Fjallkonan


Fjallkonan - 31.03.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 31.03.1891, Blaðsíða 1
Kemr út & þriðjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) Tlpplag 2500. Gjalddagi 1 júli. CJppsögn ógild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. oktöber. Vald. Ásmundarson. Veltusund 3. VIII, 13. REYKJAVÍK, 31. MARS 1891. Heimsfriðar málið. Eitt af táknum vorra tíma, sem teljast má með hinum gleðilegustu, er friðarhugr sá, sem víða er farinn að gera vart við sig hjá þjóðum og þegnum í gagnstæði við einvaldana og halarófu þá, sem þeim fylgir, stjórnráðamenn, herstéttina og mikinn hluta embættisstéttarinnar. Það er sósíalismus þessarar aldar, verkmannahreyfingar og hinn afarvíðtæki iðn- aðr og verslun, ásamt samgöngunum, sem valda stefnu þessari; sömuleiðis meiri mannúðarandi, sem aftr er ávöxtr af andlegum framförum mannkynsins og nán- ari viðskiftum þjóðanna fyrir samgöngurnar. Þeim fjölgar óðum, sem hafa óbeit á stríðunum, og í her- unum sjálfum er mikill fjöldi þeirra. Komist svo langt, að meiri hluti hverrar þjóðar vilji ekki ófrið, verðr erfitt, ef ekki frágangssök, fyrir stjórnendrna að hefja stríð. Friðarfélög eru víða stofnuð, og alls- herjar friðarfundir eru haldnir iðulega á seinni árum, eins og kunnugt er. í fyrra bættist friðarmálinu á I Norðrlöndum snjallr formælandi, þar sem skáldið B. Björnson tók sig til og fór um ýmsar borgir og hélt ræður um þetta efni. Það yrði oflangt að taka í blað þetta svo miklu nemi af fyrirlestrum hans um þetta efni, og verðr því að nægja dálítið sýnishorn af inntaki þeirra. (Fyrirlestr í Kristjaníu:) Að því er Noreg snertir, sagði Björnson, að ekki mundi tiltök að leggia niðr her- búnaðinn, meðan sambandsdeilurnar við Sviþjóð stæðu yfir, „meðan vér“, sagði hann, „getum ekki verið ör- uggir fyrir áhlaupi. Verðr að una herbúnaðinum um [ stund, enn ekki lengr enn menn neyðast til“. „Fyrst og fremst ættu hinir kristilegu siðferðis- ! prédikarar að vinna með oss að þessu starfi. Enn ! þeir herrar fara samkomulagsleiðina í heimi þessum og lifa alveg samkvæmt því. Orðtak kirkjunnar, sá Ijóshringr, sem hún ætti að standa innan í, er þetta: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“. Enn vér sjáum allir, að hún kemr sér ofr-notalega fyrir í þessum heimi og kann vel við sig í honum. í Ágs- [ borgartrúarjátningunni stendr, að kirkjan eigi ekkert ! saman við ríkið að sælda og prestarnir vinna eið að þessu — og verða svo ríkiskirkju prestar, skipast í hinn breiðasta sess ríkisins. Það er því alveg í | kirkjunnar stíl, að þeir prédika fagnaðarboðskap frið- arins og blessa þó uppréttum höndum yfir stríð og blóðs- úthellingar. Þrátt fyrir þetta, og stjórnarvöldunum að þakkar- | lausu, vex friðarhugmyndin dagvöxtum og það stór- J kostlega; hvert orð, sem henni er mælt í vil, knýr hana áfram, og mannkynið hlýtr að komast svo langt, að ekki verði framar hætt við ófriði. Enn þegar hætt verðr að hafa heri, þá fær konungdómrinn það | rothögg, að hásætin velta um koll; þetta er ein af ástæðunum til þess að einvaldarnir eru svo gallharð- j ir móti því að hætta herbúnaðinum. Enn vér þreytum starf vort lengra og lengra. Meðan vér höfum herneskjuna, fyllir hún vort andlega líf dýrslegum hrottaskap. Réttrinn er vald og valdið er réttr, réttr án valds er ekki neitt. Samkvæmt þessu synjum vér lítilmögnunum í þjóðfélaginu atkvæðaréttar, konunni eignarréttar. Þar sem ræðumaðr mintist á heragann, vitnaði hann til orða Uelands: „Ég ber ekki skynbragð á þennan hermannlega anda, enn sé hann eitthvað ann- að enn borgaralegr andi, þá er hann ekki góðr andi“. Ræðumaðr leiddi rök að því, hversu hinn sögulegi skilningr á stríðunum væri rammskakkr. „Þýski keisarinn á að hafa sagt, að fyr enn hann slepti Elsass-Lothringen, skyldu 2 milj. manna liggja dauð- ar á vígvellinum. Þetta er það ljótasta orðbragð, sem ég lengi hefi heyrt1. Bætið við missi tveggja miljóna manna þeim missi, sem sorgin mundi baka þeirra nánustu. Þeir á meðal yðar, sem hafa reynt þunga sorg, munu best geta borið um það, hvað slíkt hefir að þýða, hvílíkt skarð það gerir í lífsfjör vort og vinnuþrek. Bætið síðan við tjóni því, sem vér, smámennin, verðum að þola af því vér erum kúgað- ir til að apa eftir hinum, og loks því tjóni, sem lend- ir á iðnaði og verslun. Fyrir sigrvinnarann sjálfan borgar ófriðrinn sig ekki heldr; tjónið verðr alt af meira enn vinuingrinn. Þetta eru menn nú farnir að skilja. Thiers sagði einu sinni um Vendðme-súl- una2, að reyndar yrði því ekki neitað, að hún hefði kostað mikið blóð, enn samt mundi enginn óska, að hún stæði þar ekki. Nú á dögum gæti enginn nema ræningi sagt slíkt, og meira að segja, ræninginn yrði þá að vera fullr. Að lokum mintist hann á friðréttishugmyndina (neutralitet) og kvað sér lítast efnilega á að henni yrði framgengt. Gerðardóms-bandalag Ameríku mundi ekki verða afleiðingalaust, og benti til þess að nú væri friðartími fyrir höndum, því fremr sem verk- mennirnir í hinum ýmsu löndum væru farnir að sjá, að þeir ættu heldr að taka bróðurlega höndum sam- an enn drepa hvorir aðra. Að því er Noreg snerti, mundi vopna-friðréttis (væbnet neutralitet) ekki kraf- ist, því að öllum mundi ljóst, að Noregr gæti ekki varið sínar víðáttumiklu strendr. Hann lagði ríkt á við vinstri menn, að berjast fyrir friðarmálefninu. „Það er vort aðalmál; án þess komum vér ekki miklu til leiðar. Áðr langt líðr munu allir frelsisflokkar heimsins hafa skipast kringum það“. (Fyrirlestr í Khöfn:) „Þegar vér lesum um svívirðilegt morð, verðum vér sem steini lostnir. Oss langar til 1) Ekki var keisarinn farinn að hefja lögsókn út af meiðyrð- um þessum, er siðast fréttist. Líklega er hann ekki jafnorðsjúkr eða sihræddr um æru sína sem sumir íslensku embættismenn- irnir. 2) Yendðme-súlan er á Vendome-ílötinni í París; hún er 45 metra há, ger af 1200 herteknum fallbyssum með standmynd Napóleons 1. efst og helguð endrminningunni um stórherinn al- kunna.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.