890, Blaðsíða 4
60 Glámr. §kammdegis nótt er skuggalöng. í skálanum aleinn Grettir vakir; Stormurinn leiðan syngur söng, Syndir tunglið að skýja baki. Skella þá högg á skála hurðu, Skörp og þung, svo að gegnir furðu. Brotnar hurð og brakar í viðum, Bröltir innar ferleg mynd, Hröklast fram, svo hriktir í liðum, Hrikavaxin beinagrind, Œóir úr auðum augna holum, Eins og sé að deyja’ í kolum. Varalausu gini’ á Gretti Glottir draugr og hristir skallann; Grettir sig úr setinu rétti, Sveita köldum sló um hann allan, En við því hann einkum hrylti, Að af nálykt skálann fylti. Grettis þrífur þræll í feldinn, Þá fer heldr að kárna gaman; Hráskinnsleik — en ei yfir eldi — Eiga þeir kaldan lengi saman; Feldinum loks þeir svipta’ í sundur, Sjálfir spyrna þeir fast í grundu. „Og þær, sem núna sjónir sérðu, „Sjá skalt héðan af, hvar sem ferðu, „Óyndi hreppa’ og aldrei rótt, „Enginn skal slyslaust dagur líða, „Feikn og ótta þér flytji nótt, „Fyrir tunglinu skaltu kvíða, „Og lífs um gleði-stamar stundir „Stynja svip skalt mínum undir. „Frækni og afl til falls þér verði, „Friðleysið með því afrekað, „Lífsins einn skaltu fara ferðir, „Flæmdur úr hverjum griða stað, „Og þínum loks á þroska aldri „Þjást til heljar í ramma galdri.“ — Dró fyrir aftur; öllu af Gretti Ómegni þegar leiðslu brá; Beið hann ei fleiri bænum ettir, Brá hann saxinu góða þá. En — þegar átti til að taka, 1 tómum lenti höggið klaka. En — illspár Gláms á Gretti hrinu, Glaðan sá hann ei framar dag; Með stillíngar- og lánleysinu Lífsins hann öllum spilti hag, Og Gláms að honum sjónir sóttu Sérílagi’ er dimdi af nóttu. Grettir undir Glám nú hleypur, Glíman hefst þar lifs og dauða, Draugsins jafnskjótt grimmar greipur, Grettis drekka blóðið rauða; Hann læsir að beini beina pípur, Banvænar eru dauðs manns klípur. En stórum verri’ enn kviku kaunin Og kramið hold svo að skiftir litumy Er hinn rotni dauða dauninn Draugsins fram úr köldum vitum; Moldugum nasir möðkum hnerra, Másar ginið því sem er verra. Svignar biti’ en brestur sperra, Brotist er svo hamramt um, Ekkert mundi þó vera verra, En verða undir skálanum; Grettir á lífsins heitir herra, Að hjálpa sér áðr enn kraftar þverra. Alt í einu’ af draugnum dregur, — Dagsbrúnar sést fyrsta skíma — Grettir upp á öxl hann vegur, Út úr skálanum berst nú glíma. — Datt þá Glámr, en dró frá mána, Draugrinn mælti og rak upp skjána: — „Muna skaltu það alla ævi, „Að yfir þig kom þessi stund, „Það er eigi við holdsins hæfi, „Að hætta sér á drauga fund, Ástabrall. Það er ekki nýtt, það er eins fornt og Trójustríð, og enda eldra, að kvenna-ástir hafa mikil áhrif á for- lög manna. Alkunnug er sagan af Antoníusi og Kleópötru, enn ekki þarf að fara svo langt aftr í tímann. Lítum á dæmi sem nær liggja. Furstaírú Dolgouruki töfraði Alexander 2. Rússa- keisara og lagði sorgar og óvirðingar skugga yfir síðustu æviár hans. Skóbelefi, þjóðhetja Rússa, sem ekki kunni að hræðast, beið ekki bana í kúlnahríðinni undir hinum eldhvæsandi víggörðum Plevnu. Hann komst þaðan óskaddr til þess að láta lífið annarstaðar — í faðm- lagi þesskonar fríðleiks drósa, sem hann þvarr hjá þrótt sinn og fágæta andlega hæfileika. Gambetta var enda fremri sem stjórnari enn Skó- belefi sem hermaðr; hver urðu forlög hans? ástmey hans skaut á hann með pístólu og drap hann. Rudolf krónprins Austrríkis fórnaði lífi sínu og Habsborgar keisara kórónunni á altari óleyfilegrar ástar. Fórnaði — það má naumast svo heita, því svo er almennt sagt í Vínarborg, að sjálfsmorðsagan hafi verið fundin upp til þess að breiða tígulegan og róm- antískan blæ yfir atburðinn, enn sannleikrinn mun vera sá, að skógvörðr, sem átti síim að hefna fyrir það að krónprinsinn hafði komist yfir konu hans unga og fríða, hafi drepið hann. Þá er nú Don Carlos. Hann mundi nú vera Spán-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.