Fjallkonan


Fjallkonan - 26.01.1892, Qupperneq 3

Fjallkonan - 26.01.1892, Qupperneq 3
26. jan. 1892. FJALLKONAN. 15 Að vísu hafa þær raddir látið til sín heyra, að lestrarfélög væri engir nytjagripir fyrir bókmentir þjóðarinnar. Af þeim leiddi að bækr yrðu keyptar miklu minna enn ella, er einstakir menn keyptu þær síðr, enn til þess að bækr séu ritaðar og prentaðar, væri nauðsynlegt að þær væri alment keyptar. Eftir því sem ég þekki til, sannar reynslan þetta alls ekki. Þeir sem á annað borð kaupa bækr, kaupa þær hér um bil eins þótt í lestrarfélagi séu, enn svo lesa þeir enn fieiri, enn þeir fá úr félaginu. Svo heíi ég þekt ýmsa, sem varla eða alls ekki myndu neina bók keypt hafa, er hafa borgað eina krónu eða tvær í lestrarfélag á ári, sem svo hefir gengið til bókakaupa. Enn fremr má telja lestrarfélögum til gildis fundina, sem í þeim eru haldnir, er hljóta að hafa bætandi áhrif á félagslíf manna, og enn eru meðmæli með félögum þessum sveitablöð þau, er mörg þeirra liafa hlutast til um að skrifuð sé; hafa þau nokkura þýðingu bæði sökum þess, að oft er í þeim hafið máis á ýmsu, sem um er vert að rætt sé, og hins, að þar gefst mönnum auðveldr kostr á að æfa sig íþví, að reyna að koma hugsunum sínum í þann búning, að þeim sé ekki með öilu ósleppanda fyrir almenningsaugu. Jöhannes Þorkelsson. Árnessýslu 10. jan.: Svo má að orði kveða, að hér kæmi vetrinn 20. nóv., enn síðan hafa líka verið svo að segja stöðug harðindi, raunar oftast væg fram í miðjan des., enn síðan að öllum jafnaði norðanátt með talsverðu frosti og mörgum kafaldsköstum, eun þó eigi löngum; hafa þau verið einna þéttust, og frostið líka einna mest, núna síðan nýárið. Lítið er nú talað um bráðapest. — Ekki fiskvart við sjó, þá sjaldan róa gefr. — Heilsufar alment í betra lagi. Mannalát. „Skömmu fyrir árslokin dóu tveir merk- isbændr í Árnessýslu. Annar var G-uðbrandr bóndi Árnason í Miðdal í Laugardal. Hann datt í fyrra vetr og lærbrotnaði og hafði legið rúmfastr síðan; var þó kominn á bataveg, enn fékk þá lungnabólgu sem dró hann til dauða. Hann var dugnaðarmaðr og dreugr góðr. Hann mun hafa verið á sextugsaldri. Hinn var Guðmundr Jónsson óðalsbóndi á Stóra-Fijóti í Biskupstungum. Hann var orðinn aldraðr og hafði lengi verið mjög heilsu-Iasinn, sem að lokum varð honum að bana. Hann var einhver besti búhöldr og nýtasti félagsmaðr“. Blöð í Ameríku. Þegar siglt er inn á höfnina við New York og borgin kemr í Ijós, getr að iíta eitt hús, sem gnæfir hátt upp yfir alla kirkjuturna. Þetta hús er ritstjórnarhöll blaðsins New York World. Það er 375 feta hátt, með 26 gólfum. Veggirnir eru 12 feta þykkir niðr við jörð, enn 2 fet á þykt efst. Enn þótt veggirnir væri rifnir niðr, svo að ekki væri steinn yfir steini, þá stæði húsið óhaggað sem áðr, því að vegginrnir bera ekki húsgrindina og eru að- eins hafðir til prýðis utan um húsið. Skamt þaðan eru hús blaðanna „New York Sun“, „New YorkHerald“ og „New York Tribune“, og eru það stórhallir, þótt þær komist ekki til jafus við hina íyrstnefndu. Þessi blöð eru öll álíka voldug; og engin blöð í öðrum löndum munu jafnast við hin amerísku stór- blöð. Ameríkst blað sendir út einn af starfsmöun- um sínum til að fara kringum hnöttinn á 65 dögum og ver til ferðarinnar 7000 dollurum. Það leggr fram heila miljón dollara til rannsóknarieiðangrs inn í A- fríku