Fjallkonan


Fjallkonan - 19.05.1891, Síða 3

Fjallkonan - 19.05.1891, Síða 3
19. maí 1891. FJALLKONAN. 79 Fremr var kalt milli hans og keisarahjónanna, ekki síst eftir að þeim fæddist sonr 1856. Þegar ófriðr- inn 1870 hófst, var N. á siglingarferð í Noregi, og kom ofseint til að geta haft nokkur áhrif á gang viðburðanna. Að því er pólitík Frakklands snerti var hann úr sögunni. Thiers bannaði honum enda landsvist. Reyndar fékk hann heimkomuleyfi 1876 og sæti á fulltrúaþinginu, enn mátti sín lítils, því að Napoleons- flokkrinn hópaðist kringum keisarason enn ekki hann. Við óvænt fráfall keisarasonar 1879 varð Napoleon prins um stundarsakir foringi Bona- partista, enn spilti fyrir sér með því að ganga í ber- högg við klerkdóminn, enn klerkaflokkrinn hefndi sín með því að koma Viktori syni hans að í hans stað sem oddvita og „réttum erfingja keisaradæmis- ins“. Út úr þessu lagði Napoleon rammasta hatr á son sinn, og hélt því fram til síðasta andartaks, gerði hann arflausan, rak hann frá banasæng sinni og bann- aði honum enda harðlega að fylgja líki sínu til graf- ar. Þótti í því kenna heiftar Korsíkukynsins. Skoð- anir sínar í trúarefnum hélt hann við fram í andlátið og vísaði frá sér öllum klerkafortölum með fyrirlitn- ingu. í Napoleoni prins var mjög mikið efni, hefði hann kunnað með að fara, enn hann var hugþóttamaðr og einþykkr, og tvent svo gagnstætt sem að vera rammr þjóðveldismaðr og erflngi að kröfum og frægðarnafni keisaraættar bar hann ekki gæfu til að samþýða. Nálega öll fyrirtæki hans misheppnuðust. — Við Klótildi konu sína hafði hann engar samvistir síð- ustu ár ævi sinnar, enn þó vóru þau ekki skilin að lögum. Napoleon var á yngri árum fríðr maðr sýnum og stórmannlegr og líkastr gamla Napoleoni í sjón af öllum frændum hans. Til íslands kom hann 1856 á skipi sínu „Hortense“, og fór hann til Heklu og Gfeysis og sigldi að nokkru kringum landið og síðan tii G-rænlands. Hann kom hér fram sem höfðingja sómdi og gaf rausnarlegar gjaflr mörgum. Nýjungar frá ýmsum löndum. Er ný ísöld í vcmdum? Nýlega heiir hinn írægi frakkneskí stjörnufræðingr Camille Flammarion leitt rök að því í blaðinu New-York Herald, að loftslag i Evrðpu sé ár frá ári að kðlna, og hreyíir þar þeirri spurningu, hvort ekki voíi ný ísöld yfir Evrópu. Forstjóri veörfræðisstofnunarinnar í Yín hefir núeinn- ig ritað víðtækilega um þetta efni og kveðr hann reyndar allar athuganir sanna það, að ekkert heitt sumar hafi komið í Evrðpu síðan 1877. Enn ætlun hans er að menn geti huggað sig við að viðlik kuldasumur í rennu hafi komið fyrir áðr, t. d., árin 1838—1847. Að öðru leyti vðru vetrnir 1881—1885 sérlega mildir og vægir. Þvi hefir einnig verið veitt eftirtekt, að sum- arhitinn í Afríku hefir farið vaxandi á þessu tímabili, sem hann hefir minkað i Evrópu. Morð. Svo hefir talist til, að í Evrópu sé á ári hverju myrtr einn karlmaðr af hverjum 33,333 og einn kvenmaðr af hverjum 100,000. Eyðing sela. Á aðalfundi hins danska fiskifélags, sem hald- inn var fyrir skömmu, var þess getið, að árið sem leið voru drepnir 1123 selir i Danmerkr höfum. Hvert seldráp verðlaun- að með 3 krónum, eða viðlíka og á Þýskalandi. Svo mjög hefir sú skoðun rutt sér til rúms, að selrinn sé eitt versta átumein fiskveiðanna. „Konwngr húnibúgsins1", sem nefndr hefir verið, Barnum í Ameríku, dó í apríl 81 árs. Nafn hans verðr víst uppi meðan „humbúggíð“ er til í heimijjþessum. Hann keypti fyrst hið am- eriska gripasafn Scudders i New-York og jók það stórum. Með- al annara húmbúgshnykkja hans var það að hann sýndi fyrir peninga svertingjakerlingu, sem hann kvað vera fóstru Washing- tons og 161 árs gamla, enn hún reyndist að eins á áttræðisaldri er hún dó. Hann græddi og á því, að sýna margýgi og dverg- inn Tom, mest þó á hringferð sinni með söngkonunni Jenny Lind (523,000 doll.). 