Fjallkonan


Fjallkonan - 19.05.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 19.05.1891, Blaðsíða 1
Kemrut aþriíjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) Upplag 2500. Gjalddagi i júli. FJALLKONAN. Dppsögn ógild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. oktðber. Skrifetofa og afgreiosla: Þingholtsstræti 18. VIII, 20. REYKJAVÍK, 19. MAÍ. 1891. f Pétr biskup Pétrsson lést föstud. 15. þ. m. Hann hafði um nokkurn tíma verið lasinn og legið rúmfastr, enn ekki þungt haldinn. Pétr biskup er fæddr í Miklabæ í Blönduhlíð 3. okt. 1808 og var því á 83. ári er hann lést. Faðir hans var hinn þjóðkunni merkismaðr Pétr prófastr Pétrsson á Miklabæ (sonr Pétr prests Björnssonar á Tjörn á Vatnsnesi), enn móðir hans Þóra Brynjólfsdóttir sonardóttir Hall- dórs biskups og má rekja móðurætt hennar í beinan karllegg upp til Guðmundar hins ríka á Möðruvóllum, og svo til landnámsmanna. Pétr biskup ólst upp hjá foreldrum sínum og iærði undir skóla bæði hjá föður sínum og hjá séra Einari Thorlaciusi í Saurbæ. 1824 fór hann til Bessastaðaskóla, enn útskrifaðist þaðan 1827; þá fór hann til háskólans í Kaupmannahöfn og tók hið fyrra próf 1829; stundaði guðfræði og tók embættispróf 1834 með 1. eink. Fór hann þá heim til foreldra sinna. — 1836 var honum veittr Breiðabólstaðr á Skógarströnd; 1837 varð hann prestr að Helgafelli og 1838 að Staðarstað og sama ár prófastr í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. 1844 varð hann doktor í guðfræði. Þegar prestaskólinn var stofnaðr, var hann skipaðr forstöðumaðr hans (1847) og fékk tveim árum síðar prófessors nafnbót. í fjar- veru Helga biskups Thordersens var hann settr biskup 1855—56, og eftir fráfall Helga bisk- ups varð hann skipaðr biskup landsins og hélt því embætti þar til er hann sagði af sér 1889. Hann var kjörinn af konungi til að sitja á þjóðfundinum 1851 og síðan á alþingi til 1886 og var forseti efri deildar frá 1875. — Forseti bókmentafélagsdeildarinnar í Reykjavik var hann frá 1848 til 1868. Dómkirkjuprestr var hann settr eitt missiri, 1854. Fyrri kona Pétrs biskups var Anna Sigríðr Aradóttir frá Flugumýri (-j- 1839), enn síð- ari kona, sem eftir lifir, Sigríðr (Bogadóttir) Benediktsen frá Staðarfelli. Börn þeirra, sem upp komust, eru frú Elinborg, er átti Berg Thorberg landshöfðingja, frú Þóra kona adj. Þorvaldar Thoroddsens og Bogi læknir, er lést 1889. Með síðari konu sinni lifði hann tæp 50 ár og hefði getað haldið gullbrúðkaup, ef hann hefði lifað til haustsins. Helstu ritverk Pétrs biskups eru: Kirkjusaga íslands á latnesku um tímabilið 1740— 1840, „Prédikanir" sem hafa verið gefnar út þrisvar sinnum; „Hugvekjur til kvöldlestra" og „Föstuhugvekjur", sem hvorartveggja hafa verið prentaðar tvisvar sinnum. Auk þess eru prentaðar eftir hann ýmsar ræður, ritlingar og blaðagreinir, sumt á útlendum málum. Hann var ritstjóri Landstíðindanna, sem komu út 1849—51, og útgefandi Ársrits prestaskólans ásamt Sigurði Melsteð. „Kristileg smárit" gaf hann út í smáheftum frá 1865—1874. Hann endr- skoðaði og breytti handbók presta. Sálmabókina lét hann endrskoða, fyrst þá útgáfu, er prent- uð var í fyrra sinni 1871 og síðan skipaði hann nefnd hæfustu manna til að gera úr garði hina nýju sálmabók, er kom út í fyrra sinni 1886. Fyrir ritgerð um Rufinus kirkjufóður (Symbolœ ad fidem et studia Tyrannii Bufini) varð hann licentiatus theologiœ 1840, enn dr. í guðfræði fyrir ritgerð sína um íslensk kirkjulóg (Commentatio de jure ecclesiarum in Islandia).

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.