Fjallkonan


Fjallkonan - 17.11.1891, Síða 4

Fjallkonan - 17.11.1891, Síða 4
188 F JALLKONAN. VHI, 47. við öskufall, enn ekki vita menn enn, hvar eldr er uppi; líklega er það í Yatnajökli. Aðvörun. Það er hvorttveggja að hin forna gestrisni er nii að úrættast meir og meir úr þjóðinni og orðin síðr innileg enn áðr, þótt ferðamönnum só enn all- víða vel tekið af gömlum vana, enda ganga sumir hinna svo nefndu heldri manna ekki á undan al- menningi í því efni. Þó hefi ég ekki heyrt þess getið, að nokkur maðr líkist í því efni hr. héraðs- lækni Davíð Scheving á Brjánslæk, og af því ég álít nauðsynlegt, að ferðamenn viti hvers þeir eiga að vænta ef þá ber að garði þessa höfðingja, leyfi ég mér að segja stutt dæmi um gestrisni hans. í fyrra sumar kom ég um kveld að Brjánslæk á ferð frá Bíldudal ásamt syni mínum og dóttur, og ,með því að við vórum þreytt og útlit fyrir að veðr mundi versna, treystumst við ekki til að leggja upp á Þingmannaheiði um nóttina. Bað ég því gistingar, enn fekk það svar, að húsbóndinn væri sofnaðr, enn vinnumaðr hans leyfði okkr að liggja í tómum hlöðukofa úti á túni. Yið fórum þaðan árdegis daginn eftir í versta veðri og höfðum ekki tal af húsbónda. Var sonr minn þá orðinn veikr af kulda og vosbúð, svo að hann komst með naum- indum áleiðis. Nokkru eftir að óg var hsim kom- inn, fekk ég bréf frá hr. Scheving, þar sem hann lætr mig vita, að hann hefði bannað mór hlöðuna og alla kofa til náttstaðar, ef hann hefði verið vak- andi, og gaf mér jafníramt bendingu um, að vegr lægi langt fyrir neðan bæinn, sem óg (og mínir líkar) ættu að ríða, í stað þess að fara um á Brjáns- læk. Með því að mér er kunnugt um að hr. Schev- ing hefir sýnt fleirum áþekkan höfðingsskap, vil ég hór með aðvara alla ferðamenn um að leggja ekki að óþörfu leið sina heim að Brjánslæk og j treysta ekki ofmjög gestrisni húsbóndans þar, þó I veðr só ófært eða ískyggilegt. Keykjahólum í okt. 1891. Bjarni Þörðarson. Bækr og blöð til sölu. Eins og að undanförnu hefi ég miklar birgðir j af allskonar nýlegum bókum til sölu; þar á meðal I íslensk blöð sem út eru gefin í Ameríku og Kaup- I mannahöfn. — Þeir sem enn eiga óborgað til mín blaða-andvirði yfirstandanda árs, eru beðnir að greiða það hið fyrsta. Bækr bind ég í sterkt og snotrt band og yfir- höfuð eftir því sem hver óskar, enn mjög ódýrt ef borgað er út í hönd. Sóleyjarbalcka í nóv. 1891. Einar Hrynjólfsson. Hollenskt reyktóbak og hollenskir vindlar fást í verslun Sturlu Jónssonar. Sendið mér svo fljótt, sem unnt er af bitter yðar, Brama-Iífs-elixír, ég ætla að brúka hann. Kristjamu. H. J. Sannes, læknir. JEinkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru flrma- merki vor á glasinu og á merkisskildinum á miðanum sést hlátt Ijón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Brama-lífs-eliocir. Kaupmannahöfn. Yinnustofa Nörregade No. 6. Fataefni og tilbúinn fatnaðr fæst í verslun Sturlu Jónssonar. Hús til sölu. Verslunarhús stórt og vandað, ásamt bakaríi með öllum áhöldum, er til sölu á verslunarstað í grend við Reykjavík. Söluskilmálar mjög góðir. Bitstj. vís- ar á. LijÓl Og rtlllcl fæst ódýrast i verslun Sturlu Jónssonar. Hús til leigu. Frá 15. maí í vor fæst til leigu íbúð í stóru og vönduðu húsi á góðum stað í bænum, hvort heldr 8, 4 eða 5 íveruherbergi sam- an, ásamt nægum geymsluherbergjum. Leigukost- ir góðir. Bitstjóri vísar á. Gralanterivara (hentug sem afmælisgjafir) fæst í verslun Sturlu Jónssonar. Hónir sjóvetlingar eru keyptir í verslun Sturlu Jónssonar. Misprentað í síðasta bl. á 1. dálki 250.00 kr, fyrir 250,000 kr. Útgefandi: Valdimar Ásmundarson. Félagsprentsmiöjan. á hana, varð ég svo yfirkominn af harmi, að það var fast að mér komið að steypa mér út um gluggann. Ég gat ekki hald- ist við milli þessara veggja, sem höfðu geymt hana og varðveitt, tók hatt minn og þaut út. Ó hve endrminningin getr verið sár, lifandi, hrennandi, skelfl- lega kvalafull! Sæll er sá sem getr gleymt. l>á átti ég sann- arlega bágt! Ég gekk eins og í leiðslu, og vissi ekki hvert ég fðr, enn fór þó út í kirkjugarð. Ég kom að gröflnni hennar. Hún var alveg viðhafnarlaus. Það stóð marmarakross á leiðinu með þessu letri: „Hún elskaði heitt og innilega, og hún var elskuð og virt“. Ég lagðist niðr og fór að gráta. Ég lá æði lengi, þar til ég varð þess var, að farið var að dimrna. Þá kom mér sú heimska til hugar, að ég skyldi vera úti á leiðinu hennar um nóttina, vera hjá henni í seinasta sinn og gráta við gröf henn- ar. Bnn ef einhver sæi mig, hjóst ég við að ég yrði rekinn burtu. Ég staulaðist því á fætr og ráfaði um kirkjugarð- inn. Ég gekk stundarkorn um kirkjugarðinn. Hve lítill er þessi bústaðr hinna dauðu í samanburði við bustaði hinna lifendu! Og þó eru hinir dauðu svo langtum fleiri. Yér verðum að hafa stór húsakynni, og mikið rúm fyrir þessi fáu ár, sem vér lifum á jörðunni. Enn fyrir allar hinar mörgu dauðu kynslóðir, sem lifað hafa á jörðunni, þarf nálega ekkert rúm. Þær verða ná- lega að engu. Yst í kirkjugarðinum var allmikið svæði, þar sem ekki hafði verið grafið um langan aldr; þar vóru grafmörkin orðin fúin. Þar óx mikið af villiblómum. Ég nam staðar undir lauftré og beið þar þangað til orðið var koldimt. Þá lagði ég aftr á stað og reikaði um kirkjugarðinn seint og þunglamalega. Ég gat ekki fundið leiði unnustu minnar. Ég fálmaði með höndunum og rak mig á hvert grafmarkið eftir annað.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.