Fjallkonan


Fjallkonan - 24.11.1891, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 24.11.1891, Blaðsíða 2
190 FJALLKONAN. VIII, 48 . Útlendar fréttir. Khöfn, 7. nóv. 1891. Danmörk. Rtissakeisari og stói'menni það er hélt til í sumar í Fredensborg er nú farið heim til sín. Rössakeisari ætlar að sitja siifrbrúðkaup sitt 9. nóv. suðr á Krim. Kristján IX. og drotning hans fóru austr með tengdasyni sínum. — Rikisdagr Dana var settr 5. októberm. Högsbro varð forseti í fólksþingiuu enn Liebe í landsþinginu. Þar hefir fátt frásagnavert gerst. Var eptir venju rifist alimikið um fjárlögin og lýstu báðir ílokk- arnir, miðlunarmenn og ilokkr Bergs og Hörups, megnri óánægju yfir fjárstjórn Estrups og hinum eilífu bráðabirgðarlögum. Sér- staklega vóru vinstrimenn óánægðir með hin feiknalegu fjárút- lát til víggirðingarinnar. Estrup þóttist hafa varið tiltölulega litlu fé til hers og flota i þau 17 ár, er hann hefði verið íjár- málaráðgjafi. Kvað hann 105 milj. króna hefði verið varið tii friðsamlegra starfa, enn að eins 75 milj. til hors og flota. Þótt Estrup teldi það litið, þá gátu hinir ekki fallist á þá skoðun. Hiðlunarmönnum hefir allmikið vaxið bolmagn siðan í íyrra, svo þeir eru nú fjölmennari enn fiokkr Bergs og Hörups. — Hinn nýi kenslumálaráðgjafi Dana, Goos, hefir skipað menn inefnd til að ræða um breytingar á réttritun þeirri, sem Scavenius fo r- veri hans hafði ákveðið. Þykir möunum slíkt undarlegt, ef rétt- ritun skal breyta árlega. Latínuskóiakennarar héldu fund hér í Höfn fyrir skömmu, og kváðust þeir vera algerlega mótstæðir því, að ný réttritun yrði tekin upp aftr. Kváðu þeir slíkt mundi verða til ógagns fyrir skólana. — Hinn 25. okt. vóru 25 ár liðin frá því að hin fyrsta bók Georgs Brandesar, „Om Dua- lismen“, kom út. Ymsir af helstu skáldum, stjórnskörungum og vísindamönnum Dana, héldu honum þá veislu mikla, og auk þess var stofnað til fjölmennrar blysfarar. Tóku þátt í henni menn af óllum stéttum, listamenn, stúdentar og iðnaðarinenn. Er tal- ið að þetta hafi verið einhver hin ijölmennasta blysfór, er hafi verið haldin hér. Hraðskeyti komu úr öllum áttum frá kinum frægustu skáldum og öðrum inerkum mönnum. Fiuttu þau hon- um hamingjuóskir og þakklæti fyrir starf hans. Af helstu ræð- um, sem haldnar vóru, má nefna ræðu Höffdings heimspekis- kennara við háskólann. Eins og geta má nærri þótti hægri- blöðunum og klerkalýðnum hátíð þessi ekki vera neitt gleðiefni fyr- ir sig og reyndu því á allan hátt að gera svo litið úr henni sem unt var. Samt sem áðr verða flestir að játa það, að Bran- des standi flestum íramar, hvað ritstörf og dómgreind snertir, enda eru og fyrirlestrar hans við háskólann svo vel sóttir, að fjöldi manna komast ekki að til þess að heyra hann. — Fyrir skömmu drap síg hér ungr maðr, Simonsen, sonr Simousens leikara við konunglega leikhúsið. Simonsen þessi var á sjófor- ingjaskóla og hafði honum verið jafnan misþyrmt af eldri fé- lögum sínum, og er ætlun manna að hann hafi verið orðinn svo leiðr á þvi, að hann hafi heldr kosið dauða. Það var nú tekið að skrií'a um ástandið á skóla herforingjaefnanna, og virðist það vera