Fjallkonan


Fjallkonan - 13.10.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 13.10.1891, Blaðsíða 1
Kemr út á. þriðjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) Upplag 2500. Gjalddagi 1 .Júlí. FJALLKO [Jppsögn ógild nema skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Skrifstofa ogafgreiösla: Þingholtsstrœti 18. VIH, 42. REYKJAVÍK, 13. OKTÓBER. 1891. Ástæður almennings eru nú með besta móti til sveitanna að mörgu leyti eftir sumarið, sem var svo gott. Hey eru víst allsstaðar um land meiri enn verið heíir í mörg ár, og líkindi eru til að fénaðr hafi fjölgað i land- inu síðustu árin, þrátt fyrir hinn mikla útflutning. Má þvi gera ráð fyrir, að fleira fé verði sett á í vetr enn að undanförnu, einkanlega vegna þéss að sauðfjársalan til Englands og Skotlands hefir brugð- ist svo mjög. Það er þó vonandi, að bændr fari varlega í ásetninginn, því þótt heyin sé mikil, geta þau reynst misjafnt, enda ekki ólíklegt að snjóþungr vetr komi eftir svo þurt sumar. Meðferðin á hey- inu er allmisjöfn í hinum ýmsu héruðum, og er það furða hve illa menn hirða það víða um land- ið, svo að meira og minna fer til ónýtis. Hey- hlöður eru enn mjög óvíða, og verða þó allir að játa. að þær borgi sig margfaldlega. Hætt er við, að sú stöðvun peningastraumsins frá Englandi, sem hefir átt sér stað í ár og ef til vill verðr fleiri árin, hafi nokkur áhrif á viðskifta- lífið hér og geri mönnum örðugt fyrir með peninga- greiðslur, enn þá ætti bankinn að hlaupa undir bagga með betri kjörum enn áðr. Það að fjársalan til útlanda hefir brugðist þann- 1 ig, hefir þó einn kost í för með sér, þann, að bændr hljóta nú að nota meira af búsafurðum ; sinum heima, enn að undanförnu. Það hefir of í mjög farið í vöxt á seinni árum, að bændr hafa selt kjötið út úr landinu, enn keypt korn i stað- inn. Kornkaupin hafa farið vaxandi að sama skapi sem fénaðarsalan hefir aukist. Þetta mun í ýmsu tilliti vera miðr holt, því best er, að búin þurfi sem minst að kaupa að; auk þess þurfa Islendingar meira kjöt enn flestar aðrar þjóðir vegna hins kalda loftslags. Líklegt er að menn birgi sig nú alment að kjöti í sveitunum, enn spari heldr kornkaupin, því fremr sem korn er nú óvanalega dýrt. Marga mun furða á þvi, að verslunarstjórar hér skyldu færa upp verð- ið á kornvörum, þegar er fréttist um kornvöruhækk- unina erlendis, þar sem þeir höfðu keypt kornið með hinu lága verði og fæstir faktorar munu hafa fengið skipanir um það frá húsbændum sínum. Kaupmenn hér geta ekki fylgt nákvæmlega markaðs- ; verði erlendis, enda var kornið þegar lækkað í verði er næstu fregnir komu. Eftir sömu reglu ættu kaupmenn að færa niðr verð á útlendum vör- um hjá sér óðara enn þeir frétta um slíka verð- lækkun á heimsmarkaðinum, enn þeir munu oftast draga það nokkuð; að minsta kosti fara litlar fregn- ir af því, að kornverðið sé enn farið'að lækka hjá þeim. Sambandslýðveldiö í Sviss var 600 ára gamalt 1. ágúst í sumar. 1. ágúst 1291 gengu landshlutarnir Schwys, Uri og Unter- walden í stjórnarsamband til að verja frelsi sitt og sjálfstæði móti Habsborgar-höfðingjunum, og þetta samband er upphaf svissneska sambandsríkisins. Sviss hefir í öllum aðalatriðum smátt og smátt hafið sig stig af stigi í andlegri og verklegri framför á sama hátt sem önnur frjáls ríki á síðustu tímum. Kjarkr og frjálslyndi svissnesku þjóðarinnar hefir áunnið henni sæti fremst í röð þeirra þjóða, sem á síðustu öldum hafa meir og meir stefnt í lýð- frelsisáttina. Sviss hefir orðið að berjast við höfð- ingjastjórn og klerkavald; hefir haft og hefir enn við ýmsa sérstæða flokka að stríða innanlands, og það hefir kostað Sviss blóðugar róstur, ekki síðr enn önnur lönd, að fá framgengt sjálfstjórnarhugmynd- inni í verkinu. Enn nú geta Svisslendingar hrós- að sigri. Landið er alt í fastri og öruggri stjórn- legri einingu, og sjálfstjórnin eða lýðfrelsishug- myndin hefir hvergi náð slíkum viðgangi sem þar. I andlegum efnum standa Svisslendingar hátt að sama skapi. Skólar þeirra eru taldir með hinum bestu, lög þeirra og réttarfar er í fylsta samræmi við kröfur timans, og landvarnar fyrirkomulag þeirra er í miklum metum. Iðjusemi þjóðarinnar, hagsýni og nægjusemi hefir komið upp iðnaði og verslun, sem hefir viðskifti um allan heim. Það er ekki á síðari árum náttúrufegrðin ein og hið heilnæma fjallaloft, sem dregr huga svo margra í öðrum löndum að Sviss; það er þjóðin sjálf með sinni frægu sögu, með sínum fijálslega hugsunar- hætti og sinni fyrirmyndarlegu stjórn og löggjöf. Vegagerð. Þegar þess er gætt, hvað miklum peningum hef- ir verið og er varið árlega hér til vegagerða i bygðum og óbygðum, þá virðist sem ekki ætti að vera bersýnilegr lifsháski búinn mönnum og skepnum að fara svo sem hálfa dagleið, einmitt um þá vegina, sem af manna höndum gerðir eru fyrir ærna peninga, bæði af hálfú landstjórnarinnar og ýmsum sveitafélögum. Enn hvað sem mönnum virðist, þá sýnir reynsl- an, að yfir suma af þessum vegum er engri skepnu fært, nema fuglinum fljúgandi. Er það ekki sorg- legr vottr um frábæra vanþekkingu verkstjóra og úttektarmanna, að verja þannig ærnu fé til að gera vegina alveg ófæra? Þegar ég núna fyrir fáum dögum ásamt öðrum fór um veginn frá Reykjavík austr að Ölfusá, þ. e. um miðpartinn af Svínahrauni, Hellisheiði og Kambaveginn, varð mér að orði: I „Enn að svona vegir skulu hafa verið teknir út

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.