Fjallkonan


Fjallkonan - 24.11.1891, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 24.11.1891, Blaðsíða 1
Kemr dt 4. íiriíjudögnm. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendie) Upplag 2500. Gjalddagi 1 júli. Uppsögn ógild nema ekrifleg komi til titgef- auda fyrir 1. október. Skrifstofa ogafgreiósla: Þingholtsstræti 18. VIII, 48. KEYKJAVÍK. 24. NÓVEMBER. 1891. Innlendar brunabætr. í „Fjallkommni“ VIII., 47, dags. 17. þ. m., er grein með fyrirsögninni „Innlendar brunabætr", sem ég vil beiðast leyíis yðar, herra ritstjóri, að mega gera við þær athogasemdir og bæta við þeim skýringum, sem hér fara á eftir. 1. Frumvarpi því til „laga um félag til bruna- bótatryggingar á íslenskum kaupstöðum, verslunar- stöðum o. fl.“, sem Indriði revísor Einarsson bar upp á siðasta alþingi í neðri deild, og sem ég ■mælti á móti við 1. umræðu var vísað til nefndar i deildinni. Frumvarpið var í 31 grein, og af þeim feldi nefndin 7 burtu án þess að setja aðrar í staðinn; 11 greinar nam hún algerlega burtu og setti aðrar greinar í staðinn; 10 greinum breytti hún, ílestum mikið, enn 3 meinlausar smágreinar lét hún standa óbreyttar. Ekki einu sinni fyrir- sögnina gat hún notað óbreytta. Þetta virðist benda á, að fleirum hafi þótt frumvarpið galla- gripr enn mér. 2. Um það, hvort ég sé vanr að taka tillit til almenningsviljans eða ekki, hliti ég ekki dómi „Fjallkonunnar“; enn hvað sem um það er, þá hef ég ávallt fylgt fram þeirri skoðun, að bæjar- eða sveitarfélag ætti heimting á, að engu mikilsvarðandi málefni, sem snertir það sérstaklega og fjárhag þess, sé ráðið til lykta með íögum, án þess að hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstjórn gefist kostr á að segja álit sitt um málefnið, áðr enn laga- frumvarp um það er samþykt. Ég áleit því ekki rétt að bera upp, ræða og samþykkja á alþingi lagafrumvarp um brunabætr í kaupstöðum og verslunarstöðum landsins, án þess að hlutaðeigandi bæjarstjórnum, sér í lagi bæjarstjórn Keykjavíkr, þar sem húseignir eru meira verðar enn í öllum hinum kaupstöðunum og verslunarstöðunum sam- anteknum, væri gefinn k.ostr á að segja álit sitt um fyrirkomulag j það á brunabótatryggingunni, sem ráðgert var í frumvarpinu. 3. Um það, hvort bæjarstjórn íteykjavíkr nú er ánægð með fyrirkomulagið á brunabótum þar, er mér ókunnugt, enn hit.t veit ég, að bæjarstjórn- inni leist ekki á brunabótafrumvarp það, sem meðri deild alþin gis samþykti í sumar, því hún ritaði efri deildinni mótmæli gegn því og skoraði á hana að fella það. 4. Það er að villa sjónir fyrir lesendum „Fjall- konunnar“ að gera eins mikið, eins og þar er gert, úr mótspyrnu hinna konungkjörnu þingmanna móti brunabótafrumvarpi neðri deildar. Hinir konung- kjörnu þingmenn risu ekki öndverðari gegn frum- varpinu enn hinir þjóðkjörnu þingmenn í efri deild, því frumvarpið var felt þar með 11 atkvæð- um, þ. e. með öllum atkvæðum bæði konungkjör- inna og þjóðkjörinna þingmanna í deildinni. Það er hvorki góðgjarnleg né greindarleg tilgáta, að það hafi verið umhyggjusemi fyrir brunabótafélagi hinna dönsku kaupstaða, sem hinum konungkjörnu þingmönnum gekk til að vera frumvarpinu alid- stæðir, því alt brunabótagjaldið úr Beykjavík er 6158 kr. 16 a. og þar af rennr hvergi nærri helm- ingrinn, ekki nema 2668 kr. 76 au., að meðtöldum innkeimtulaunum, til brunabótaféíags hinna dönsku kaupstaða, og hvað mundi svo ríkt félag muna um slíkt lítilræði? Af brunabótagjaldinu renna 2560 kr. 20 a. til ábyrgðarfélags á Englandi, og mætti með sama sanni geta þess til, að hinum þjóðkjörnu þingmönnum í efri deild hefði gengið til mót- spyrnu sinnar umhyggjusemi fyrir því félagi. Enn hafi þeim, sem vóru móti frumvarpinu, átt að ganga til þess umhyggjusemi fyrir einhverjum sjóði, mundi þá ekki eðlilegast, að þeim, bæði konungkjörnum og þjóðkjörnum hafi gengið tii umhyggjusemi fyrir lands- sjóðnum, sem eftir frumvarpinu átti að taba á sig 300000 kr. ábyrgð, og sem þar á ofan átti a ð borga kostnaðinn við hina fyrstu fulltrúasamkomu í fé- laginu, sem sjálfsagt mundi hafa numið nokkrum þúsundum bróna. 5. Það er ranghermt, að ábyrgðargjaldið fyrir húseignir í Keykjavík hafi í frumvarpinu verið á- kveðið lægra enn það nú er. I frumvarpinu stendr, að brunabótagjaldið í Reykjavíb megi ékki vera minna enn 3°/0, enn það hefði getað orðið miklu hærra; nú er það: a. af þeim 2/g af virðingarverði húseignanna, sem brunabótafélag hinna dönsku kaupstaða tekr ábyrgð á..............................kr. 2668,76 b. af þeim 1 /a, sem bærinn á sjálfr að annast ábyrgð á....................—- 3489,40 kr. 6158,16 sem, þar sem allar húseignir í .Reykjavík eru virt- ar um 2 millíónir króaa, verðr hér um bil 3°/0, og er þó af því lagt í sjóð, sem bærinn á, um 780 kr. árlega, án þess að nokkur aukaábyrgð hvili á bænum eða þessurn sjóði. Enn ef brunabótafélag hinna dönsku kaupstaða fengist til að taka að sér enn fremr ábyrgð á þeim xjz, sem nú er í ábyrgð á Englandi, með sömu björum og þá 2/g, sem það nú ábyrgist, þá yrði alt brunabótagjaldið 4000 kr., sem er einir 2 °/0, eða með öðrum orðum: bruna- bótagjaldið mundi færast niðr hjá hverjum einasta húseiganda um þriðjung, og það sem kanske er mest í varið: engin auka-áhætta. Skyldi inn- lent brunabótafélag geta gefið svo góð kjör og jafnframt látið í té eins áreiðanlega trygging fyr- ir greiðslu brunabótanna? Rvík 20-/u- ’91. Magnús Stephensen. rggp' Stutt svar í næsta blaði. Bitstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.