eða norðr í íshaf, og veitir það ekki örðugra að leggja fréttaþráð yfir Atlantshafið enn bónda að brúa litla keldu. Eitt tölublað af dagblöðunum í New York er svo stórt, að fluglæs maðr kemst ekki yfir að lesa það á skemri tíma enn 2 dögum, með því að lesa 10 tíma á dag. í amerískum blöðum er hrúgað saman öllu efni, sem hugsast getr, enn það sem blaðamönnunum er mest um hugað, er að hrífa lesendrna og kitla til- finningar þeirra á allan hátt. (íöng undir Eyrarsund. Sænskr mannvirkja- meistari hefir gert áætlun um að gera göng undir Eyrarsund milli Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar. Gerir ráð fyrir, að kostnaðrinn verði 12—16 milj.. króna. Göngin yrðu */, dönsk míla á lengd. Rafmagnsijós. Rafmagnsljósið er miklu bjartara enn gasljósið, framleiðir 20 sínnum minni hita og 2] Kongo. Venjulega halda svertingjar heim til átthaga sinna þegar vist- artími þeirra er úti 4 skipunum, og taka sér lifið létt meðan kaupið endist. Þegar það er 4 enda ráða þeir sig á ný. Aðal- stöðvar flokks þessa eru hér um bil 350 mil. frá Leopoldville. Laun- in, sem Bengalarnir fá á gufubátum þessum, eru 10 metakos á viku og 1 ceqvankabrauð á dag. Þeir fá þð eigi nema 2 metakos á viku, hitt eiga þeir til góða þangað til hinn timinn er liðinn. Metakos er ólikr peningamyntum Norðrálfumanna, og er ekki annað enn messingsvír, hér um bil 7 þuml. langr og 3/16 þumlungs digr. Fyrir það sem þeir fá útborgað vikulega kaupa Bengalarnir vanalega fisk. Hver metakos gildir hér um hil sama hjá þeim og 18 aurar hjá oss. Þegar vistartíminn er liðinn, kaupa Bengalarnir sér, áðr enn þeir halda heim, hát (kano) og tvær konur. Fyrir afganginn af kaupinu kaupa þeir sér ýmsa aðra vöru. Þeir hafa ekki metakosinn að eins sem peninga, heldr skreyta einnig hendr og fætr með honum. Heldri menn meðal svertingja hafa marga messingshringi á fótleggjunum og festa þá saman með böndum. Af tölu hringanna má marka auðæfi hvers eins. Svertingjar smíða hnífa og vopn af miklum hagleik, og standa ekki á baki Norðrálfumönnum í þvi efni. — Loftslagið er mjög óheilnæmt og hitinn ákaflega mikill, einkum í Efri-Kongo, um miðjan daginn 40—45 stig á Celsius. í Neðri-Kongo er aftr dálitið svalara vegna hafgolunnar, sem stöðugt kemr kl. 4 á hverjum degi. I Efri-Kongo eru talsverð fen og foræði, og bætir það ekki lofts- lagið. Beynt hefir verið að rækta þar kaffi, enn ekki tekist að fá það gott. Hvítu mennirnir fá iðulega feber og hafa hann þá vanaiega 2—20 daga. Jafnvel svertingjar sjálfir komast heldr eigi hjá því. Það ber eigi allsjaldan við, að hinir innfæddu ráðast á gufu- bátana á Efri-Kongo, enn leggja vanalega á flótta undir eins og skotið er á þá. Áin er mjög straumhörð, og því örðugt að sigla uppeftir henni, enn hraðinn aftr ákaflegr, þegar farið er niðreftir henni. Ávextir eru meðal annars appelsínur og banana; það eru aflangir ávextir og bragðgóðir, sem vaxa á ákaflega stórum sefjurtum. í ánni er allra mesti sægr af krókódílum, og eru þeir mjög sólgnir í kjöt svertingja, enn þeir hafa aftr á móti óbeit á kjöti krókódílanna, og verðr þó ekki sagt um þá, að þeir séu matvandir. Oft verða svertingjar krókódílunum að bráð, er þeir baða sig i ánni, enn ekki láta þeir slíkt aftra sér frá því. Áparnir lifa oftast í sátt og samJyndi við svert-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.