Fjallkonan


Fjallkonan - 13.10.1891, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 13.10.1891, Blaðsíða 4
168 FJALLKONAN. vm, 42. Fjárflutniiigaskip kaupfélaganna hér sunnan- lands, sem skipta við Zöliner í Newcastle, fór héð- an 10. þ. m. með 2440 sauðkindr og 138 hross. Prostaskólinn. Þrír af prestaskóiastúdentunum, sem eru i eldri deildinni, hafa fallið úr upptaln- ingunui í síð. bl.: Ófeigr Yigfússon, Kjartau Kjart- anson og Sigurðr Jónsson. Eru því 9 í eldri deild- inni. Pruknun. 3. okt. fórst bátr i Hafnarfirði og vóru 2 menn á, Magnús Jóhannesson stýrimaðr, ó- giftr, og Jón Einarsson, giftr maðr, ættaðr frá Stöðl- um í Ölfusi. Jarðarför amtmanns fór fram 9. þ. m. með fjöl- mennri líkfylgd. Fáheyrð skilvísi. Jón heitir maðr Þorláksson, fæddr og uppalinn í Hvolhreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans vóru bláfátæk og ólst hann upp hjá þeirn að miklu leyti, þar til hann var rtimra 20 ára. Þá fór hann í dvöl til fyrrum verslunarstjóra (t. Thorgrimsen á Eyrarbakka og var þar nokkur missiri. Þaðan sigldi hann til Khafnar, og mun þá hafa hugsað til að verða sjómaðr. Enn þá Jagðist hann veikr og var fluttr á spítala i Khöfn, og lá þar lengi áðr enn hann var fluttr aftr til sinna átthaga. Enn legu í kostnaðr og flutnings kostnaðr hér til lands var krafinn og borgaðr at framfærsluhreppi hans (Hvolhreppi). Eftir komu i sína dvaldi hann nokkur ár á ýmsum stöðum sunnan lands, þar j til hann flutti alfarinn kringum 1873 til Spanishfork í Utah. j Árið 1888 skrifar hann sýslumanni hér í sýslu, og sendir hon- I um jafnframt póstávísun upp á 400 kr., er hann biðr að af- j henda hreppsnefndinni hér i hreppi, sem borgun upp í skuld sína við hreppinn frá því hann lá á Kaupmannahafnar spítala j á árunum 1885—66, og krafðist jafnframt að fá að vita hvað eftir stæði af skuldinni. Eftir hreppsbókum og sýsluskjölum J sést ekki að hafi verið borgað héðan af hreppsjóði fyrir legu , og flutningskostnað Jóns nema 343 kr. 8 aur.: var því ofsent j hingað 56 kr. 92 aur., sem sýslumaðr ásamt hreppsnefndarodd- vita gáfu Jóni til kynna og að hann yrði að ráðstafa því. Nú ! á síðast liðnum vetri skrifar Jón aftr og gefr þessar 56 kr. ! 92 aur. fæðingarhreppi sínum Þetta er fáheyrð skilvísi og jafnvel einsdæmi við sveitarsjóði, j og á skilið, að birtast opinberlega, öðrum til eftirbreytni. Magnúa Guðmundsson (hreppsnefndaroddviti i Hvolhreppi). j Fjármark Kr. E. Kristjánssonar verslunarmanns í Reykja- j vík: Geirskorið bæði eyru. Hornamark: K. E. K. Rvk. i Nýprentaðr leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ó- keypis hjá ritstjórunum og hjá Dr. Jónassen, sem einnig gefr allar nauðsynlegar upplýsingar um lífs- ábyrgð.