Fjallkonan - 04.02.1892, Side 3
3. febr. 1892.
FJALLKONAN.
19
stuðla að verndun friðarins og reyna“að eyða öllum nágranna-
krit, sem mest mætti, enn einkum átti það þó að vega upp á
mðti tollverndunarlögum Bandaríkjanna. Meðan Bismarck sat
að völdum fylgdi hann þeirri reglu, að hlífa alls ekki banda-
mönnum sinum í peningamálum, því þar væri enginn annars bróð-
ir. — Bulltrúar frá hvorumtveggja rikjum komu saman i Yín.
]pað sem fyrst framan af var aðalumræðuefnið, var það hvort
Þjóðverjar vildu lækka innflutningstoll á kornvöru frá Austrríki
og Austrríki tollinn á þýskri iðnaðarvöru. Bismarok mælti harð-
lega á móti þessu þegar í fyrstu. Þótti honum sem Austrríkis-
menn einir hefðu hag af þvi. Kvað hann ekki ástæðu til að
kaupa vináttu Austrríkismanna dýru verði, og svo þótti honum
það óvirðing fyrir Þjóðverja að samningarnir fóru fram í Vín.
Enn ekkert tjáði fyrir Bismarck.
Tollsamningarnir voru samþyktir á þingum Þjóðverja og Austr-
ríkismanna, og Bismarck lét ekki sjá sig. Ennfr. er kominn
verslunarsamningr á milli Sviss og Þýskalands. Samningar
þessir eru til 12 ára. Vilhj. keisari hefir gjört Caprivi að greifa.
— Einn af þingmönnum frjálslynda flokksins, dr. Baumbach, kom
með frumvarp á ríkisdaginn um að veita þingmönnum dagpen-
inga og ferðastyrk, og var það samþykt.
Austrríki og TJngverjaland. 27. nóv. gerði fulltrúi nokkur i
sambandsþinginu, Zallinger að nafni, harða árás á ítali fyrir
meðferðina á páfanum. Kvað hann það vilja allra rétttrúaðra
páfatrúarmanna, að páfaveldið yrði endrreist og yrði algerlega
óháð stjórn ítala, í stuttu máli að páfinn fengi aftr B,ómaborg.
Hann kvað rómverska málið varða allar þjóðir. Kalnoky utan-
ríkisráðgjafi kvað það ósk stjórnarinnar, að páfinn fengi aftr
nægilega frjálsa stöðu. Stjórnin gæti ekki verið ánægð fyr enn
því máli væri lokið þannig, að páfinn yrði ánægðr. Hann kvað
það vera ómögulegt að neyða ítali til þess án þess að særa til-
finningar þeirra, enn það sé ósk stjórnarinnar að málið verði á
þann hátt leitt til lykta, að hvorirtveggja verði ánægðir. Enn j
er þetta fréttist til Ítalíu, þótti ítölum svo sem bandamenn sín-
ir gerðust ærið afskiftasamir um mál sin, og heimtuðu þingmenn, j
að Rudini segði að máli þesau væri lokið og yrði ekki tekið upp j
aftr. Austrrikiskeisari hefir eftir tillögum Szaparys látið slita j
ungverska þinginu. Szapary er eftirmaðr Tiszu og fylgir fram
sömu stefnu og hann. Árið 1887 var það að lögum gert, að !
kjörtíminn skyldi standa yfir 5 ár, áðr höfðu menn að eins þing- j
mensku í þrjú ár. Hugðu menn, að þingið mundi verða fastara j
fyrir með því móti. Núna seinustu árin hafa hinir áköfu af j
framfaramönnum fjölgað, og vilja þeir helst rýra völd Habsborg- j
armanna, sem mest þeir geta. Helsti formaðr þess fiokks er
Apponoy greifi, mælskr vel og dugandi maðr. Hann fylgdi j
framan af hér um bil sömu skoðunum sem þeir Tisza og Sza-
pary, og taldist þannig til hinna vægari framfaramanna, enn
nú hefir hann algerlega snúist í flokk hinna framgjörnustu.
Apponoy beitir sömu aðferð sem Parnell, enda sniða þeir flokks-
menn hans sér í mörgu stakk eftir írum. Hann eyðir og dregr
málin fyrir Szapary með löngum og snjöllum ræðum. Hann
heldr fundi um land alt og snýr mönnum til fylgis við sig, og
það var það sem Szapary óttaðist, að mótstöðuflokkr sinn mundi
vaxa um of, ef hann fengi nægan undirbúningstíma undir næstu
kosningar, og fékk hann því keisara til að segja þingi slitið;
var það rétt fyrir jólin.
Frakkland. Öldungadpildin liefir sett fastar ákvarð-
anir um vinnutíma krakka og kvenna í verksmiðjum.
