Fjallkonan


Fjallkonan - 28.04.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 28.04.1891, Blaðsíða 1
Kerar út á þriöjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) Upplag 2500. Gjalddagi i júlí. Uppsögn ógild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Skrifstofa ogafgreiðsla: Veltusund 3. VIII, 17. REYKJAVÍK, 28. APRÍL. 1891. Framfaramál. Svar til J. Þ. [NiJrl]. í sjávarþorpum, þar sem líka er léleg heima- kennsla vegna kringumstæðnanna, eru barnaskólar nauðsynlegir. Enn þótt nú börnin annaðhvort heima eða i skólum læri lestr, skrift og reikning, þá eru þau i rauninni ómentuð fyrir það, því að kunna að lesa, skrifa og reikna eru að eins hæfileikar eða frumskilyrði til að geta mentast, enn er í sjálfu sér engin mentun, og því ónóg fræðsla fyrir hverja þjóð og hvern mann; það er mentun sem göfgar andann, gerir viljastefnuna frjálsa, hugarfarið hleypidómalaust og hjartað kærleiksríkt og hrifið fyrir hinu sanna, fagra og góða. Hin bestu mentunarmeðul í þessa stefnu fyrir vora þjóð eru: íslensk tunga og saga og náttúru- og stjórnarlýsing íslands; með þessu mætti vekja hreyfingu fyrir öllu háleitu, svo í anda- sem náttúru-heiminum og frelsa menn frá villu hjátrúar og vantrúar með því að benda á mun þekkingar og trúar. Það er villa hjátrúarinnar, að taka alt í blindni gott og gilt, enn villa vantrúarinnar að efa alt í engu betri blindni og sjá eigi að mannleg viska hefir takmörk, enn þessi takmörk viðrkennir hin sanna mentun. Svo sem menntunarleysið, er lætr mann trúa öllu, er skaðlegt, svo er hálfmentun skaðleg líka, því að hún gerir manninn að eins hrokafullan. svo að hann þykist vita alt. Sannmentaða menn eina má sannfæra, ómentaða menn leiða í blindni á rétta leið, enn hálfmentaða menn er ekkert hægt að eiga við, því að þeir eru þrákálfar, sem ávalt sýnist sín hugs- un best. Til þess að innleiða þá sönnu mentun, sem hér er talað um, enn útrýma hálfmentuninni, þarf að stofna sérstaka unglinga- eða alþýðu-skóla í hverri sýslu eða hverjum tveimr fyrir karla og konur á aldrinum 15—20 ára, og á þá skóla ættu allir að vera skyldir að ganga eitt eða tvö ár; þess þyrfti einungis að gæta að kenna fátt eitt á skólum þess- í um; margt má þar eigi kenna, því sú aðferð sem mönnum hingaðtil hefir verið svo hætt við, að hrúga j á nemendr fjölmörgum vísindagreinum, er heilsu og mentun skaðleg, því annað er að vera lærðr og ann- j að að vera mentaðr, þótt þetta eigi að miklu leyti að fara saman. Fé til þessa ætti að leggja úr lands- sjóði og sé ég ekkert á móti því, að leggja skatt á þjóðina í þessum tilgangi, því þetta mundi gera gagn og færa margfaldan arð, þar sem hið uúverandi hálfmentunarkák veitir litla eftirtekju, því að það vantar kosti þá, sem fylgir menningarstefnu þessarar aldar: að auðga vitið, en hefir ókost þann, sem við hana hefir þótt loða, að deyfa einstaklingseðlið og j steypa alla í sama miðlungsskaparmótinu. Yið þessa j mentun, sem ein dugar til að gera að sönnum mönn- um, mundu íslendingar fá elsku til að vera sjálfstæð- ir í efnalegu tilliti og sveitarþyngslin minka, svo að sá versti skattr, sem á þessari þjóð