Fjallkonan


Fjallkonan - 08.09.1891, Síða 2

Fjallkonan - 08.09.1891, Síða 2
142 FJALLKON AN. VIII, 36. þessi er yfir 500 bls. í stóru 8 bl. broti. Æfiágrip Gísla er framan við bana eftir tvo íslenska stú- denta í Khöfn, Halldór Bjarnason og Bjarna Jóns- son. Enn þeir hafa ekki verið nógu kunnugir ævi Gísla og lífsstarfi hans til að geta ritað greinilega um það, og hafa þeir því ekki getið um margt af því sem hann hefir ritað. — Kvæði Gísla eru möig kunn áðr, af því að þau hafa verið prentuð í blöð- um og tímaritum. Eáein kvæði Gísla vanta í bók- ina, þar á meðal þýðingar af íslenskum kvæðum, sem staðið hafa í útlendum blöðum. — Yér ætlum engan dóm að leggja á þessa kvæðabók; vitanlega eru nokkur viðunahleg kvæði innan um svo stórt safn, enn yfirleitt er kveðskapr höf. ekki við al- þýðu hæfi. „Kirkjublaðið" heitir nýtt blað, sem til var stofnað á synodus i sumar, og eru komin út af því 2 tölubl. Ritstjóri prestaskólakennari Þórhallr Bjarn- arson. — Svo er að sjá sem það muni verða prakt- j ískara að efni enn Kirkjutíðindin sálugu og halda sér j meira viðjörðina. ÞaðgleðrFjallkonuna, að blað þetta j er komið á fót; húu hefir hingað til verið eina blaðið hér á landi, sem flutt hefir ritgerðir um kirkjuleg mál, og getr nú meira fengist við annað, án þess þó að loku sé fyrir skotið, að hún endrum og sinn- um leggi orð í belg í þeim málum sem öðrum. Ölfusárbrúin var opnuð í dag af landshöfðingj- anum. Yar þar viðstaddr múgr og margmenni, og fór þangað fjöldi manna úr Reykjavik. Brúin er sögð allásjáleg, enn mest er undir því komið, hvern- ig hún reynist yfirferðar með hesta og hve traust hún er. Helst er það fundið að henni, að hún só of mj ó (hún er að eins 4 áln. á breidd), og að rimlarnir á báða vegu sóu of lágir og ekki nógu þéttir. Þegar brúin var „afhent“ landshöfðingja í dag var sungið þetta kvæði eftir Hannes Havstein: Þunga sigursöngva söng hér elfan löngum, byst fánn skemtan besta, banna ferðir manna. Annan söng nú ýtar vaskir kveði, upp skal hefja róm með von og gleði. Nú er móðan ekki einvöld lengur einvald hennar binda traustar spengur. Hátt á bökkum bröttum bygðir eru og trygðir synir stáls og steina sterkir mjög að verki; standa á bergi studdir magni’ og prýði, strengja sér á herðum gerva smíði, tengja sveit við sveit, þótt aldan undir ófær brjótist fram um klett og grundir. Vakni von, og kvikni varmur neisti’ í barmi, mest er mann-verk treystum móðurjarðar góðu. Tjáir ei við hreptan hag að búa, hér á foldu þarf svo margt að brúa: jökulár á landi og í lundu — lognhyl margan bæði’ í sál og grundu. Sannar afrek unnið: andinn sigrar vanda; tengja traustir strengir tvístrað láðið áður. Tengjum þannig tvístruð öfl og megin. Trausti, dáð og framkvæmd greiðum veginn. Heilar vinni hendur jafnt og andi. Hefjum brúargerð á andans landi. Vakni von, og kvikni varmur neisti’ í barmi. — Yilji, von og elja vinnu saman inni. Þá mun rísa brú til betri tíða, brú til vonarlanda frónskra lýða, brú til frelsis, brú til menta-hæða, brú til mannfélagsins æðstu gæða. Heill sé hug og snilli, heill sé ráði’ og dáðum. Heill sé hönd og anda, heiður um foldu breiðist. Líti sól hver sæmd og nýjar trygðir, sveipi gæfan fósturjarðar bygðir. Blessist framkvæmd, blómgist sviti lýða. Brúin rísi fram til nýrra tíða. Alþingi. X. (Síðasti kaíli). Fjallkonan hefir flutt flestöll lög frá þessu þingi orðrétt, og getið um þau frumvörp, er feld hafa ver- ið. Eftir er þá lítið annað enn að skýra frá þings- ályktunartillögunum. I sérstakri grein verðr talað um árangrinn af þinginu og framkomu hinna nýju þingmanna. Þingsályktanirnar hinar helstu eru þessar: 1. um brúargerð á Þjórsá. — 2. um uppsigling á Hvammsfjörð. — 3. tillögur við landsreikningana (að fækkað verði býlum á Yestmannaeyjum; að árs- reikningr yfir viðskifti hinnar íslensku og dönsku póststjórnar verði látinn fylgja landsreikningnum; að gengið verði eftir afborgunum af skuldum nokkurra hreppa í Snæfellsnessýslu á réttum gjald- dögum; að gjaldheimtumönnum landssjóðs verði gert að skyldu að senda ávísanir upp í tekjurnar í tæka tíð til landshöfðingja. — 4. um að Islands ráðgjafi sitji eigi sem slíkr í ríkisráði Dana. — 5. að landsbankinn veiti lán gegn veði i húseignum á verslunarstöðum út uní land. — 6. um styrkveit- ingu til búnaðarfólaga með ákveðnum skilyrðum. -— 7. um fréttaþráð til íslands (skorað á ráðgjaf- ann að leitast fyrir, hvort erlend riki vildustyrkja það fyrirtæki). — 8. um að kensla í uppeldisfræði fari fram á næsta fjárhagstímabili við Flensborgar- skólann. — 9. um að gagnfræðakensla komist á við lærða skólann, að latína verði ekki heimtuð til inn-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.