Fjallkonan - 12.01.1892, Qupperneq 1
IX. ár.
Nr. 2.
Þar sprakk blaðran.
„Klikku“ þeirri sem lafir á biskupsmági (ritstj.
Isafoldar) hefir lengi sviðið það, að Fjallk. hefði svo
mikla alþýðuhylli og útbreiðslu, þetta blað, sem hefir
gerst svo óskammfeilið, að það hefir í ýmsum mál-
um haldið fram öðrum skoðunum enn stórmennablað-
ið Isafold.
Þeir kumpánar hafa því lengi verið að taka ráð
sin saman um það, hvernig þeir fengi komið Fjall-
konunni fyrir kattarnef.
Það er kunnugt, að hinn ómentaðasti hluti lýðs-
ins, 8em Isafold kallar „skríl“, tekr á engu jafnhart
sem „trúleysi“ og „villukenningum“, sem þeir kalla,1
enn trúleysi og villukenningar kalla þeir allar þær
skoðanir í kirtcjumá.\um, sem víkja hársbreidd frá
skoðunum sjálfra þeirra, þótt efnið snerti alls ekki
írwaratriðin.
Það þótti því snjallræði, að breiða út þá skoðun,
að Fjallk. væri „vantrúarblað“ og færi með „villu-
kenningar“. Nokkur hluti almennings mundi þá skoða
ritstj. sem villumann, og álíta blað hans ekki í hús-
um hafandi, heldr brenna það hvar sem það fyndist,
og jafnvel óska þess inst í sínu hjarta, að hann yrði
sjálfr brendr lifandi.
Þá var byrjað á því að prédika af stólnum móti
Fjallkonunui. Enn af því að prédikararnir sáu brátt,
að þeir gátu ekki gengið þannig nægilega í berhögg
við Fjallkouuna, án þess að hneyksla söfnuðinn, varð
að taka eitthvað annað til bragðs.
Þá var Kirkjubluðið stofnað. Einhver helsti til-
gangr þess virðist hafa verið sá, að vinna Fjallk.
mein og sporna við útbreiðslu hennar.
Þetta kemr nú fyrst berlega f'ram í 1. tbl. Kirkju-
blaðsins þ. á., sem út kom rétt eftir nýárið. Fyrri
hefir Fjallk. varla verið nefnd á nafn í Kirkjubl.
Enn nú var líka hentugastr tíminn, um áramótin, að
reyna til að fæla menn frá Fjallkonunni.
Nú gerir ritstjóri Kbl. það kunnugt, að „boðberi
vantrúarinnar“, sem talað er um í 1. tbl. Kbl. að
sérstaklega þurfi að sporna við, sé Fjallkonan.
Því fer fjarri, að nokkuð sé á móti því, að þessir
„háæruverðugu11 herrar, sem áfella skoðanir Fjallk.,
hafi sjálfir eitthvert málgagn til að fylgja fram skoð-
unum sínum, enn þá verðr að heimta af þeim, að
þeir beiti ærlegum vopnum og fari ekki vísvitandi
með ósannir.di.
Enn bsannindi eru það, að Fjallk. sé „boðberi van-
trúarinnar".
Hvað kalla þeir vantrú? Hvaða trúaratriðum hefir
Fjallk. neitað? Hvað vita þessir menn um það, hverju
ritstj. Fjállk. trúir eða trúir ekki?
Fjallk. hefir aldrei neitað neinum ákveðnum trúar-
atriðum.
1) Sbr. ritgerð séra Þorkels Bjarnasonar í Kirkjublaðinu, þar
sem segir, að hinir skynsamari menn féllust á kenningar „Njðlu“,
enn aðrir (einfeldningarnir) héldu fast við kenningar kirkjunnar.
Hvorir eru meiri trúmenn, þeir sem trúa eingöngu
á sigr sannleikans, á sigr hins góða, eða hinir, sem
trúa engu síðr á yfirburði hins illa, trúa á djöful og
helviti?
, Vantrú var það eitt sinn talin, að trúa því ekki
að jörðin væri flöt eins og pönnukaka. Fjállk. vill
ekki vera starblind fyrir öllum rannsóknum. Þess
vegna er hún talin vantrúarblað.
