Fjallkonan - 29.09.1891, Page 3
29. september 1891.
FJALLKONAN.
155
fylgja henni, þá neyðist þeir að taka til annaia úr-
ræða. Enn í'remr spáir blað þetta ■ að Tyrkjastjórn
grafi sjálfri sér gröf með því að slaka til fyrir Rúss-
um. Þjóðverjar segja að sér komi þetta mál ekki j
við. og þeim detti ekki í liug að styrkja Engla neitt, '
ef þeir gangi ekki í þríríkjasambandið. Ítalíustjórn-
in hefir falið sendiherra sínum í Mikiagarði á hendr,
að haga sér í máli þessu eins og sendiherra Eng-
lendinga, því hvorugir vilja, að Rússar komist með j
flota sinn í Miðjarðarhafið. Fáum dögum eftir að
þetta gerðist, var Kiamil pasja stórvezírnum vikið úr
úr völdum. Landsstjórinn á Krít, Djefvad pasja, varð
stórvezír í hans stað. Kiamil pasja, hefir verið mjög
vinhollr Englendingum. Ætlun manna er, að óvinir
lians hafi talið soldáni trú um, að hann mundi ætla
að reka hann úr völdum. Hann er sakaðr um það,
og hafðr í varðhaldj.
Serbía. Serbar hafa herbúnað við landamæri Bulg- j
aríu. Skoruðu Bulgarar á þá að láta liðið fara það- !
an; neituðu hinir og hafa því Bulgarar sent herflokk
á landamærin. Hvorugir þykjast samt hafa neitt ilt j
í hyggju.
FrakMand. Hinn 9. sept. andaðist Jules Grévy. j
Var hann orðinn' mjög gamall. Það er haldið hann j
sé fæddr 1807. Sumir segja fæðingarár hans 1811. j
Aðrir 1813. Hann var ákafr þjóðveldismaðr. Tók
þátt í júl'byltingunni. Hann komst í þjóðþingið eftir !
febrúarbyltingnna 1848. Hann var hinn stækasti ó- j
vinr Loðvíks Napóleons. Hann komst í þjóðþingið
1871, og var þegar kosinn forseti þess; var svo for-
seti í fulltrúadeildinni 1876. Forseti Frakklands varð
hann 1879 á eftir Mac Mahon og hélt þeirri tign j
uns tengdasonr hans Wilson kipti undan honum fót-
unum um haustið 1887, og var þannig forseti ekki
full níu ár. Var hann vinsæll og merkr maðr. — í
Nizza hefir Gtribaldi verið reist líkneski. Nizza er
fæðingarstaðr hans. Eigi vildu synir hans vera þar
viðstaddir, og ekki sendi ítaliustjórn neinn fulitrúa
þangað.
Noregr. Kosningafuiltrúar hafa verið kosnir um
þessar mundir, og hefir vinstrimönnum veitt betr.
Stein, æðsti ráðgiafi Norðmanna, sagði í ræðu, sem
hann hélt, að kosningarnar mundu útkljá um það,
hvort hægri menn eða vinstri ættu að ráða framvegis.
Kvað hann stjórnina fúsa til, ef menn æsktu þess,
að stuðla að því að Norðmenn fengju sem bráðast
sérstakan utanrikisráðgjafa. Noregr yrði samkvæmt
grundvallarlögunum að hafa tryggiugu fyrir þvi, að
utanríkismálum sinum yrði stýrt fullnægjandi. „Það
verða Norðmenn að heimta óhræddir, enn án ofstopa“.
Portúgal. Úr þjóðbankanura hefir verið stolið
2,800,000 kr. Þrír embættismenn við bankann hafa
verið teknir fastir.
Borgarastriðið í Chili. Loks er þessu ógurlega
stríði lokið, er það hefir staðið yfir í hálft ár. Um
20. ágúst sendi þingherinn lið á land. Hélt lið það
á leið til Valparaiso. Við Aconcaguafljótið mætti að
her forsetans. Var barist til kvelds, og er sagt að þar
hafi fallið um 3000 manna, enn alls hafi 20 þiis. ver-
ið í bardaganum; þingherinn hafði 7000 manna, enn
Balmaceda 13,000. Sunnudaginn 23. ágúst var oitr
orrusta skamt frá Valparaiso; féll fjöldi manna. Forseti
var sjálfr fyrir liði sínu. Var hann miklu liðfleiri.
