Fjallkonan


Fjallkonan - 23.12.1890, Blaðsíða 5

Fjallkonan - 23.12.1890, Blaðsíða 5
61 arkonungr hefði hann notað sigr sinn ogekki í þess stað eytt tímanum í nætrdrabbi með svarteygum fríðkvend- um. Ekki mundi Milan hafa þurft að stíga niðr úr konungshásætinu serbneska, ef hann hefði verið trúr eiginmaðr drottningu sinni, hinni fríðu og ógæfu- sömu Natalíu. Charles Dilke, stjórnmálamaðrinn enski, mátti þá og þegar búast við að hann yrði stjórnarforseti Breta- ríkis; enn hann girntist eiginkonu náungans. Það varð hljóðbært og þrátt fyrir hans miklu yfirburði sem mælskumaðr og rithöfundr og þótt hann sé hinn elskulegasti maðr í umgengni, vill enska þjóðin ekki þekkjast hann. Hans er nú sjaldan getið. Enn veslingrinn Boulanger! Kvennhylli hans og makk við fríðar, ríkar og metnaðargjarnar hefðar- konur, gerði snöggvan enda á fremdarbraut hans. Hertogaynja d’Uris freistaði hans með miljónum sín- um og háfleygum ríkistignarvonum og „madame11 Bonnemaine, stundum kölluð „Madame X“, hefir orð- að honum alt annað enn til uppreisnar. Og nú loks Parnell! Hefði það ekki komist í há- mæli, að hann væri í ástafari við frú O’Shea, mundi hann enn hafa staðið jafnréttr við hlið Gladstones og haldið stöðu sinni sem fremsti forvígismaðr ír- lands. Minning Seltjarnarness. !\ob eg man, af náttúrunnar höndum nokkuð hgóstrugt, eyðilegt og grýtt umgirt klöppum, urðum, skerjum, söndum öflug mannshönd gert pað hefir nýtt: túnin sléttu traustum görðum varin timbur-nettum bæjum ljóma hjá, skóli settur — syngur barnaskarinn sæljón spretti meðan hlaupa á. Vann eg par á völlum sjóhetjanna, veðri knúða, hlaðna sá eg pá fljúga gegnum fjöllin hafsaldanna flóðasvani breiðum vængjum á. — Pólkið skemti sér við ljóð og sögur seint á kvöldin eftir þrautir dags. Hér var sverðlaus hetjuöld — enn fögur — hentugt efni nýrri skálda brags. Ólaf man eg ötulmennið prúða, Ingjald göfgan, sem mér ruddu braut, Brynjólf man eg búinn dygðaskrúða; hestu vinar hjálpar þar eg naut; ment og anda möttu þessir bændur, meir enn sinna hagnað litu á; hjá oss þeirra fleiri andans frændur finnast ef menn vilja rétt að gá. Svipað mannlíf sjá og reyna ætti sérhver ungur, fyrr enn villist langt, gæðsku manna hann svo efa hætti, heiðri þá, enn vantraust forðist rangt. Ekkert bætir eins frá dýpstu rótum efasjúkan, hreyskan, fallinn mann, sem að mæta sálarkærleikshótum, sem hann veit að betri er enn hann. Guðm. Hjaltason. Skrítlur. — Hann rœr niðrí, himnafaðirinn11, sagði guðlausi-Teitr, þó hann látist hvergi við koma“. — „Af hverju koma norðrljósin, spurði prófessor nokkur í prófi. Kandidatinn strýkr kófsveittr og truflaðr um enni sér: „Ég hefi vitað það áðr, enn núna í svipinn get ég ekki komið þvi fyrir mig“. Prófessorinn: „Hvilíkr óbætanlegr skaði fyrir visindin, þér eruð sannarlega sá eini maðr, sem nokkuru sinni hefir vitað af hverju norðrljósin koma, og þá skyldi vilja svo hraparlega til, að þér einmitt skylduð gleyma þvi“. — Einu sinni gerði |einhver gárungi áköfum og andheitum prédikara þann hrekk, að stinga nálum i stólbríkarkoddann. — Sunnudaginn eftir prédikaði hann og lagði út af guðs almætti. „Hver hefir skapað heiminn ?“ þrumaði hann, lamdi með hnefun- um í prédikunarstólinn og æpti í þvi sama hástöfum: „Það hafa helvískir strákarnir gert“. — Kerling nokkur einfóld off'raði hinum helga Hikael og skrattanum sitt vaxkertið hvorum. Sóknarprestrinn átaldi hana fyrir að hafa offrað djöflinum kerti. „Æ, góði herra“, svaraði kerling, „ég veit það vel, enn mér hefir jverið sagt, að gott sé að hafa alstaðar vini og ekki veit, hvar bagga manns kann að bera að landi“. — Sumir gamlir prestar enduðn prédikanir sinar þannig: „Alt hvað oftalað er eða vantalað, bið ég góðan guð að afsaka, og þar næst þennan ókristilega söfnuð". — „Undir aðför að lögumu. Sýslumaðr er að yfirheyra þjóf sem hefir stolið miklu og vill ekki meðganga. Loks segir sýslu- maðr við þjófinn, nefnir eitthvert lítilræðí, sem hann hafi stolið og klappar á öxlina á honum: „Æ, gerðu það nú fyrir mig, að meðganga þetta eina; þá skal eg ekki spyrja þig að fleiru“. Þjófrinn gerir það. Eétti slitið. Kýr átti að bera kálfi i Borgarfirði; kálfrinn rak út höfuðið snéri inn aftr og hefir ekki sést síðan. [Úr gömlu bréfi]. Leiðrétting við ritgerð Jóns Hjörleifssonar í Skógum i 26. bl. Fjallk.: Mispr. á bls. 102, 22 1. *„hefðu“ fyrir haji og „þeir i þvi máli ekki“ fyrir ekki þeir í því máli s. bls. 35. Nýjasta uppgötvun um bæjabyggingar og húsabyggingar, er eldtrausti dúkr sá, sem ég i „ísafold“, 100. tölubl., 13. þ. m. hefi lýst. Verksmiðjuverðið á honum hingað komnum er þannig: Á ljósgráum dúk 1 kr. 5. alinin, 1 al. 15 þuml. breið- um, svartr, brúnn, grænn, rauðr og dökkgrár 10 aur. dýrari. Dúkrinn fæst einnig gyltur, silfrlitaðr og eirlitaðr til innanhúss- klæðningar, enn er þá að mun dýrari. Dúkrinn verðr sendr mér á næsta vori með tilheyrandi saum og áburði. Hann er ytra málaðr 5.—6. hvert ár, gerir húsin súglaus og hlý og trygg fyrir eldsvoða utan að. Sýnishorn af honum hafa mér verið send til úthýtingar ókeypis til þeirra sem óska. Rvík 18/la—90. Björn Kristjánsson. Jtrtauðr hestr, stór óaffextr með síðutökum mark: sneitt aft- an hæði, er hér í óskilum. Hafi eigandinn ekki vitjað hestsins fytir 1. febrúar næstk., borgað þessa auglýsingu og áfallinn kostnað verðr hann seldr. Plekkuvík 17. des. 1890 Halldór Þorsteinsson. Hjá C. J. Rydén fæst fatnaðr af ýmsu tagi til jólanna svo sem: heilir klæðnaðir og einstök föt, allt vel vandað og mjög ódýrt. Gerpúlver og Sitronolla fæst í verslnn Sturlu Jónssenar. Stoiliolia sama og áður fæst i verslun Sturlu Jónssouar.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.