Einna glöggast eru skoðanir Fjallk. teknar fram í
greininni „Sannleikrinn í kristindóminum“ í 1. tbl.
Fjallk. 1888. Þar er minst á, að nýjar rannsóknir
hafi sýnt, að heimssköpunarsaga biblíunnar geti ekki
staðist, höfundskapr Mósesbókanna sé óviss o. s. frv.
Síðan er komist svo að orði:
„Og þessar rannsóknir ættu að ríða kristindómin-
um að fullu? (Nei). ... Ó þér lítiltrúaðir! Sann-
indin deyja ekki . . . “.
Er þetta vantrú?
Búfræði alþingis 1891.
Eftir Björn Bjarnarson jarðyrkjumann.
[Niðrl.]. Nú víkr að sjöunda lið „reglnanna11. Þá varð ég
fyrst alveg forviða er ég sá, að alþingi vildi fara að veita verð-
laun af þjóðfé fyrir „forir“ (o: slorforir og hlandforir etc.). Þess-
konar áburðargeymsla þykir nú raunar hinn andstyggilegasti
skrælingjaháttarvottr hjá landbúnaðarþjóð, er fyrir löngu aflögð
hjá öllum siðuðum þjóðum, og þar sem „forir“ eiga sér stað hér
á landi, sem helst mun vera í sjóplássum, eru þær afleiðing af og
vottr um óþrifnað og fávisku. Alt mælir móti forunum: Þrórn-
ar eru næstum aldrei svo þéttar, að þær eigi leki, og missist á
þann hátt talsvert af áburðarefnunum. Og mikið af þeim fer
upp í loftið; þær eru aldrei svo vel byrgðar. Ólgan (súrinn),
sem við geymsluna kemr í foraráburðinn i þrónum, leysir sundr
áburðarefnin og myndar úr þeim sterkju þá (ammoníak), er or-
sakar hinn illa daun er jafnan leggr frá slíkum áburði, bæði í
vilpunum og eftir að búið er að bera hann á túnin. Loftefni
þessi koma því ekki grasræktinni að notum; þau berast um í
loftinu, eitra það og spilla heilsu manna og annara dýra, er ailda
þeim að sér. Furða, að læknarnir skuli þegja um slikt. Oft
eru forir hættupyttir fyrir menn og gripi.
Af þvi, hve foraráburðrinn er vatnsrikr og af því, hve auð-
leyst áburðarefnin i honum eru orðin, hefir hann ákaflega fljóta
verkun á grasvöxtinu, og súrinn í honum hjálpar jurtunum til
að leysa upp næringarefni þau úr jarðveginum, sem grasið mynd-
ast af; því af foraráburðinum sjálfum myndast grasið ekki, með
því hann hefir i sér mjög lítið af jurtabyggingar- eða mold-
myndunarefnum. Af þessu leiðir að forina þarf að bera ár eftir
ár á sama stað, ella hættir þar að spretta. Á þennan hátt megr-
ast og eyðist jarðvegrinn smámsaman undan foraráburði; því
grasið er flutt burt, enn jörðin fær eigi jafngildi þess aftr af
moldmyndunarefnum. Foraráburðrinn er þannig jarðegðandi
áburðr.
Allan áburð er best að geyma sem þurrastan. Til að ná á-
burðarefnunum úr lagarkendum eða lögríkum áburðartegundum
(salernisfor, þvagi, skólpi, slori o. fl.) er ráðið að blanda þær
með mold. Moldin heldr eftir í sér áburðarefnunum (söltunum),
enn vatnið sígr burt;' enda er óþarft að geyma það með ærn-
um kostnaði; það fæst víðast kostnaðarlítið, ef þörf þykir að
bleyta út áburð á hörð tún um leið og hann er borinn á.
Við sjóinn mætti t. d. hagnýta slorið á þann hátt, að gera
að hausti á hentugum stað við naustin, þar sem vatn eigi gæti
I runnið að, svo sem fets þykkan moldarhaug, jafnan og flatan að
FJALLKONAN.
Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). Gjalddagi 15. júlí. Reykjavík, 12. janúar 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstræti 18.