allhörð meðferð, sem hin yngri herforingjaefni verða að sæta af hinum eldri, og reyndar virðist svo sem litt mögu- legt sé fyrir hina nýju að haga sér svo, að þeir fái ekki högg af hinum eldri. Hermáiaráðgjaíinn hefir nú skipað nefnd til að rannsaka það mál og eru margir hræddir um, að forstjóri skól- ans Carstensen hafi ekki haft svo strangt eftirlit á framt'erði herforingjaefnanna sem vera skyldi. Svíþjóð. Gunnar Wennerberg kenslumálaráðgjafi Svía hefir sótt og íengið lausn f'rá ráðgjafastörfum. Sá heitir Giliiam Bem tók við i hans stað. Noregr. Lars Oítedal prédikarinn og siðvendismaðrinn mikli hefir íyrir skömmu i kirkju sinni i Stafangri játað opinberlega fyrir söfnuðinum, að hann hafi brotið á móti sjötta boðorðinu, og verði því að segja af sér embætti sinu. Lars Oftedai hefir mynd- að mjög stóran söfnuð í Noregi og áhangendr hans eru um all- an Noreg, þótt þeir séu fjölmennastir i Stafangri. Einkenni á Oitedai og fiokksmönnum hans er hið rammasta trúarbragða ó- frelsi, og þykir þeim eigi mikið fýrir þvi að senda menn svo þúsundum skiftir til helvítis fýrir smáyfirsjónir, svo sem að fara i leikhús á sunnudögum o. s. f'rv. Ekki hefir þess verið getið að Oftedal búist við að sér sjálíum verði synjað bústaðar í himnaríki, þrátt fyrir yfirsjón þá er hannhefir játað, ogmundi þó staðrinn hafa verið vís fyrir aðra. Oftedal er þiugmaðr. Þótti ekki þar mikið að honum kveða. Hann var fyrst framan af vinstrimaðr, enn hefir siðar hallað sér fremr að hægrimönnum. Hann hefir komið upp ýmsum stofnunum, og er mjög duglegr i legrimaðr. Nú er sagt að hann yfirgefi alt og fari til útlanda. J Það er sagt, að Oftedal hafi verið neyddr til þess að segja af sér, þar eð biskup hafi annars ætlað að taka til sinna ráða. — Stúdentafélagið i Kristjaniu hefir fyrir skömmu samþykt með 434 atkv. á móti 378 sambandsmerki Norðmanna og Svía. Þeir hafa haft Noregsmerki síðan i maí í vor. Var það þá samþykt i einu hljóði, enn hægrimenn vöktu máls á þessu aftr og unnu sigr. Italía. Hinn 8. sept. komu allmargir franskir pilagrímar, flest verkmenn, til Rómaborgar til þess að sýna páfanum lotn- ingu sína. Að því búnu fóru þeir til Pantheon, þar sem Vikt- or Emanuel er grafinn. Skrifaði þá einn þeirra þar þessi orð : „Páfakonungrinn lifi“, enn auk þess töluðu þeir óvirðulega um Viktor Emanúel. Kunnu |ítalir þessu illa og skrillinn stökk upp til handa og fóta. Lá Frökkum við meiðslum og var þeim kent um. — Giers utanríkisráðgjatí Rússa hefir verið í Norðr- ítaliu i sumar að vanda. Bar fundum þeirra Rudinis saman í bænum Monza og kom Humberto konungr þangað seinna. Eigi er mönnum kunnugt, hvað þeir hafa talast við, enn getgátur manna eru, að ítalir muni ef til vill vera ekki mjög fráhverfir Rússum. — Fregnriti danska blaðsins „Nationaltidende“ hefir nýlega átt tal við Leó páfa XIII. Kvartaði hann yfir þvi að kirkjan kaþólska gæti ekki náð neinni verulegri útbreiðslu á meðan páfanum væri haldið i prisnnd i höfuðborg kristninn- ar. Hann kvað það það hafa verið þvert á móti vilja allra ka- þólskra manna að Rómaborg varð aðaisetrstaðr konungs. Hann sagði að páfatrúarmenu á Þýskalandi og í