Fjallkonan


Fjallkonan - 26.01.1892, Qupperneq 1

Fjallkonan - 26.01.1892, Qupperneq 1
IX. ár. Xr. 4. FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). (ijalddagi 45. júlí. Reykjavík, 26. janúar 1892. Skrifst. og afgreiislust.-. Þingholtsstrieti 48. Vistarskyldan. (Framh.). Helstu ástæðurnar móti afnámi vistarskyld- | unnar eru: 1. að verkafólksekla muni verða meiri enn áðr, og að bændr fái ekki vinnuhjú eftir þörfum. 2. að laust verkafólk sæki um of að sjónum og kaupstöðunum, verði þar atvinnulaust og ósjálfbjarga og auki þannig sveitarþvngslin. 3. að laust verkaíólk leiðist til að flakka og betla. Það er í fyrsta lagi mjög ólíklegt, að verkafólks- j ekla yrði meiri enn nú, þótt vistarskyldan væri afnumin, j því að hávaði hjúa mundi verða í ársvistum eftir sem áðr; breytingin yrði í raun og veru ekki nærri því svo stórkostleg sem hún virðist vera í fljótu bragði, því að lausamenskulögunum er mjög illa hlýtt og menn koma sér nú alment undan vistarskyldunni í fullu lagaleysi. Vér höfum því fylstu ástæður til að ætla, að vinnufólksekla mundi ekki verða meiri enn áðr. Leysing vistarbandsins mundi einnig spekja þann hlut vinnufólksins, sem mest hyggr á vestrfarir, og verða þannig til þess að draga úr útflutningi fólks, enn útflutningarnir til Ameríku eru einkanlega orsök I þess að vinnufólksekla hefir orðið svo mikil í sumum héruðum, einkum norðanlands. Enn einmitt úr hin- um sömu héruðum hafa flestar raddir komið um að leysa þyrfti vistarbandið, og má ráða af því, að ekki muni menn þar óttast að erfiðara verði að fá verka- fólk, þótt þessi lög fengi framgang. Þá eru heldr engin líkindi til, að laust verkafólk mundi til lengdar streyma í sjávarhéruðin og versl- unarstaðina, ef atvinnan reyndist þar rýr og stopul, því allir vilja sitja við þann eldinn sem best brennr. Það gæti að eins komið fyrir um stuttan tíma. At- vinna við sjóinn og í verslunarstöðunum er ekki fýsi- legri fyrir þorra vinnufólksius enn atvinna til sveita, og yfirleitt miklu óvissari. Hægðin er þar ekki meiri enn í sveitunum; sjósóknlr og flest vinnubrögð í kaup- túnunum eru einmitt erfiðari enn almenn sveitavinna. Annars verðum vér að neita því, að vinnufúlk alment eða sér í lagi laust fólk sækist eftir því að hafa sem mesta hægð eða sem minst að gera. Lausamenn eru engu síðr dugnaðarmenn til verka enn aðrir, nema fremr sé. Sveitarþyngslum, sem leiða kynni af lausu fólki, mætti að nokkru leyti komast hjá með því að afnema framfærsluskylduna, sem vér teldum þörfustu réttar- bót. Við það yrði aðhaldið meira, að bjargast án annara hjálpar. Það hefir verið sagt, að erfitt mundi verða að fá alla lausamenn til að greiða skyldur og skatta, enn ekki ætti það að þnrfa að vera, þar sem þeir yrðu allir að hafa eitthvert fast heimili. Þá er enn sú mótbáran, að laust fólk mundi leggj- ast í flakk og betl. Vér höfum enga ástæðu til að kvíða því, enda mætti setja sérstök lög til að stemma stigu fyrir slíku, ef á þyrfti að halda. Flakk og betl er nú orðið mjög óalgengt á síðari árum; betl á sér naumast stað annarstaðar enn í Reykjavík, og það er ekki Iausafólkið, sem rekr þá atvinnu, heldr búandi fátæklingar úr nágrenninu við höfuðstaðinn, einkum af Álftanesi og úr Hafnarfirði. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum, 22. gr., skulu hreppsnefndir, með hverju móti sem þær geta, leitast við að koma í veg fyrir húsgang og fiakk. Þarf því ekki annað enn kæra fyrir hreppsnefndunum, ef slíkt á sér stað, og munu þær þá taka til sinna ráða, sem eru alveg óbundin í þessu tilliti, þótt þær flengdu eða jafnvei hengdu flakkarana. Það hefir verið sagt, að bændr mundu eiga óhægra með að greiða kaup til daglaunamanna enn hjúa, því að hjúunum geti þeir borgað með búsafurðum: fóðr- um, fénaði og ýmsum landaurum. Hvað fóðrin snert- ir, mun alment ekki vera hollara fyrir bónda að borga með þeim enn öðru. Enn með hverju er nú daglaunamönnum venjulega borgað? Ekki með pen- ingum, heldr oft með innskriftum hjá kaupmönnum, eða í landaurum, smjöri, fénaði að haustinu o. s. frv. Þessi viðbára hefir því við lítil rök að styðjast. Það hefir verið sagt, að hér á landi sé atvinnu hag- að svo ólíkt því, sem gerist í öðrum löndum, að dæmi annara þjóða, sem hafa enga vistarskyldu á verka- íólki, verði ekki haft til fyrirmyndar hér á landi. Þetta er að eins satt að þvi leyti, er borgirnar snert- ir, enn í sveitunum í öðrum löndum er þar á móti víða líkt ástatt sem hjá oss, og er þess þó aldrei getið, að menn vilji fá þar Iög um vistarskyldu. Nú komum vér að ástæðunum sem færa má fram með afnámi vistarskyldunnar og munu allflestir sjá að þær eru yfirgnæfanlegar. (Framh.). Bókasöfn og lestrarfélög. Nú á hinum síðari árum hefir talsvert meira verið um það hugsað, og að því meiri gangskör gerð, enn áðr var, að auka almenna þekkingu alþýðu. Má þar til telja stofnun Möðruvallaskóla, Flensborgarskóla. kvennaskóla þriggja og búnaðarskóla fjögurra, auk ýmissra barnaskóla og umferðarkenslu. Til þessarar stefnu er gott að vita fyrir þá menn, er betri framtíð og meiri framfarir þrá. Þekkingin er „lífegg“ hverrar þjóðar. Segja má, að vér aðallega getum aflað oss þekk- ingar á tvennan hátt: 1. með athugun vorri á fyr- irburðum þeim, er vér verðum varir við í kring um oss, svo í mannfélaginu sem annarstaðar í hinni lif- andi og líflausu náttúru. 2. með bókiestri. Sú þekking, er vér öflum oss með hinum fyrri hætt- inum, er að vísu oft raungæfilegri og í fyllri skiln- ingi vor eiginleg eign heldr enn hin, er með bóklestri fæst, og á þann hátt öfluðu forfeðr vorir á þjóðveld- istímanum sér hennar — með utanförum, til að sjá önnur lönd, og siðu og háttu útlendra manna, enn vanti bóknámið, verðr það ekki utan örlítill blettr, er

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.