Fjallkonan


Fjallkonan - 17.11.1891, Page 1

Fjallkonan - 17.11.1891, Page 1
Kemr út 6. þriöjudögum. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis) Upplag 2500. öjalddagi 1 júli. FJALLKO [Jppsögn ógild nerna skrifleg komi til útgef- anda fyrir 1. október. Skrifstofa og afgreiösla: Þingholtsstræti 18. Yin, 47. REYKJAYÍK, 17. NÓVEMBER. 1891. Innlendar brunabætr. Eitt af frnmvörpum þeim, sem hinir konung- kjörnu þingmenn sáu ráð fyrir á alþingi síðast, var frumvarpið um stofnun innlends brunabóta- félags, og má telja það með nytsömustu frumvörp- um þingsins í ár. Yirðingarverð allra húseigna í kaupstöðum og verslunarstöðum landsins er að minsta kosti um 31/, milj. króna. Má af því ráða, að það er ekki lítið fé, sem gengr úr landinu á hverju ári til að greiða brunaábyrgðargjöld. Ekkert frumvarp mætti snarpari mótstöðu frá hálfu landshöfðingja og hinna konungkjörnu. Óð- ara enn flutningsmaðr frumvarpsins, Indriði Ein- arsson, kom fram með það, stóð landshöfðingi’upp og kom með þá kynlegu spurningu, hvaða umboð þingmaðrinn hefði til að koma með þetta frum- varp, eins og þingmenn þurfi nokkra heimild frá kjósendum sínum eða öðrum til að bera upp mál- efni á alþingi (!) Landshöfðingi er þó ekki vanr að taka mikið tillit til almennings viljans. Sér- staklega gat landshöfðingi þess, að Reykvíkingar væru ánægðir með brunabóta fyrirkomulagið i Reykjavík, enn að svo sé ekki, má ráða af því að bæjarstjórnin hafði áðr haft í ráði að bærinn ætti að taka algerlega að sér ábyrgð á x/8 húseignanna, sem ekki er i ábyrgð hinna dönsku kaupstaða, eða mynda brunabótafélag fyrir sig. Síðan hefir því máli þokað lengra áleiðis, og eru nú fullar líkur til að Reykvíkingar innan skamms stofni innlenda brunabótaábyrgð fyrir þennan þriðjung, hvað sem landshöfðingi eða hans fylgjarar segja. Það er bágt að vita, hvað landshöfðingja og hinum konungkjörnu hefir gengið til að rísa önd- verðir gegn þessu máli; ástæður færðu þeir engar móti þvi. Það getr því varla verið annað enn hin danska föðurlandselska þeirra, sem ráðið hefir. Þeim er líklega annara um að hið danska bruna- bótafélag, sem hefir ábyrgð á húseignum í Rvík, missi ekki iðgjöldin héðan af landi, heldr enn að fé þetta sé geymt og ávaxtað í landinu sjálfu. Ástæðurnar fyrir þessu máli eru fyrst og fremst að hér er um. stórfé að ræða, sem gengr úr land- inu og verðr tiltölulega að mjög litluxn notum, og að ábyrgðargjaldið mætti vera miklu lægra enn það er nú, eins og í frumvarpinu var ákveðið, svo að það yrði talsverðr léttir á útgjaldabyrði lands- manna. Nú er ábyrgðargjaldið injög hátt, einkanlega af þeim þriðjungi húseigna í Reykjavík, sem ekki er í ábyrgð hinna dönsku kaupstaða. Hinsvegar ber það mjög sjaldan við, að húsbrunar verði hér á landi, og varla eru dærai til að fleiri enn eitt hús hafi brunnið í einu. Yegna þess að hús eru hór smærri enn viðast annarstaðar, er hægra viðfangs að stöðva eldsbruna, jafnvel þótt áhöld til þess só ekki svo góð, sem þau þurfa að vera. Nú fyrir nokkrum árum hófst nokkurs konar brenniöld hér í bænum, og kviknaði þá í húsum nálega á hverju ári, enn eftir að það komst upp að kveykt hafði verið í einu húsi og þeir sem vóru við það riðnir fengu refsingu fyrir, hefir enginn húsbruni komið hér fyrir, og virðist því líklegt að ekki hafi verið alt með feldu um suma hina fyrri húsbruna. Eftir því sem fleiri og fleiri læra að byggja hús úr steini og steinhúsabyggingar verða ódýrari, má gera ráðfyrir að steinhúsum fjölgi meir enn timbrhúsum. I Reykjavík er litlu eða engu dýrara að koma upp steinhúsum enn timbrhúsum, og þegar þess er gætt, hve steinhúsin eru endingargóð, eru þau margfalt ódýrari enn timbrhús, einkum þar sem húsaviðr sá er flust hefir hingað á síðari ár- um er orðinn mjög óvandaðr og endingarlítill, svo að hús eru orðin fúin eftir 6—10 ár. Steinhúsin hljóta því að verða almenn með tímanum, og verðr þá enn minni hætta fyrir eldsbrunum enn nú. Yirðist það því engin ofætlun fyrir landsmenn, að fara nú að koma upp innlendri brunabótastofnun. Það má telja víst, að frumvarp síðasta alþingis um innl. brunabótafélag komi fram á næsta alþingi og vonandi að það fái þá betri byr enn nú. *Um fjárhirðing. Þegar ekki er vel hreint i rót, og frost eru um 8—10°, ætti að gefa fó á morgnana áðr enn út er látið og er það betra enn að gefa á kveldin. Því þegar fóð kemrjsatt inn, þarf það ekki strax að seðjast meira, og þá getr svo farið, að það ryðji meiru í magann, enn hann getr melt, og getr það orsakað iðraveiki og ef til vill bráðasótt; enn við þessu er eigi hætt af morgungjöfinni, því þá er fóð búið að melta það sem það fékk daginn áðr. Þegar svo féð hefir legið alla nóttina á húsgólfinu, þá er því heitt á kviðnum; enn með því allar skjótar breytingar frá hita til kulda eru mjög óhollar öll- um skepnum, þá er nauðsynlegt að hinn stuttull- aði kviðr þess kælist smásaman áðr enn út er látið, og verðr það með engu betr, enn að láta það teygja sig upp á jötuna; því þá súgar undir féð hið kalda loft sem sækir inn hið neðra, til að blandast við heitara og gisnara loftið inni, svo breytingin verðr smámsaman, enn ekki alt i einu, eins og þegar út er látið jafnskjótt og fóð stendr fyrst upp. Enn af þessu leiðir annað mikilvægt at- riði, og það er að það ber sig miklu fjörugra eftir beitinni og dofnar eigi af ofsnöggum breyting- um. Morgungjöfin, sé hún eigi óþarflega mikil, gefr fénu skarpari lyst, enn eigi að mun. Grildr fjórðungr af meðal-heyi fyrir 30 ær framan af

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.