Fjallkonan


Fjallkonan - 12.05.1891, Síða 3

Fjallkonan - 12.05.1891, Síða 3
12. maí 1891. F JALLKONAN. 75 sandfokið 5. og 6. þ. m. Tvær jarðir á Landi, Mörk og Ósgröf, er sagt að hafi orðið fyrir svo miklum skemdum, að þær séu óbyggilegar, og á Rangárvöll- um hafa fimm jarðir orðið fyrir stórskemdum: Gunn- arsholt, Þingskáli, Kaldbak, Garðstaðir og Helluvað. Þingmannsefni Rangæinga. Þessir eru sagðir þar í boði: Séra Ólafr Ólafsson í Gruttormshaga, Tómas bóndi Sigurðsson á Barkarstöðum og Þórðr bóndi Guðmundsson í Hala. Þáin er Margrét Jónsdóttir kona Guðmundar óðals- bónda Þormóðssonar í Ásum í Gnúpverjahreppi, al- systir Jóns prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði. „Hún var ein at hinum merkustu konum þar um sveit- ir. Hún var mörg ár yfirsetukona í Gnúpverjahreppi með góðum orðstír, og yfir höfuð liöfðu allir, sem við liana kyntust, virðingu og traust á henni“. Sýslunefndarfundr Rangæinga er nýafstaðinn. Þar voru rædd ýms nýmæli, svo sem að kanna Þjórs- árós og hvort eigi mætti koma gufubát upp eftir Rangá (að Ægissíðu); sömul. að skoða, hvort eigi mætti veita Þjórsá eða Rangá til að sporna við land- eyðingu af sandfoki. hans giftnst. Hann fór skömmu seinna til Ameríku. Hefir hann verið þar síðan og er orðinn vel fjáðr. í vetr kom hann heim. Hann hitti aftr unnustu sína, og af því þau voru bæði ógift enn þá, og hvorugu hafði snúist hugr, þá urðu þau ásátt um að giftast, þótt hann væri 79 ára og hún 73 ára að aldri. Auðmanni rænt. Hinn 3. marsm. þ. á. var auðmanni nokkrum og bankastjóra nafnkunnum, Perrien að nafni i Miehigan í Norðr-Ameríku rænt í burtu frá heimili sinu. Það atvikaðist þannig: Hann sat um kveldið heima á skrifstofu sinni á tali við systurson sinn, er Hasselbacher heitir. Var þá barið að dyrum, og kom maðr inn, sem sagði Perrien að vinr hans hefði slasast, og bað hann því að koma. Perrien stóð upp í skyndi og gekk út með komumanni. Vagn var fyrir utan húsið, og var komumaðr með hann. Síðan óku þeir í burtu. Snemma morguninn eftir kom ókunnr maðr með bréf til Hassel- baehers og gekk svo snúðugt á braut. Það má geta nærri, hvernig H. hefir orðið við þegar hann las það. Bréfið var frá Perrien. Skrifar hann þar, að hann sé kominn til manna sem sleppi sér ekki lif'andi, nema hann greiði sér til útlausnar 15 þúsundir dollara. Hasselbacher þekti hönd móðurbróður síns, og sá að hann hefði verið í meira lagi hræddr, þegar hann skrifaði bréfið. Hann fór til lögreglunnar, enn ekki hefir hún enn fund- ið Perrien, og þykir líklegt að einhver ítalskr óaldarfiokkr hafi tekið hann. Hús og einstök berbergi til leigu. * Árnessýslu, 9. maí. Veðrátta var hin blíðasta til 26. f. m. Þá gerði norðankast, æði hart, sem stóð i til 7. þ. m.; þá blíðkaðist veðr aftr, enn er þó eigi jafnhlýtt og áðr hafði verið. — Skepnuhöld munu víða lakari vegna kastsins. Stingur sér niðr lífsýki í kindum, þó eigi séu magrar, sem án efa kemr af j því, að nú hefir útbeit verið notuð í mesta lagi í vetr, j enn jörð í léttasta lagi og hey illa verkuð enn veðr- j átta oft hrakasöm; eru skepnur því í óhraustara lagi j eftir vetrinn. Af sömu orsökum, — léttu fóðri og hrakasömu veðráttufari, — mun bráðapestinhafa verið j svo skæð í vetr. — Afialeysi hefir haldist til þessa. j Enda stirðar gæftir og lítið um róðra