Fjallkonan


Fjallkonan - 31.03.1891, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 31.03.1891, Blaðsíða 4
62 FJALLKONAN. vm, ía TJm tóbaksbrtikun. í tóbaki eru í raun réttri ekki nein skaðleg efni nema nikótínið, að minsta kosti ekki svo að teljandi sé. Af öllum tóbaksteg- undum er minst af nikótíni í hreinu Havanna tóbaki. Enn þetta Havanna tóbak, og einkum vindlar, sem búnir eru til úr því, eru samt skaðlegri enn annað tóbak. Dökkvir vindlar eru að jafnaði sterkari enn Ijósir; dekkjan kemr af því, að tóbakið heíir verið lengi í gerð; við það myndast þeim mun meira am- móníak. Aí sömu orsök kemr að Havanna vindlar eru óhollastir. Að reykja fastandi er hræðilegr ósiðr, drepr matarlystina og veikir meltinguna. Óskaðleg- ust tóbaksbrúkun er að taka í nefið, og verðr frá heilbrigðinnar sjónarmiði ekkert haft á móti því. Munntóbaksbrúkun hlýtr að vera skaðleg fyrir magann, og er þar að auki óþokkaleg. Þeir sem reykja ættu helzt að reykja pípu; að reykja sígarettur er skað- legt fyrir augun, meðfram líka af því að sigarettu- pappírinn getr verið misjafn. Vindlar eru að vísu óskaðlegri enn sígarettur, enn pípan er hollust af þessu þrennu. Frá útlöndum. Blöð hafa borist til 12. mars. Ráðaneyti Noregs er myndað og eru }>að vinstri menn. Steen prófessor form. og hinir heita Blehr, Quam, Nysom, Holst, Konow, Wexelsen, Berner og Lange. Binn ótiltekinn. Út af þessum ráðaneytis skiftum er megn gremja meðal hægri manna. Þýski keisarinn virðist nú hafa snúið við blaðinu í verkmanna- málinu og er nú viðkvæðið að deilan við verkmannaflokkinn sé aðalverkefni stjórnarinnar og verði stjórnin nú að sýna að hún hafi krafta í köglum. Verkmennirnir eru aftr orðnir hættuleg- ustu ðvinir ríkisins, og virðist nú keisari hallast að skoðun Bismarcks. Ríkiserfingi Rwssa er farinn í kynnisferð til Kína og hafði stjórnin þar mikinn viðbúnað til að taka á móti honum. Veðrátta var afarköld í suðrlöndum Evrópu er siðast fréttist; bafði snjóað ódæma mikið á Tyrklandi og Grikklandi, svo að allar samgöngur vóru hindraðar. Fiski við Lófót var heldr að batna, enn þó lakara enn í meðalári. Veðrið er nú orðið blitt og frostlaust. Aflalaust hér um slóðir. í gær reri Jón Bene- diktson í Austrholti og leitaði vandlega á Sviði enn varð ekki var. (fufuskip frá Noregi, „Anna“ (ffá Bergen), kom til Akraness 29. þ. m. með vörur til Akraness og Borgarness (til Thor Jensen). Prestakall. Húsavík er veitt 22. þ. m. séra Jóni Arasyni á Þóroddstað. Þingmenska niðrlðgð. Þorvaldr Bjarnarson,þing- maðr Rangæinga, hefir lagt niðr þingmensku. Þáinn 17. marz Árni Hildibrandsson í Hafnarfirði, einhver merkasti bóndi þar. í febr. lést, í Hraungerði i Flóa, Anna Ólafsdóttir (prests að Kolfreyjustað), fyrri kona séra Siggeirs Pálssonar síðast á Skeggjastöðum (f 1866). — Einu sinni var prestr á heimleið frá kirkju sinni. Hann nam staðar á bæ einum á leiðinni. í hlaðvarpanum sá hann merki þess, að verið var að grafa brunn. Hann heyrir á- lengdar, að einhver segir niðri i brunninum: „Ekki verðr þessi hrunnr búinn fyr enn um vetrnætr11. Prestr færir sig nær, lítr | niðr í brunninn og segir: „Jú ef }>ið gleymið