Fjallkonan - 12.01.1892, Síða 4
Föt tilbúiii og fataefni. Enginn heflr eius stórt úrval af allskonar fataefnum, klæði, kamgarni, duft'eli, bukskinni, sömuleiðis tilbúin alföt og yfirfrakka, sem W. Ó. Breiðfjörð.
8
FJALLKONAN.
IX, 2.
Bæjarfulltrúi í Rvík nýkosinn banka-
gjaldkeri Halldðr Jónsson. Endrskoðarar
bæjarreikn.: Ólafr Rósenkranz og Sighv.
Bjarnason.
Heilsa og lækningar.
[Undir þessari fyrirsögn mun Fjallk. flytja ýms
góö r&ð og bendingar sem’oftast, ýmist eftir inn"
lenda lækna eða tekin úr (itlendum læknaritum].
Við svefnleysi er ágætt fótbað að kveld-
inu áðr enn háttað er. Það má vera volgt,
enn ef til vill er enn þá betra að þvo sér
með köldum svampi og núa vel húðina. —
1 Ameríku er hunang haft til að lækna
svefnleysi, enn ekki má taka meira inn af
því enn matspón í einu. — Svefnleysi
kemr oft af hreyfingarleysi, og er þá gott
ráð að ganga áðr enn háttað er tímakorn
úti, svo sem 15 mín. til Va stund, og er
þá gott að þvo sér úr köldu vatni um
höfuðið á eftir. Að borða kvöldmat seint
veldr órólegum svefni, sömuleiðis að drekka
sterkt te eða kaffi, eða yfir höfuð heita
drykki undir svefninn. [Sundhedsbl.J.
Ráð við fótakulda. Eitthvert einfald-
asta ráð við fótakulda, einkum fyrir þá
sem sitja við vinnu frameftir á kveldin,
er þetta: Maðr skal standa upp og standa
þannig, að hælarnir komi saman, svo fætrn-
ir myndi rétt horn (vinkil). Siðan skal
lyfta upp hælunum hægt og seint, og rétta
svo úr sér að maðr standi á blátánum og
láta fætrna aftr síga hægt niðr og gera
þetta hvað eftir annað 10—15 sinnnm og
mun manni þá verða fullheitt á fótnn-
um. Af þvi að æðar og sinar hljóta
að finna til og vinna saman við æfingu
þessa, örvast blóðrásin og hiti framleiðist
Einkum er holt að gera þetta áðr enn hátt-
að er. [Þýskt blai].
Ráð við júfrbólgu í mjólkrfénaði.
Spýta skal steinoliu inn í júfrið, svo sem
rúmum matspæni í einu, og má hafa til þess
gler-„sprautu“. Má þá mjólka júfrið eftir
2—3 klukkutíma, og sprauta síðan inn
aftr olíu og bera einnig olíu utan á júfrið
þar til það er orðið jafngott. Þetta ráð
má jafnt brúka við kýr og ær.
Austlendingr.
Á þrettándann,
6. janúar 1892.
Árið byrjar ekki glæsilega,
y Engin branda dregin er úr sjó;
Norðan-vindur æðist ógurlega;
Öll er jörðin barin klaka’ og snjó;
Gadd-hestarnir gnaga frosna þöngla —
Gal-tóm fjaran, þeirra von og traust;
Hof-sorg er og höfðingjarnir söngla:
Hörmung er að svelta veizlulaust.
x.
W Sjónleikir.
Næstkomandi miðvikudag kl. 71/,,
e. miðd. verðr leikið í Good-Templ-
arhúsinu
Æfintýri á göngufór
leikr í 4 þáttum eptir C. Hostrup.
Kvík. 11. jan. 1892.
Góðr vefari getr fengið hátt kaup á
næstu vetrarvertíð. Vinnan byrjar í mið-
þorra. Ritstj. vísar á.
L) ndirskrifaðr tekr að sér aðgjörðír á alls
konar húsbúnaði (meubler), póleruðum og
ópóleruðum, og verðr verkið fijótt og vel
af hendi leyst og svo ódýrt sem frekast
er unt. Verkstofa í hinu nýja húsi Ólafs
gullsmíðs Sveinssonar.
Guðm. Þorsteinsson snikkari.
Skófatnaðr
fæst hvergi betri eða ódýrari enn hjá
Rafni Sigurðssyni.
Nægar birgðir af vatnsstígvéla-
áburði hjá sama.
Yinnukona, sem er þrifin og
verkiagin getr fengið vist og hátt
kaup. Ritstj. vísar á.
