Fjallkonan


Fjallkonan - 04.02.1892, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 04.02.1892, Blaðsíða 2
18 FJALLKONAN. IX, 5. ýmsar ljótar sögur um ástandið á skólanum. í fyrsta lagi, að hin eldri sjóforingjaefni misþyrmi hinum yngri, án þess að þeim sé hegnt, í öðru lagi að forstjóri skólans Oarstensen haíi i sumar, er foringjaefhi eitt kærði fyrir hermálaráðaneytinu illa meðferð á sór, hagað rannsókninni þannig, að sjó- foringjaefnin, sem hann kvaddi til vitnis, þorðu eigi annað enn að svara eins og Carstensen sjálfr æskti. Enn fremr þótti nefndinni það algerlega ó- sæmilegt að forstjóri skólans hefði í veislu í skólan- um, sem var haldin í haust, veitt herforingjaefn- unum meira enn góðu hófi gegndi af vínum. Car- stensen var látinn segja af sér stjórn skólans og gerðr að konungkjörnum þingmanni. Máli þessu hefði aldrei orðið hreyft, ef blöðin hefðu ekki skrifað jafnmikið um það sem þau gerðu. Sá heitir Bardenfleth, er nú er orðinn forstjóri skól- ans. Kosningar til ríkisdagsins hafa farið fram á tveim stöðum nýlega. í Kolding, í stað Bergs, var kosinn vinstrimaðr Henriksen, enn í Lyngby, sem jafnan hefir haldið trygð við stjórnina, hlaut hægri- maðr kosningu. Hann heitir Colding og er her- foringi. Sá hót Jensen er kepti við hann og er sósíalisti. Fókk hann allmörg atkvæði. — Æðsti prestr Gyðingja hór í Danmörku, 'W’olff prófessor, er nýlega dáinn. Hann var merkr maðr og vís- indamaðr mikill. Noregr. Skáldið Kjelland, sem er lögfræðingr, sótti um borgmeistaraembætti í Stafangri, þar sem hann er fæddr og uppalinn, og var veitt það. Eigihöfðu „kanínurnar“, lærisveinar Oftedals, fagn- að því. — Kosningum til þingsins lyktaði þannig, að á þingi sitja 65 vinstrimenn: í fyrra voru það 88. Þar eru 35 hægrimenn, í fyrra 51, og auk þess eru nokkrir miðlunarmenn. Hin frjálslynda stjórn virðist því að eiga langan aldr fyrir hönd- um. Samkvæmt beiðni óðalþingsins hefir stjórnin á ýmsan hátt kynnt sór álit manna um aðgöngu- rétt kvenna til embætta til jafns við karlmenn. Háskólinn í Kristjaniu hefir svarað því svo: Guð- fræðisdeildin var málinu mótstæð. í náttúrufræðis- og tölvísisdeildinni fóllu atkv. jafnt (5 á móti 5). í sögu- og heimspekisdeildinni var meiri hlutinn hlyntr málinu, og í lögfræðisdeildinni og læknis- fræðisdeildinni voru allir á því, að konur ættu að hafa jafnan rétt til embætta sem karlmenn. Svíþjóð. Krónprins Svía ætlar að fara á fund Rússakeisara. Bússland. Níhilistar hafa við og við látið heyra til sín í vetr. Sendu þeir til allra blaða á Rúss- landi grein, og bera þeir þar harðar sakir á hendr stjórninni. Segja þeir, að hungrsneyðin stafi af fá- fræði alþýðu. Stjórnin, segja þeir, drepi niðr alla mentun og menningu, og láti drykkfelda bisk- upa leiðbeina þjóðinni. Til þess að bæta úr ástand- inu og koma í veg fyrir uppreisn ráða þeir að kaila saman fulltrúaþing. Bréf þeirra endar svo: „Timinn er kominn og vei þeim er skellir skolleyrunum við ráðleggingum þessum“. Nú hafa menn komist að hvernig stóð á járnbraut- arslysinu við Borki (1888). Eins og lesendr Fjallk. mun reka minni til, þá var umsjónarmönnum járnbrautar- innar kent um það, og þeiin vikið frá embætti. Nú er það orðið uppvíst, að matreiðslusveinninn, sem var einn af nihilistum, hafði tekið að sér að sprengja keis- aravagninn með keisaranum og skylduliði lians i loft upp. Morðvélina, sem var full af dynamíti, hafði hann af óaðgætui sett skakt, og varð það keisaranum og skylduliði hans til lífs, enn margir sem voru í vögn- um fyrir aftan keisaravagninn biðu bana af. Það komst upp, að þeir sem tóku að sér útvega mjöl handa hinum nauðstöddu hafa svikið mjölið, blaudað það með saudi og ýmsu