hvílir, sveitarút- svarið, lækkaði brátt; reyndar hefir nú þegar verið stigið mikilvægt stig til að lirinda þessu máli í betra horf með lögunum um styrktarsjóði handa alþýðu- fólki, enn meira vert er samt að hugsunarháttrinn lagað- ist. Við aukna mentun færu menn að læra að dæma hlutdrægnislaust um ísland og Ameríku, og eigi segj- ast fara burtu sakir sveitarútsvarakúgunarinnar, sem sumir vestrfarar eiga að hafa sagt, enn sem samt er óvíst um, hvort hafi skoðað lífið hér og þar hleypi- dómalaust, því að víðar eru útgjöld enn á íslandi. Mikil gjöld leggja menn þar á sig til skóla og kirkju; í stjórnar- og hernaðarþarfir verðr líka að gjalda í Ameríku, endaeru margar vörur þar tollaðar, og er það eitt með öðru fleira, sem gerir hið afarháa verð, sem er þar á flestum hlutum. Yið sanna mentun mundi ættjarðarástin aukast og þjóðinni fara fram í siðferði, enn tortrygni og öfund hverfa. Þá mundi öll óvild og hroki milli austr- og vestr-íslendinga hljóta að víkja, enn hvorir læra að elska aðra, hreppa- kritr og meinbægni minka, stéttarrígr og smásálar- skapr þverra. Þá mundi sá leiði, enn of algengi hugsunarháttr deyja út, sem ætlar öllum þeim, er hvatamenn gerast að einhverju nýju, eígingjarnan til- gang; þeir eigi endilega að gera það til að græða á því sjálfir, einkum séu þeir eitthvað öðrum fremri í einhverju. í einu sagt, hinar mestu meinvættir þess- arar þjóðar, hleypidómar, tortrygni og eigingirni mundu hverfa að mestu, enn í þess stað koma gagn- stæðar dygðir: réttsýni, tiltrú og mannelska, sem eru einkenni heilbrigðs þjóðlífs. J. L. Minnisvarðar yfir Kristján skáld Jónsson. Sumarið 1889 gáfnm við undirskrifaðir út boðsbréf til gjafa til minnisvarða á leiði Kristjáns Jónssonar skáldss. Bréf [icssi vóru send víða um landið, og nokkur til Ameríku. Seinna feng- um við að vita )iað, að fyrir nokkrum árnm, eða skömmu eftir dauða skáldsins, hafði verið safnað gjöfum til sama augnamiðs í Reykjavík, að mestu eða eingöngu í latínuskólanum, enn á- rangrinn af þeim gjöfum fórst með „Phönix“ í janúar 1881, eins og skýrt er frá í „Þjóðólfi11 haustið 1889 og „Lögbergi" 8. okt. 1890 nr. 39. Þetta atvik varð til þess, að heldr minna gafst nú, því að þeir, sem höfðu gefið áðr, hafa fundið litla hvöt hjá sér til að gefa í annað sinn. Seinna fengum við að vita það, að meiru fé hefði verið skot- ið saman á Austfjörðum samkvæmt áskoraninni í „Austra11 heldr enn við vissum af er við skráðum bréfið; nú eru þar í geymslu 104 kr. 92 au. Árangrinn afbréfi okkar hefir orðið eftir öllum vonum. Gjafir, sem hafa verið sendar undirskrifuðum Jakobi Gíslasyni og nú geymast í sparisjóð Akureyrar eru orðnar samtals hér um bil.........................kr. 180 „ Á Seyðisfirði eru geymdar..........................— 104 92 í sparisjóði í Beykjavík..........................— 30 „ Samkvæmt skýrslum í fyrgreindu blaði Lög- bergs hafa gefist í Ameríku 20 doll. 65 cents og má telja það....................................— 74 34 Að öllu samantöldu eru þannig til hér um bil kr. 389 26 Bftir að við sendum út bréf okkar, kom fram í blöðunum sú til-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.