nú upp á síð- j kastið. Nýjungar frá ýmsum löndum. Langr trúlofunartími. Snemma i marsmánuði giftust hjón í Berlin, sem höfðu verið trúlofuð i 50 ár. Maðrinn hafði verið i ármaðr á búgarði þar í grendinni, og foreldrar konu hans, sem ! nú er, voru auðug. Litlu eftir að þau trúlofuðust urðu foreldr- j ar þeirra ósátt. Þau vildu þvi ekki að ármaðrinn og unnusta j Sjöi af mörgum tegundum, silkiborðar og tvistr fæst í verslun Sturlu Jónssonar. T ið undirskrifaðir fyrirbjóðum öllum ferðamönnuin, að á, eða liggja með hesta sína, i Pljótshólalandareign; verði þessu banni ekki gaumr gefinn, munum við samkvæmt lögum ieita réttar okkar. Pljótshólum 4. maí 1891. Halldór Steindórsson. Jón Bjarnason. Nokkur eintök aí LJÓÐABÓK Jóns Þorleifssonar eru til sölu. * Hjá Sigurði Kristjánssyni í Reykjavík fæst „Sam- einiiigin“ fyrir kr. 2,00 árg. Hið eina kirkjulega tímarit á íslensku. í átta blaða broti. Sérlega vand- að að öllum frágangi. Galaiiteri-vörur, ýmsir fallegir og ódýrir munir fást í verslun Sturlu Jónssouur. Brúkuð íslenzk frímerki eru keypt á skrifstofu almennings. 3] Sunnudagr í ameriksku fiorpi. Nú heyrist til stofuorgansins i samhljómi með fiðlu og horni, og upp hefr samsöng karlmauna radda og kvenna. Gluggarnir eru opnir, og inn um þá streymir sólarbirta og hressandi and- vari. Prestr kemr í svörtum búningi og les upp með látlausri rödd stutt kvæði, sem hann hefir dottið ofan á i einhverju blaði eða timariti. Það er hvorki stórskáldskapr né tiltakanlega guð- fræðilegt; enn það er einfalt og náttúrlegt, og eins og það væri orkt fyrir þetta tækifæri, fyrir þennan dýrlega dag og tilfinn- ingar vorar á þessum stað. Það hrífr hugsanir vorar og tekr við af landslags og veðrdýrðinni, svo að náttúruaðdáun vor snýst í trúarlega undrun og viðrtækileika fyrir það, sem næst á að koma. Prestrinn tekr til sálm. Yér ljúkum npp sálmabókinni og lít- um á sálminn. Sálmrinn hefst á fegrð náttúrunnar og verðmæti lífsins og endar með fögnuði og þakkargjörð og eftirlöngun hins góða og hreina. Þegar síðustu hljómarnir þagna hefst bæn prests ins. Réttnefnd bæn er það samt ekki. Það er fyrst framhald efnisins i sálminum, og siðan bæn um meiri manndáð, meira kvengöfgi, meiri viðrtækileik fyrir sannleikann og meiri fast- heldni við hann; dálítil kvörtun yfir, að lífið er ekki notað betr enn gert er, nýr ásetningr, og loks ósk og bæn um þrek til að lifa betra lífi. Svo hljómar organið um stund. Prestr stendr upp og fer að lesa eitthvað. Það mundi þykja undarlegt sam- sull sumstaðar, enn það kemr við tilfinningar vorar. Sumt af því er úr bibliunni, sumt úr nýrri tíma skáldskap, sumt smá. greinir úr kenningarbókum Múhammedsmanna og Hindúa eða öðrum heiðnum ritum. Samt er það eins og opinberun, svo hrífandi og kröftugt, samþéttaðar háar og miklar hugsanir. Gamlar, rótnagaðar biblíuklausur verða sem nýjar í þessu sam- bandi, af því að lestrinn er svo andríkr. Þá er sunginn sálmr. Yér blöðum í sálmabókinni. Ekki eitt orð um Jesú blóð, endr- lausn o. þ. h. Sálmarnir eru eins náttúrlegir, fjörugir og kröft- ugir sem föðurlandskvæði. Nú kemr loks ræðan sjálf. Hún er einföld og uáttúrleg eins og alt hitt. Það er engiu guðfræðis ritgerð, enda mundi guðfræðingum á Norðrlöndum þykja hún

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.