Krakka má ekki láta fvinna í verksmiðjnm fyr enn
þeir eru 13 vetra. Krakkar og konur, er vinna að
verksmiðjuvinnu, eiga að hafa einn vinnudag í viku,
og eigi má láta þau vinna nætrvinnu. — Eins og
áðr hefir verið getið, þá mætti skjal Fallieres kirkju-
málaráðgjafa til erkibiskupa megnri mótstöðu frá
þeirra hálfu. Gouthe-Soulard erkibiskup í Aix varð
þeirra þungorðastr. Hann sagði skýlaust í svari sínu
að liann mundi fara sínu fram, hvað sem ráðgjafinn
segði, og sagði að hann talaði að vísu friðsamlega,
en byggi yfir heift og ofsóknum. Erkibiskupi var
stefnt til Parísarborgar til að standa fyrir málum
sínum; fór svo, að hann var dæmdr í þrjú þúsund
franka sekt. Áður en dómrinn féll, skrifaði stjórnin
páfa og skýrði frá málavöxtum. Tók hún þar fram
þrjú atriði: 1) að hún ætli sér alls ekki að hefja
neinar ofsóknir gegn klerkunum, 2) að hún hafi ekki
í hyggju að takmarka frelsi biskupa, og í þriðja lagi,
að hún vænti þess, að biskupar og páfastjórn efli vin-
áttumál sín við þjóðveldið og styðji það. Jafnframt
gat hún þess, að hún yrði að ganga fast eftir því,
að páfinn og biskuparnir brygðu ekki í neinu frá því,
sem samningrinn (konkorðatið) ákvæði, því ella kvaðst
hún neyðast til að afnema það. Gouthe-Soulard varð
eins og nokkurskonar píslarvottr í augum biskupa og
annara klerkavina. Út af máli þessu urðu svo snarp-
ar deilur í parlamentinu franska, að allir hugðu,
að Freycinets-ráðaneytið mundi eiga skamt eftir ólifeð.
Hubbard kom fram með tillögu um aðskilnað ríkis
og kirkju. Rökstuddi hann þá tillögu með því, að
biskuparnir vildu ekki hlýðnast lögunum; af 87 bisk-
upum hvað hann 77 biskupa hafa neitað því að hlýða
boði kirkjumálaráðgjafans. Stjórnin kvaðst ekki geta
samþykt frumvarp þetta að svo stöddu máli, og var
það felt með 346 atkv. á móti 181, og því næst var
samþykt áskorun til stjórnarinnar um að halda í
heimilinn á klerkunum og kenna þeim löghlýðni. Því
næst var talað um frímúrana og hvort páfinn hefði
samþykt frímúrararegluna. Floquet kvað það, og
sagði að Píus IX. hefði jafnvel verið frímúrari, en
Cassignac gerðist harðorðr og kallaði hann lygara.
Varð naumast hægt að koma skipulagi á. Að lokn-
um fundi bauð Floquet Cassignac til einvígis, enu
sættum varð þó komið á. — Þegar er fregnin kom
um verslunarsamninga, var gerð fyrirspurn til ráða-
neytisins um það, hvernig það ætlaði að haga sér í
því máli, og voru margir ákaflega reiðir bæði út úr
biskupamálinu og svo af því, að svo þótti sem
ráðaneytið hefði verið of afskiftalaust um samninga
þá, er Þýskaland hefði gert. En Ribot tókst með
kænsku að bjarga því, og lauk svo að stjórninni var
fengið vald í hendr til að annast það mál. Hún hef-
ir þegar gert sérstakan samning við ýmsar þjóðir. —
Maupassant, skáldið, varð vitskertr fyrir skömmu.
Hann skaut þrem skotum á sig, en þjónninn hafði
tekið kúiurnar brott, svo Maupassant skar sig á háls
með rakhníf; þó hafa læknarnir von um, að geta lækn-
að hann að öllu leyti.
BeJgía. Leópold konungr sagði í nýársræðu sinni.
við forseta þingsins, að brýn nauðsyn bæri til að breyta
stjórnarskránni, hvað atkvæðisrétt snerti. Það þyrfti
að rymka um hann.
Spánn. Anarkistar réðust á bæinn Xeres og rændu
þar. Hermenn tóku á móti þeim og handtóku flesta.
Bíða þeir nú dóms. Það voru handteknir um 80
menn.
England. Hinn 14. þ. m. andaðist hertoginn af
Clarence og Arendole, elsti sonur prinsins af Wales
og tilvonandi ríkiserfingi. Hann var 28 ára gamall
og nýtrúlofaðr. Var hann efnilegr maðr að sagt
var — Mælt er að Gladstone ætli að hætta að gefa
sig við stjórnmálum. — Lytton lávarðr, sendiherra
Engl. íFrakklandi, er dáinn, og er Dufferin kominn
í hans stað. Sömuleiðis er Arthur White, sendiherra