Forstöðunefndin.
..Rahbeks Allé“
bjórinn.
Stórar birgðir eru nú
til af þessum ágætis
bjór svo að menn þurfa
sannarlega ekki að neyða ofan í sig
bragðlausum og fúlum Nýja Carls-
berg. Hinn mentaði framfara lýðr
bæjarins hafði líka „Rahbeks Allé“
bjórinn eingöngu til svölunar um
jólin, og svo var mikil aðsóknin
eftir þessum bjór dagana fyrir jólin,
að 3 menn höfðu nóg að gera að
afgreiða.
W. Ó. Breiðfjörð.
Gamlar bækr
fágætar og handrit (skrifaðar bækr)
kaupir útgef. Fjallk.
Þeir sem hafafengið 11., 49. eða
51. blað Fjallk. ofsent, eru beðnir
að endrsenda þau.
Herbergi til leigu handa ein-
hleypum. Ritstj. vísar á.
Kauptu Fjallkonuna!
Sjá auglýsingu í síðasta blaði um
Fjallkonuna 1892.
—
Kirkjuréttr Jóns Pétrssonar,
ný útgáfa,
fæstá afgreiðslustofu Fjallkonunnar.
Yiniiuinaðr, sem kann bæði land-
vinnu og sjávarvinnu, getr fengið
góða vist og hátt kaup. Ritstjóri
vísar á.
Útgefandi: Valdimar Asmundarson.
Félagsprentsmiðjan.
sínum, og ætlaði að nota hvern einasta pening af þessum sjö
hundruð gyllinum til að framkvæma þær.
Söru virtist hún mætti minnast á áheitið.
Silfri leit brosandi á hana:
„Hvað hefir kvenfólk að gera með peninga", sagði hann. „Ef
þú eignaðist þrjú hundruð gyllini, Sara, gæfir þú þau óðara
manninum þínum. Hún, konan þarna í kirkjunni, á ekki einu
sinni mann, og bún er móðir einhvers guðs. Hvers ætli hún
þarfnist? Eg ætla að fá til láns hjá henni peningana, vaxta-
aust auðvitað. Ég borga henni þá þegar ég get. Enn það er
hart í ári nú, og þegar peningarnir eru settir í eitthvert fyrir-
tæki er ekki auðvelt að fá þá aftr þótt með töngum sé togað.
Þegar á alt er litið, var það líka æði-íljótfærnÍ3legt að láta
svona undir eins að orðum ókunnugs manns. Það er ekki vert
að launa fljótfærnina og gáleysið. Það verðr að bíða“.
Það glaðnaði yfir Söru; hún var sannfærð um, að Silfri
mundi aldrei láta þessi þrjúhundruð og fimtíu gyllini, enn hún
vildi enn reyna eitthvað að tala um fyrir manni sínum:
„Ætlarðu þá ekki að gefa henni neitt, Silfri“.
„Hver segir, að ég ætli ekki að gefa henni neitt. Hún hefir
mestu ánægjuna af þesBum kertaljósum. Hún skal fá kertið.
Ekki samt undir eins, heldr þegar ég kaupi sápu i næstu skifti
í verksmiðjunni, þá læt ég þá gefa mér kerti í kaupbæti — þeir
búa líka til kerti — og það skal hún fá. Ef til vill verðr það
ekki nema dálítlll kertisstúfr, jæja, hvað ætli það geri til. Öll
kerti brenna og verða að stúfum“.
Söru var nú orðið létt um hjartarætrnar, svo að hún þóttist
mega vera þakklát.
„Móðir guðs hinna kristnu er þó brjóstgóð. Ætli guð hinna
kristnu sé ekki betri enn okkar ? Ekki vildi hann bænheyra þig“.
Silfri horfði á hana og kendi í brjósti um hana. Svo horfði
hann upp í loftið, heiðblátt, og það var eins og hann sæi Je-
hovah þar uppi á veldisstólnum, umkringdan himneskum hersveit-
um með leiftrandi sverðum. Ósjálfrátt brá fyrir litlum lotning-
arneista í hinum smáu dökkvu augum hans, enn miklu fremr
mátti þó lesa úr þeim hversu hann innilega þóttist skilja og
samþykkja ráð guðs síns í þessu.
„Talaðu ekki svona, Sara, guð ísraels er bestr“.
Og svo horfði hann aftr lengi út í geiminn og sagði:
„Þú sagðir að hann hefði ekki bænheyrt mig. Nei, sá gamli
þarna uppi lætr ékhi gabba sig“.