fleira. Hefir mönn- um svo tilreiknast, að þeir hafi selt svo þúsundum puuda skiftir af sandi. Hungrsneyðin breiðist meir og meir út um Rússlaud, og ástand er voðalegt, þrátt fyrir allar þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að lijálpa fátæklingunum. Þar við bætist og sótt, sem jafnan fylgir hungrinu. Þýskaland. Það vakti í vetr allmikla eftirtekt, að Yilhjálmr Þýskalandskeisuri skrifaði í haust í ferðamannabókina í Miinchen nafn sitt og aftan við það þessi orð: „suprema lex regis voluntas11 (vilji konungsins er hið æðsta lögmál). Þau blöð sem voru stjórn- inni velviljuð þýddu orð þessi þannig, að keisarinn hefði að eins gefið í skyn með þeim, að vilji konungsins væri hið æðsta lög- mál innan þeirra endimarka er stjórnarskráin setti sér. Bn „Hamburger Nachrichten", málgagn Bismarcks, hélt því fram að keisarinn ætlaði sér ekki að taka tillit til stjórnarskrárinnar fremr enn honum sýndist, því annars mundi hann ekki hafa þannig breytt latneska orðtækinu: „salus populi suprema lex“ (velferð þjóðarinnar er hið æðsta lögmál). Keyndar segist blað- ið ekki trúa þessum orðum keisara, enn auðvitað er, hve mikil alvara því er í því. Vilhjálmr keisari hefir stundum haft lík orð, enda sést það í mörgu, að hann er ráðrikr, eins og margir dugnaðarmenn eru, enn ekki verðr séð, að hann hafi nokkurn tíma gert tilraunir til þess að rjíifa stjórnarskrána, og fáir þjóðhöfðingjar munu nú vera uppi, er á jafnstuttum tima hafi komið fram með jafnmargar endrbætr, eða tilraunir til endr- bóta enn hann. Enn hann er ráðríkr og ef til vill nokkuð 6- varkár í orðum. Hinn 23. nóv. sóru nýir liðsmenn keisaranum hollustueið í Potsdam. Sagði þá keisarinn meðal annars: „Ný- liðar, þér hafið svarið mér hollustu. Þér eruð minir hermenn með lífi og sál. Mínir óvinir eru yðar óvinir. í sósíalistaæs- ingum þeim, sem nú eiga sér stað, getr komið að því, að ég skipi yðr að skjóta ættingja yðar, bræðr og jafnvel foreldra; ég vonast eftir að guð gefi, að ekki komi til þess, enn þér verð- ið samt að hlýða mér án þess að mögla“. — Það var hvað eft- ir annað i haust og snemma i vetr borið á stjórnina, að bún væri reikul í ráði og rýrði með þvi virðing Þjóðverja í augum annara ríkja. Hörðustu greinarnar komu þó i blaði Bismarcks, enn svo kom að því, að lokið var verslunarsamningunum við Austrriki og vóru þeir lagðir fyrir þingið til samþykktar. Gerðu menn þá ráð fyrir að Bismarck mundi nota rétt sinn sem full- trúi og mæta þar og segja Caprivi til syndanna. Verslunar- og tollsamningarnir á milli Þýskalands og Austrrikis vóru lagð- ir fyrir ríkisdaginn hinn 7. des. Sömuleiðis verslunarsamningr, tollsamningr og sjóferðasamningr við Ítalíu, enn fremr verslun- ar- og tollsamningr við Belgi. Samkvæmt fylgiskjölum þeim, er vóru með samningunum, þá vóru þeir gerðir til að vega á móti verndunarpólitík Frakka í verslunarmálum og verndunartolllög- gjöf Rússa. Þannig kom Yilhjálmr keisari og hin nýja stjórn vilja sínum fram. Hefir hann með því sýnt dugnað mikinn. Árið 1890 fór Vilhjálmr keisari hina seinni Eússlandsför sína, og þykir sanni næst, að hann hafi ætlað að efla vináttu á milli Rússlands og Þýskalands. Eins og kunnugt er, var Vilhjálmr alls ekki ánægðr með viðtökur þær er hann fékk. Á heimleið- inni hitti hann Austrríkiskeisara í Rohnstock og þar mun hann þá þegar hafa fengið hann til að verða hlyntr tollfélagi. Upp- haflega var það ætlun Vilhjálms, að allar Evrópuþjóðir gerðu með sér verslunarfélag að Rússum undanteknum. Hann bauð jafnvel Frökkum það, enn ekki munu þeir hafa gefið neitt á- kveðið syar, og eyddust þau mál svo. Tollfélag þetta átti að

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.