__________________________________ Skófatnaðr fæst hvergi betri eða ódýrari enn hjá Rafni Sigurðssyni. Nægar birgðir af vatnsstígvélaábnrði hjá sama. Exportkaffið „Hekla“ er nú álitið bezt. Exportkaffið „Hekla“ er hreint og ósvikið. Exportkaff'ið „Hekla“ er hið ódýrasta exportkafli. Exportkaffið „Hekla“ er nú nálega selt í öllum stærri sölubúðum á íslandi. D. E. O. Brasch, Hamburq. t 30 pd. í dunk af ágætu smjöri á 70 aur. pd. eru til sölu. Björn Kristjánsson. Blind börn. Eftir samkomulagi við forstöðumann hinnar kon- | legu blindrastofnunar skal ég vekja athygli á, að blind. eða því nær blind íslensk börn geta fengið inntöku á stofnunina og uppeldi þar með sömu kjör- um og innlend dönsk börn. Ef barnið er á sveitar- framfæri, verðr sveitarstjórnin að taka fram, hve mikla upphæð hún geti greitt með því. Sé barnið á foreidraframfæri, fær það allt okeypis á stofnuninni, ef þeir geta ekkert greitt með því. Bónarbréf um ókeypis vist á stofnuninni fyrir íslensk börn má þegar senda til landlæknis, er mun koma þeim áleiðis og gefa hlutaðeigendum vitneskju um, hvenær barninu getr orðið veitt viðtaka. Reykjavík, 6. okt. 1891. Schierbeeb. Hjálmar Siturðarson kennir reikning, íslensku, dönsku, ensku, sögu og landafræði eldri og yngri mönnum. Allskonar brúkuð frímerki keypt eða þeim er skift C. Gr. Vogel, Poessneck, Deutschland. Útgefandi: Valdimar Asmundarson. Félagsprentsmiðjan. ið þér til handa, og ég skal gera þig svo úr garði að ekkert á bresti. Ég vona að þú neitir ekki jafnskynsamlegum ráðahag, Theódóra11. Hún virtist einnig taka þessn með meiri skynsemd enn bar- óninn hafði búist við. Hún sagði ekkert, enn hlýddi þegjandi; hún var of stór í lund til þess að láta gremju sína og reiði koma fram. Hún braut meira að segja svo odd af oflæti sinu, að hún brosti þegar baróninn beygði sig fyrir henni og kysti hana á ennið, enn það bros var kalt í meira lagi. Þegar baróninn var kominn út, stóð hún upp, gekk að glugg- anum og horfði um héraðið, sem var fremr haustlegt og daprt. Síðan fleygði hún sér á kné fyrir tikneski Maríu meyjar, sem hékk á veggnum yfir loganda Ijósi, grét og baðst fyrir. Baróninn gaf Theódðru í brúðgjöf tvo fallega hesta, tvær kýr fimmtíu sauði og talsverða peninga. Það var ekki tilfinnanlegt fyrir hann, sem eyddi oft meiru á einni nóttu í spilum, enn það var álitlegr bústofn handa serbneskum hónda. Enda var það þessi heimanfylgja, sem dró mannsefni Theódóru til að kvongast henni. Margt var talað um þessa gifting og var alment gert gys að ungu hjónunum. „Hún Theódóra, sem þóttist vera komin fast að því að verða barónsfrú, hún verðr að fara að vinna baki brotnu eins og við hinar“. Manni Theódóru barst margt til eyrna af verra tagi, enn hann gaf því engan gaum og lét sem hann heyrðí ekki umtal náunganna. Hann var ánægðr, þegar hann hafði fengið svo margt af ganganda fé ogpeninga að auki. Samfarir þeirra Theódóru urðu svo, að þar var hvorki um ást eða virðing að tala. Hún var mjög óánægð með þennan ráða- hag, og það bætti heldr ekki um fyrir henni, að baróninn gifti sig rétt á eftir ungri hefðarmey úr höfðuðborginni. Theódóra þðttist þá vita, að hún gæti ekki lengr átt vingott við barón- inn. Auk þess brá henni mjög við það, að verða að ganga að vinnu og hafa við þann lélega kost að búa, sem siðr er meðal hænda þar í landi. Þetta fékk alt svo mjög á hana, að hún varð fölleit og skin- koruð. Þegar næsti vetr kom, sat hún allan daginn frammi fyrir arninum í þungu skapi og horfði i eldinn. (Framh.).

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.