Fjallkonan


Fjallkonan - 04.02.1892, Qupperneq 1

Fjallkonan - 04.02.1892, Qupperneq 1
IX. ár. Xr. 5. FJALLKONAN. Árg. 3 kr. (4 kr. erlendis). fijalddagi 13. júlí. Reykjavík, 4. febrúar 1892. Skrifst. og afgreiðslust.: Þingholtsstræti 18. Kirkjublaöiö. Kbl. treinir sér í hverju blaði ánægjuna, að bera út hin sömu ósannandi um Fjallk., náttúrlega í kirkjulegum, kristilegum (?) tilgangi. I stað þess að leggja Fjallk. þannig í einelti, mundi vera nær fyrir það, að hreinsa fyrst fyrir sínum eigin dyr- um, dyrum kirkjunnar sjálfrar; þeir munu ekki all- ir vera svo hreinir, sem þar hafa mesta .umgöngu. Kbl. er ekki sannfært um, að ritg. sem staðið hafa í Fjallk., er það telr ókirkjulegar og þar eru eignaðar íslenskum prestum, sé rétt feðraðar. Ef Kbl. vill neyða Fjallk. til að segja og sanna nöín þessara presta, mun hún gera það, og að því er sérstaklega snertir greinarstúf þann er Kbl. nefnir (sem Pétr biskup skrifaði á móti í Fjallk.), getr Fjallk. sannað með órælmm rökum, að höf. er prestr. Kbl. er alt af að stagast á vantrú Fjallk., van- trúarblaðinu, vantrúarboðberanum. Fjallk. hefir enga ánægju af því, að sjá einn helsta skörung prestastéttarinnar hér og kennara á prestaskólan- um fara stöðugt með þessi ósannindi, og vill ein- læglega óska, að hann leggi af þann brest. Yill hann gera svo vel, að sanna, hvaða kristin- dóms atriðum eða atriði Fjallk. hefir neitað, í hvaða atriðum vantrú hennar er fólgin? Kbl. segir að Fjallk. hafi ekki kristna trú, þótt hún segist hafa trú. Ósatt segir það enn. Fjallk. hefir aldrei gefið neitt í skyn um trú sina. Af hverju veit Kbl. það, að Fjallk. (eða rit- stj. hennar) hafi ekki kristna trú? Fyrir því sem Fjallþ. hefir sagt hingað til, getr hún vel verið únítarist, kvekarst eða annað prótestantíst blað. Enn líkl. álítr Kbl. þá alla ókristna, ókirkjulega eða heiðingja (rétt eins og Mormónar gera, þessi fall- egi afspringr prótestantatrúarinnar), sem ekki steypa trú sina alveg í sama móti og það sjálft. Til þess að Kbl. þurfi ekki stöðugt að fara með þessí vandræða ósannindi um það, að Fjallk. ráðist á trúaratriðin, skal hún nú játa, að hún trúir ekki endalausri fyrirdæmingu. Enn hverju trúir Khl. ? Já, það er ekki gott að vita. Kbl. segir um þetta sama atriði, eilífa fordæm- ingu, að vafasamt sé hverju eigi að trúa. Kbl. hefir þannig, þótt ekki sé það orðið ársgamalt, vakið efasemdir um höfuðatriði í kenningu kirkj- unnar, þ. e. kenningunni um eilífa útskúfun. Kbl. hefir þannig fijótlega snúið á braut efasemda og vantrúar frá kirkjulegu sjónarmiði. Já, það er Martensens (Ethik‘, sem Kbl. vill fara eftir í þessu atriði, enn ekki Ágsborgartrúarjátningin og þaurit sem hún byggir á. Er þetta ekki að „dependera af þeim dönsku“, hafa danska trú, ekki lúterska? Eins og hin heimsspekilega (Ethik‘ Martensens sé nokkur grundvöllr fyrir hina lútersku kirkju að byggja á, eða slíka bók beri að taka framyfir játn- ingarbækr kirkjunnar? í þessu atriði er Kbl. vantrúarblaðið, sem efar og veit ekki hverju trúa skal. Fjallk. hefir þar á móti fasta óbifanlega trú á því, að allir menn verði að lokum sælir. Fjallk. er í þessu atriði trúarinnar blað. (Frh.) Útlendar fréttir. Kaupmannahöfn, 16. jan. Danmörk. Berg fólksþingismaðr og lengi vel foringi vinstrimanna er dáinn. Hann andaðist snögglega aðfaranótt hins 28. nóv. f. á. Hann hafði daginn áðr haldið fund með ýmsum af fylg- ismönnum sínum og gekk alheill til rekkju seint um kveldið. Hann vaknaði um nóttina og var þá sjúkr orðinn. Var sent eftir lækni, enn er læknirinn kom var Berg andaðr. Berg er fæddr 1829 og var því 63 ára. Eigi hafa vinstrimenn eða Bergsliðar tekið sér foringja enn þá, enn líklegt þykir að Hörup verði það. — Á ríkisdegi Dana verðr fremr litlu ágengt að venju. Fyrir mörgum árum var því hreyft af stjórninni, að nauðsynlegt væri að endrbæta réttarfærsluna. Þeir Berg greiddu ætíð atkvæði á móti þvi. Þeim þótti svo sem þeir gerðu Estrúpsráðaneytið enn fastara í sessi með því að fá Nellemann margra ára starfa, Hinsvegar þykir flestum brýn nauðsyn bera til að gera endrbætr að því er réttarfærslu snertir. Þeir Berg og Hörup greiddu í vetr enn sem fyrri atkvæði á móti frum- varpi Nellemanns, enn miðlunarmenn greiddu þar atkvæði með, og þeir Berg mistu nokkra úr sínum flokki. Loks var samþykt með 60 atkv. eftir harð- ar deilur að fela Nellemann á hendr að annast um breytingarnar. Flokkr Bergs og Hörups, milli 20 og 30 manns, greiddi ekki atkvæði. Ymsir af hin- um öruggustu fylgismönnum Bergs, t. a. m. Kors- gaard, greiddu atkv. með frumvarpinui Á fólks- þinginu er flokkum skipað þannig, að Hörup fylgja 26. Miðlunarmenn eru um 40 og 24 stjórnarsinn- ar. Onnur umræða um fjárlögin hefir farið fram nú þessa daga. Þá er og eitt mikilsvarðandi mál, líkbrenslumálið; var því vísað í nefnd. Goos kirkju- málaráðgjafi kváðst ekki mundi verða því með- mæltr fyr enn hann heyrði tillögur biskupanna, enn þær þekkja allir vel frá því í fyrra. — í 44. tölubl. Fjallk. var getið um sjálfsmorð Simonsens herforingjaefnis og illa meðferð á hinum yngri her- foringjaefnum frá hálfu hinna eldri. Sjómálaráð- gjafinn skipaði menn í rannsóknarnefnd til þess að kynna sér það mál. Nú hefir rannsóknarnefnd þessi lokið starfi sínu og var yfirlýsing þeirra birt fyrst í Nationaltidende í fyrra dag, og svo í Ber- lingatíðindum í kvöld, og hafa þar komið fram

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.