Fjallkonan


Fjallkonan - 26.01.1892, Side 2

Fjallkonan - 26.01.1892, Side 2
14 FJALLKONAN. IX, 4. vér getum kynt oss,| af hinum afar-mikla geimi, er þekking mannsandans hefir lagt undir sig. Um alþýðuskóla vora verðr það að vísu sagt, að þar fara saman hinir tveir hættir, er ég áðr gat um að vér aðallega öfiuðum oss þekkingar á: þar sem skólakennararnir eru, umgangast nemendr betr menta menn enn alment gerist, og þar stunda þeir bóknám- ið meir og reglulegar, enn orðið getr utan skóla. Enn þessi fræðsla alþýðuskólauna er samt ekki nema lítilsháttar byrjun, er ærin þörf er á að fá fram haldið. Nú er þjóðlíf vort svo tilbreytingarlítið og tilkomusnautt, að hver sá, er svo mjög er alinn upp heima, að hann hefir eigi annað heyrt né séð — hann hlýtr að öllum líkindum, í mörgu tilliti að verða fáfræðingr; og nú er samgöngum vorum við önnur lönd og öðrum kringumstæðum svo háttað, að allr J múgi manna er það, sem án verðr að vera utanfar- j anna. Um kensluna í erlendum tungumálum (ensku og j dönsku) í alþýðuskólum vorum er það að segja, að hún er einna þýðingarmest allra námsgreinanna í þeim, og til hennar er varið mjög miklum tíma og starfi. Og þó getr svo auðveldlega farið, að árangr hennar verði mörgum harðla lítill og ekki neinn. Og hvers vegna? Sá er tilgaugrinn með kenslu þessara mála, að nemendr geti orðið í færum um fyrst og fremst að eiga viðskifti við þá menn, er mæla þessi mál (Engla, Yestrheimsmenn, o. fl., Dani og Norðmenn), átt við þá orðskifti og bréfskifti; og ennfremr hinu, að geta lesið bækr þær og ritverk, er skráðar eru á j þessum tungum. Sökum samgangnaskorts er það allr ' fjöldi nemenda, er sjaldan eða aldrei þarfnast þessar- ar kunnáttu sinnar til viðskifta; enn þá ættu þeir að i geta notað hana til að afla sér þeirrar mentunar, fróð- j leiks og skemtunar, er með lestri góðra bóka fæst. Og svo —' þegar þessar bækr eru hvergi að fá, þá sjá þeir og finna það fyrst, að eftir alt stritið og starfið við tungumálanámið hafa þeir vesalan himin j höndum tekið. Þá logþyrstir — þá sárlangar að teiga af þekkingarlindum þeim, er svo mikil gnægð felstafí bókmentum Englendinga og Norðrlandamanna j Jú, það getr vel verið að þeir hjá einhverjum prest- inum fái rekist á eina eða aðra skáldsögu eftir Car- lén eða Ingemann, eina eða aðra danska þýðingu misjafnlega gerða af einhverjum útlendum skáldsagna- höfundi, sem hamingjan má vita hvort hefir verið þess verðr, að honum væri léð eyru á frummálinu, hvað þá nú. Auðvitað dettr mér ekki í hug að neita því, að j einstöku menn eiga töluvert af nytsömum bókum út- lendum (dönskum); enn sem von er til — um þær i vita ekki utan fáir menn, og aðgang að þeim eiga enn þá færri. Um íslenskar bækr er það að segja, að meira og minna hrafi er til af þeim á hverjum bæ; einstöku bókavinir kaupa flestar bækr, sem árlega eru prent- aðar, margir bók og bók, enn flestir enga, og eftir sama hlutfalli er lestrinn. Hvernig verðr nú bætt úr þessum tilfinnanlega skorti erlendra og innlendra bóka, og lestrarleysinu j er af honum leiðir? Svar: með opinberum leigubókasöfnum og lestrar- félögum. Það eru þessar mentastofnanir, sem hingað til hefir