ekki að vinna | líka á sunnudögunum11. Þessu svari höfðu graftarmennirn- ir ekki búist við, sem í brunninum vóru, og mundu }>á alt i einu eftir því, að þeir höfðu gleymt að ganga í kirkju um daginn. — Einusinni gekk prestr í bindindi. Skömmu seinna kom í hann til oddvitans. Oddvitinn bauð honum að vanda í staupinu. „Ójá“, segir prestr brosandi, „það gerir ekkert til, það sér eng- inn nema guð“! og svo kneyfði hann úr staupinu. — í öðru sinni vísitéraði biskup þar sem þessi sami prestr var. | Biskup spurði söfnuðinn, hvort prestr efldi ekki bindindi og reglu- semi Söfuðrinn svaraði engu. Oddvitinn var þar og með, og og eftir litla umhugsun sagði hann já fyrir safnaðarins hönd. Sagði hann svo frá síðar, að hann hefði ekki kunnað því, að þegja, biskupsins vegna, og ekki getað fengið af sér að segja nei prestsins vegna, því hann væri þó liprmenni i aðra röndina". — Biskup vísitéraði á öðrum kirkjustað. Heðal annars spurði hann söfnuðinn hversn honum líkaði prestrinn. Söfnuðrinn hældi presti á hvert reipi, ekkert var að honum að finna. Biskup spyr prest, hvernig honum líki við söfnuðinn. Prestr kvartar yfir honum; meðal annars yíir því að söfnuðrinn vanræki kirkj- una, svo eigi sé viðunandi. Biskup heldr þá ómjúka áminning- ar ræðu yfir söfnuðinum, og var auðsætt að öllum varð bilt við það; bjuggust eigi við því. — Söfnuður þessi var harðöánægðrj með prestinn, kvað hann engan prest vera, og væri eigi til annars enn að tina saman tekjur sínar. Gott er að hafa tungur tvær J og tala sitt með hvorri. Á Reykjavíkr Apóteki fæst: Öll þessi vín eru aðflutt beina leið frá hinu nafn- fræga verslunar- félagi Qmvpania Holandesa áSpáni Sherry fl. 1,50 Portvin hvítt fl. 2,00 do. rautt fl. 1,65 Rauðvín fl. 1,25 Malaga fl. 2,00 Madeira fl. 2,00 Cognacfl. 1,25. Whisky 2,00. Rinarvín 2,00. Vindlar: Brasil. Flower 100 st. 7,40. Donna Maria 6,50j Hav- anna Uitschot 7,50. Nordenskiöld 5,50. Renommé 4,00. Hollenskt reyktóbák, ýmsar sortir, í st. frá 0,12 — 2,25. 1 ) Vestrgötu, 12. Hér er seld ýmiskonar vefn- í aðarvara (Manufactur) með innkaupsverði. Lyklakippa fundin á götu. Björn Kristjánsson. Bækr þessar fást enn hjá Sigurði Kristjánssyni: Þýsk lestrarbók eftir Stgr. Thorsteinson bundin kr. 3,75. Róbínson Krusóe bund. 1,00 kr. i skrautb. 1,25 ób. 0,75. Söngvar og kvæði (útg. Jónas Helgason) 5—6 h. hv. 1,00. Svanhvít 0,75. Lear konungr, Sakúntála og Savitri (í einu lagi) 0,50. Þakdúkrinn, þaksaumr og tilheyrandi málning til sýnis. Björu Kristjánsson. Dr. Bohlen í Gotha, læknisráð og héraðsiæknir ritar: Af þeim læknisfræðislegu athugunum, sem ég hef gert, get ég fyrir mitt leyti mælt mjög mikið með Brama-lífs-elexír Mansfeld-Búllner &Lassens. Gotha. Rr. Bohlen. Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firma- merki vor á glasinu og á merkisskildiuum á miðanum sést hlátt ljón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. MansféldrBúllner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-elixír. Kaupmannahöfn. Vinnustofa: Nörregade No. 6. Flókaskórnir komu með Lauru. Björn Kristjánsson. Félagsprentsmiðjan.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.