Því næst voru á hverjum degi smáorrustur þangað til
á föstud. 28. ágúst. Þá stóð aðalorrustan og lyktaði með
því að her Balmacedu beið algervan ósigr. Hélt þá
þingherinn inn í Valparaiso. Meðan orrustan stóð,
eða öllu heldr þegar útséð var um það, að þiugher-
inn mundi sigra, höfðu útlendu foringjarnir sent
lið af skipum sínum í borgina til þess að koma í veg
fyrir blóðsúthellingar. Enn þegar þingherinn fór frið-
samlega að ráði sínu, gáfu þeir þegar borgina í
þeirra vald. Það sem mest spilti fyrir Balmacedu í
seinustu orustunni, var sundrþykkja herforingja hans
og svo annað, að flestir af æðstu hershöfðingjum hans
féllu, enn þá gengu heilar hersveitir á vald þinghers-
ins. Yfirhershöfðingi þinghersins heitir Estanislas del
Canto. Það er talið að þingherinn sérstaklega ætti
þýskum hershöfðingja, Körner, það að þakka, að enda-
lyktirnar urðu svo góðar. Því hann hafði að nokkru
leyti stýrt heræfingum. Laugardaginn 29. tóku þeir
Santjago, sem gafst viðstöðulaust upp fyrir þeim.
Balmaceda flýði, og menn vita ekki glöggt hvar hann
heldr til, enn ætlun sumra er að hann sé úti á her-
skipi nokkru, og ætli til San Salvador, ef hann verði
eltr. Claudio Vicuna, hinn nýkosni forseti, flýði út á
skip útlendinga og baðst verndar. Slíkt hið sama
gerðu ýmsir aðrir. Útlendingar hafa neitað að selja
þá fram, nema svo væri að þingherstjórnin héti því
að mál þeirra yrði prófað á lagalegan hátt, enn hún
hefir neitað að skuldbinda sig í því efni. Ætla út-
iendingar því að setja flóttamennina á land í öðru ríki.
Bráðabirgðarstjórn er sett, og ýms ríki hafa samþykt
yfirráð hennar.
Annað af skipum þeim, er Balmaceda lét smíða í
Frakklandi í vetr, „Presidente Pinto“, hefir flakkað frá
einu ríki til annars til þess að fá herbúnað, enn ekk-
ert ríki hefir viljað eiga þar hlut að máli. Skipið
kom til Kiel og ætlaði að ná þar í Armstrongs fáll-
byssur, og eitt af gufuskipum Arrastrongs hafði þær
á takteini, enn herskip Þjóðverja höf'ðu svo nákvæmar
gætur á að því tókst það ekki. Sigldi það svo til
Danmerkr; eru menn hræddir um að skipið hafi feng-
ið fallbyssurnar hjá Anholt, og þegar er það fréttist
var herskipið Hekia send héðan. Þetta var í fyrra-
dag, og hafa ekki fengist áreiðanlegar fregnir um
það. Enn ólaglegt þykir það ef Drnir, fyrir skeyt-
ingarleysi, hafa látið þá ná falibyssunum.
N.-Ameríka. C a n a d a. Ýmsir af ráðgjöfunum eru sak-
aðir um fjárdrátt. Mercier, æðsti ráðgjafinn, er og
bendlaðr við það. Helsta kæruatriðið er það, að fé
því, sem átti að verja til ýmsra almennra fyrirtækja,
hefir verið varið til ýmislegs annnars, þar á meðal
til mútugjafa við kosningar. Það eru þó eigi að eins
ráðgjafarnir, sem fara illa með fé ríkisins og þiggja
mútur, heldr er það talinn almennr löstr á embættis-
stétt ríkisins. Rannsóknir standa nú sem hæst .Yms-
ir af ráðgjöfunum hafa flúið suðr til Bandaríkja, áðr
enn náð varð til þeirra.
Ban dar í kin. Fyrir skömmu gerðu herforingjar í
Bandaríkjunum tilraun með nýtt sprengiefni. Það er