Fjallkonan


Fjallkonan - 08.09.1891, Page 1

Fjallkonan - 08.09.1891, Page 1
Kemr ftt á.triðjudögnm Árg. 3 kr. (4 kr. erlendiS) U pplag 3500. Gjalddagi i júli. FJALLKO 1 Uppsögn ógild nema akrifleg komi til fltgof- anda I'yiir 1. október. Skrifetofa ogafgreiðBla: Þingholtestræti 18. VIII, 86. REYKJAYÍK, 8. SEPTEMBER. 1891. Yeðriö. Um 25. ágúst brá til norðanáttar og hef- ir síðan verið kaldara og nokkuð regnsamt. Snjór hefir fallið á fjöll. Heyskapr hefir í sumar verið óvenjumikill og góðr sunnan og vestan lands og sömuleiðis allgóðr J í Húnavatns og Skagatjarðar sýslum. A austrhluta Norðrlands var grasvöxtr í minna lagi, enn hin góða nýting hefir eflaust bætt það að miklu. Miltishruni drap í f. m. fjórar kýr á Hraðastöð- um í Mosfellssveit. Ekkert sérlegt eftirlit mun hafa verið haft þar til varnar útbreiðslunni. „Sunnanfari“ heitir nýtt blað, sem dr. phil. Jón Þorkélsson í Khöíh gefr út. í því eiga að vera myndir, og verðr það að frágangi svipað „Heim- dalli“ sáluga, enn sjálfsagt minna fyrir nýbreytn- I ina, enda var það einmitt það sem gerði „Heim- dall“ óvinsælan, einkum meðal presta og hinna skriftlærðu. „Sunnanfari“ mun meira byggja á j gömlum merg, og halda sér við forn fræði, enda er útgef. einkanlega sögufróðr maðr. Myndin af Pétri byskupi þykir oss ekki góð, og hefði hún verið prentuð í Ejallk. hefði hún þótt Ijót; enn það er oftast glæsilegra í augum „fólksins“, sem útlendr svipr er á. — Pappírinn er góðr í blaðinu og letr skírt. Báin 31. ágúst hér í bænum Kristín Bjarna- dóttir, ekkja Bjarna Bjarnasonar, er lengi bjó á Esjubergi og móðir frú Ingibjargar, sem er gift kaupm. Þorláki 0. Johnson. Hún var 77 ára, dugn- aðarkona mikil. Dáinn er í Ameríku Þorsteinn Skúlason, sonr Skúla prófasts Gíslasonar á Breiðabólstað (j* 1888). Hann var fáein ár í latínuskólanum, enn útskrifað- ist ekki þaðan, heldr fór til Ameríku. Hann var i dugandi mannsefni, fjörmaðr og talsvert skáldmæltr. j 80,000 kr. er talið að eignir biskupsins sál.. Dr. Pétrs Pétrssonar hafi verið, og mun það ekki of mikið i lagt. Þetta sýnir, að hinir hálaunuðu em- bættismenn hér á landi geta safnað miklum auð, eftir því sem hér er talið, enda þótt þeir sýni mikla rausn og örlæti. Bókmentafélagslbæbr þetta árið eru: Skírnir 65. árg., Eréttir frá Islandi’Tímaritið, Sýslumanna- ævir II. b., 9. h., Norðrlandasaga eftir PálMelsteð, Islenskt fornbréfasafn, III. b., 2. h. Skírnir virðist oss vera betr ritaðr enn í fyrra; málið á honum hefir verið mjög óvandað síðustu árin, enn er nú dálítið skárra. í Timar. er: Minningarritgerð um ævi og vís- indaleg störf Konráðs Gislasonar, eftir Björn Ól- sen, i löngu máli. — Þjóðtrú og þjóðsagnir, eftir Sæm. Eyjólfsson. — Um kynslega æxlun blóm- plantnanna, eftir gagnfræðakennara Stefán Stefáns- son. — Rökfræði effcir Arnljót prest Ólafsson. — Bókfregnir (réttara orð væri: ritdómar) um tvær bækr (Dansk biogr. Lexikon og Sýnisbók Boga Melsteðs), hin fyrri eftir kand. Hannes Þorsteins- son og hin síðari effcir dr. Yaltý Guðmundsson. — Islensk áhrif á enskar bókmentir, eftir dr. Jón Ste- fánsson. Ritgerðin um Konráð Gíslason er rækilega samin og smásmuglega, enn ýmisiegt er í henni, sem fremr á heima í ævisögum annara manna. — Ritgerð Sæmundar Eyjólfssonar um þjóðtrúna er skemtilegasta ritgerðin í Tímaritinu. Hann hefir lagt mikla stund á slíka alþýðufræði, sem nú er talin vísindagrein og kend við suma háskóla, al- ment nefnd ensku nafni „folklore“ (fóklór). Hún er heldr ekki ómerkilegri enn goðfræði fornþjóð- anna, sem kend eru við alla lærða skóla. Höf. þessarar ritgerðar segir í niðrlagi hennar: „Vér hljótum að sjá, að þekkingin á þessu er nauðsyn- leg til þess að sjá og skilja hugsunarhátt, trú og siðu, líf og lífskjör manna á ýmsum tímum. Yér hljótum að sjá, i þessu efni sem öðru, að ýmislegt, sem kallað er ómerkilegt, verðr merkilegt og mik- ilsvert, þegar vér kunnum að meta það réfct. Það er að vísu satt, að eins og draugar og aðrar ó- myrkrinu, eins bendir þjóðtrúin og þjóðsagnirn- ar, sem eru svo auðugar af þessum vofum og ó- freskjum, oft og tíðum á andlegt myrkr — andlegt svartnætti, enn alt þetta er þó nokkurs konar haugaeldr, sem brennr og logar í myrkrinu yfir fólgnu gulli, — bendir á fólgna fjársjóði, sem vert er að grafa rpp“. — Rifgerð Ste- fáns Stefánssonar um bíómplönturnar virðist vera samin að alþýðu hæfi. — Enn naumast verðr það sagt um Rökfræði séra Arnljóts. Það sem einkum gerir hana óalþýðlega eru hin mörgu nýju orð um heimspekilegar hugmyndir, sem úir og grúir af í henni. Þó eru sumir af þessum nýgervingum heppilegir, er líklegt þykir að nái festu í málinu, enn um aðra mun fara sem venja er til um marg- ar slíkar nýmyndanir, að þær lifa ekki höfundana. — Að öðru leyti mun ritgerðin vera vel samin og víðtæk, sem við er að búast. — Ritdómarnir eftir þá Hannes og Yaltý eru með hinum betri rit- dómum, sem vér höfum séð um tíma, segja bæði kost og löst, enn venjan er hjáossýmist að skjalla eða skamma. — Ritgerð Jóns Stefánssonar um sam- band enskra og islenskra bókmenta þykir oss of stutt, og hefði eflaust mátt fara lengra út í það efni. Ljððmæli Gísla Brynjólfssonar komu í sumar út í Khöfn, gefin út á kostnað Schultz prentara, enn síðan hefir bóksali Th. Lind keypt upplagið. Bók

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.