1856 fór hann alveg á höfuðið, enn, rétti brátt við aftr með kraftaláni humbúgsins. Hann átti sér austr- lenskt skrauthýsi í Connecticut. Þar dó hann og lét eftir sig 20 milj. króna. Nýfwndin dvergþjóð. Franskr maðr Crampel hefir nýlega far- ið i landkönnuuarferð frá Congo-landinu á leið norðr til Tsad- vatnsins. í skóginum fyrir norðan Ogowe-fljótið hitti hann dverga- þjóð, sem nefnist Bajaga. Þeir eru að meðaltali 4‘/2 fet á hæð, gulbrúnir í andliti; eru huglitlir og lifa eingöngu á veiðum. Þeir fást mjög við filaveiðar og hafa skifti við nágrannaþjóðirn- ar á filabeini og matvöru. Jarðyrkju stunda þeir ekki. Þeir lifa í einkvæni. Þegar einhver Bajaga giftist, þá fer hann til tengdaforeldra sinna, enn til ættmanna sinna má hann ekki koma fyr enn kona hans hefir fætt honum son og hann drepið að minsta kosti einn fil. Hvort dvergar þessir eru þeir sömu sem Stanley hitti er óvist. Bæjarþingsdómr Beykjavíkr var upp kveðinn 14. þ. m. í málinu: ákæruvaldið (réttvisin) gegn Þorvaldi Björnssyni fyrir brot gegn 125. gr. og 129. gr. sbr. 145. gr. refsilaganna. Mál- ið er svo vaxið, að á páskadagskveldið i vor var stud. theol. Helgi Skúlason ásamt stud. jur. Þórði Jenssyni að heimboðs- drykkjuhjá stud. theol. B,. Magnúsi Jónssyni hér í bænum. Þor- valdr lögregluþjónn býr í sama húsi. Um miðnætti fór Þorvaldr á fætr og fann að því við B,. M. J., að hann héldi fyrir sér vöku með drykkjuslarki og var þó B. M. J. sofnaðr þá. Þá viidi Þ. reka Helga Skúlason út, enn hafði ekki krafta til þess; sótti þvi mann til að hjálpa sér og fóru þeir með hann rakleiðis í „tukthúsið", og gerðu rannsókn á vösum hans. Síðan sagði Þorv. Þórði Jenssyni frá þessu; fékk þá Þórðr Þorv. til að sleppa Helga út aftr. Þorv. þóttist hafa heimild til að reka Helga Skúlason út; kvaðst hafa umsjón á, að engin óregla ætti sér stað i herbergjum B. M. J. og hefir það ekki verið hrakið meðsönn- unum. Hinsvegar hefir það ekki sannast að H. S. hafi verið svo ósjálfbjarga að réttlæta megi fangelsun hans, og með þvi að hann hafði heldr eigi gert sig sekan í neinni ósiðsemi á almanna- færi, dæmdi undirdómarinn Þorvald i 40 kr. sekt eða 12 daga fangelsi og málskostnað. Svo er að ^já á „ísafold11 13. þ. m. sem vafasamt sé að hér sé um nokkurt afbrot að ræða, og má sjá af því, hve mikils ritstj. virðir persónulegt frelsi manna. Þar segir og, að það muni að eins vera hér um bil Vio bæjarmanna, sem óski að Þorvaldr Björnsson verði settr frá sýslan sinni. Hversu satt það sé, mun bráðum reynt verða. ísafold segir að H. S. hafi verið „snarað i varðhald vegna drykkjuskaparóreglu og mötþróa við lögregluþjón“, enn þetta eru helber ósannindi, sem sjá má af rannsókn málsins og dóminum. — Máli þessu verðr áfrýjað til yfirdómsins og verðr næst flett ofan af' þvi í Fjailk. Frökkum leyft að liska í laudsteinum. Skipverjar af hinu franska herskipi „Cháteau Benault“ höfðu oftar enn einu sinni á dögunum, er skipið lá hér, haft fyrirdráttarveiði fyrir kola hér á höfninni og drógu upp í land. Sagt er að vel hafi veiðst og svo hafi brugðið við, að fátækir unglingar hér i bænum, sem lifa á því að veiða kola, hafi varla orðið varir siðan. Það mun satt vera, að bæarfógetinn hafi leyft Frökkum þenna fyrirdrátt, enn hvaða heimild hann hefir haft til þess er oss ókunnugt. Kóstur undir Eyjafjöllum. Þaðan hefir frést, að sýslumaðr P. Briem hafi fyrir nokkru tekið fastan einn hinua merkari bænda i því héraði, Sigurð í Skarðshlið, fyrir þá sök að nefndr bóndi hefði átt að tala ógætilega um gerðir sýslumannsins. Út af þessu er sagt að allmargir (50?) héraðsbúar hafi tekið sig saman og ætlað að taka mann þenna úr varðhaldinu, enn það er að sögn í húsi Þorvaldar á Þorvaldseyri. Enn svo er að heyra sem samtök þessi hafi orðið uppvís áðr enn til f'ramkvæmda kom af hálfu þeirra félaga, og lét þá Páll að sögn þegar hand- 1) Afleiðsla pessa orðs er óviss enn liklegast þykir að pað sé af sögn- inni hum, að gabba.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.