helst til lítið verið minst á, er um mentun alþýðu hefir verið að ræða. Nú sem stendr eru þrjú alþýðleg bókasöfn á land- inu: Landsbókasafnið, amtsbókasafnið í Stykkishólmi og amtsbókasafnið á Akreyri. Þótt bókasöfnin í Stykkishólmi og á Akreyri séu skreytt með amtsbókasafnstitli, þá eru þau í raun og veru að eins bóksöfn bæjanna og sýslnanna, sem þau eru í. Það kunna auðvitað að vera einstöku á- hugamenn utanhéraðs, sem nota þau, enn fyrir allan íjöldann er fjarlægðin sá þröskuldr, er vér þurfum ekki að gera ráð fyrir að stigið verði yfir. Til þess að gera þenna þröskuld yfirkvæmilegri, þarf því að fjölga þessum söfnum. Þau mega eigi vera færri enn eitt í sýslufélagi hverju, á þeim stöð- um sem hægast er að ná tii þeirra, sem vanalega er á verslunarstöðunum. Það sem ég legg til að alþingi geri í þessu máli er, að það í næstu fjárlögum veiti 2000 kr. til sýslu- félaga, sem styrk til þess að stofna bóksöfn. Upp- hæð sú, er sýslufélagi hverju skiftist af styrk þess- um, skyldi standa í nákvæmu hlutfalli við framlög þess sjálfs til stofnunarinnar. Vilji sýslufélag ekk- ert til leggja, þá fái það engan landssjóðsstyrk. Sömu kjörum ætti að sjálfsögðu söfnin í Stykkishólmi og Akreyri að sæta. Eins og ég hefi áðr tekið fram, eru þau að eins söfn bæjanna og sýslnanna sem þau eru í, og er því rangt að nefna þau þeim nöfnum, sem þau eiga ekki skilin, og enn þá rangara að þeim sé veittr styrkr, er hlutfallslega sé miklu meiri enn vera á. Stykkishólmverjar og Akreyrbyggjar og samsýslungar þessara manna hafa eigi heimting á neinum sérréttindum fram yfir aðra landa þeirra. — Umsjón safnanua ætti að felast sýslunefndum á hendr, og sömuleiðis ætti þær að ráða bókakaupum. Um landsbókasafnið er nokkuð öðru máli að gegna. Til- gangr þess er ekki einasta alþýðleg fræðsla, heldr er það einnig vísindalegt safn, er verja verðr til meiri peningum, ef það á að geta náð tilgangi sín- um, heldr enn einn bær eða sýslufélag hefir föng á að borga helming af. Lestrarfélög eru mentastofnanir, sem þyrftu að vera í hverju prestakalli landsins, og það er enda víða aú prestakall er ofstórt svæði fyrir lestrarfélag. Enn ærið mun á skorta að þau séu svo mörg. Eg ætla ekki að vera stórtækr í tillögum mínum viðvíkjandi opinberum styrk til þeirra. Mín tillaga er að al- þingi hlutist til um að hvert lestrarfélag landsins fái árlega gefins eitt eintak Stjórnartíðindanna, og sömu- leiðis eitt eintak Alþingistíðindanna þau árin, sem þau eru prentuð. Með þessu móti eru unnin í einu tvö nytjaverk: Það er gefin hvöt til að stoíiia þessi gagnlegu félög, og til þess að halda þeim við, og í öðru lagi er breiddr út meðal alþýðu sá hinn afar- mikli fróðleikr, er í bókum þessum býr. Sumir kunna ef til vill að ætla, að ef lestrarfé- lögum er gefinn kostr á að fá rit þessi ókeypis, þá muni einstakir menn reyna með brögðum að krækja í þau handa sér, t. d. með því að kalla sig og einn eða tvo nágranna sína lestrarfélag, enn varla munu mik- il brögð verða að því, enda hægt að setja undir þann leka, t. a. m. með því að gera meðmæli sýslunefnda að skilyrði fyrir því að þau fáist.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.