Austrriki hefði nú gengið í fjandmanna flokk og hann væri þvi neyddr til þess að í'á sér styrk annarstaðar. Þann styrk hefði hann fengið og sér dytti alls ekki i hug að slaká til i neinu. Hann sagði að Róma- borg klyti aftr að verða höfuðból kirkjunnar og að því takmarki keptu allir. Pátínn fór þvi næst hörðum orðurn um sósíalistana. Eina ráðið til þess að uppræta kenningar þeirra væri að bæta kjör verkmanna; þeir þyrftu að. f'á nægiiega vinnu og nægileg verklaun, þá mundu sósíalistarnir hverfa úr sögunni. Hann kveðst núna láta sér ant um að kippa þessu i lag. Frakkland. Boulanger skaut sig hinn 1. októberm. á leiði fylgikonu sinnar frú Bonnemain. Enga ákvörðun gerði hann um það, hver skyldi verða foringi flokks sins. Dérouléde og Rochefort og fleiri af vinum hans vóru þar viðstaddir. Dérou- léde kastaði mold frá Frakklandi og frönskum fána á gröt hans. Sumir segja að orsökin tii sjálfsmorðsins hafi veriö sorg út af í missi fylgikonu hans, enn aftr segja sumir að hann hafi óttast | það, að hann yrði dæmdr fýrir svik. Dómr manna var misjafn um hann, enn flestir eru einkuga um það, að hann hefði getað náð einveldi yfir Frakklandi, ef hann hefði þorað, áðr hann fór úr landi, þvi að allan herinn hafði hann á sínu bandi. Bou- ! langer var [hraustr hershöfðingi, enn enginn stjórnvitringr. — | Franska þingið er tekið til starfa og Ciemenceau hefir borið | Freycinet og ráðgjöfum hans á brýn rangsleitni og kastaði þung- um steini á ráðaneytið út af því, að þeir höfðu látið setja allmarga sósialista i fangelsi, er höfðu tekið þátt i óeirðunum í Formier | í sumar. — Þegar er fregnirnar komu um óeirðir þær er fransk- ir pilagrímar höfðu vakið i Rómaborg, þá sendi Falliéres kenslu- málaráðgjafi skjal til allra biskupa i Frakklandi og bannaði þeim að stofna til pílagrimsferða til páfans. Biskuparnir kunnu | þessu ekki vel og margir þeirra hafa svarað með þjósti. England og írland. Snemma í október héldu frelsisvinir fund í Newcastle. Kom þar Gladstone gamli og hélt ræðu. Mintist hann á ósigr þann er hinir fijálslyndu biðu 188tí og jafnframt gat hann um hina mörgu sigra eítir þann tíma. Hann lét all- vel yfir innanrikisstjórn Salisburys, enn miður ánægðr með utan- rikisstjórn hans. Yildi Gladstone að Englendingar sleptu alger- lega tiikalli til Egyptalands og iétu her sinn fara þaðan. Eng- lendingar hefðu ilt eitt af þvi að kalda i Egyptaland. Hann viidi óska þess að Salisbury tækist að leiða það mál til lykta áðr enn Torystjórnin gæfi upp öndina. Hvað innlend mál snerti, vildi hann láta stytta kjörtímann, breyta kosningarlögunum þann- ig, að enginn hefði meira enn eitt atkvæði, þótt hann ætti eignir viða. Honum þótti Toryar eyða ofmiklu fé til hers og flota. Hann mælti fram með aðskilnaði á ríki og kirkju. Þiugmenn i neðri málstofunni ætti að fá fóst daglaun. Fleiri verkmenn ættu að komast að kosningu. Eigi vildi hann að svo stöddu máli ákveða nokkuð um ákveðinn vinnutíma verkmanna og réð hann mönnum, að fara varlega i því máli til þess að raska eigi við frelsi einstaklinganna. Hann mintist á írland og héraðs-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.